Goðafoss í júlílok 2006

Fossar eru ólíkir útlits. Ekki er sama hvar þeir eru myndaðir. Hið sama gildir um hljóð þeirra. Það er ærið misjafnt eftir því hvar numið er staðar og hlustað. Einnig skiptir fjarlægðin máli.

Þann 29. júlí 2006 vorum við Elín á leið austur á Stöðvarfjörð. Námum við þá staðar við goðafoss og hljóðritaði ég söng hans. Ef grannt er hlustað má heyra iðuköstin.

Notaður var Nagra Ares-m hljóðriti og Shure VP88 hljóðnemi. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum í 16 bita upplausn. Hljóðritið er birt hér í fullri upplausn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband