Öldugjálfrið við Seltjarnarströnd

Ég verð aldrei leiður á að hljóðrita öldugjálfur og brim. Hljóðið verður svo misjafnt eftir veðri og afstöðu hljóðnemans.

Þriðjudaginn 7. apríl 2009 var einkargott veður og greinilegt að vorið var í nánd. Við hjónin fórum síðdegis þann dag í fjöruna við Seltjörn og þar var hljóðritið gert. Ég beindi hljóðnemunum niður á við til móts við fjöruborðið og þannig náðist leikur sjávarins að mölinni í flæðarmálinu.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband