Þá var haldið í Fossvogsdalinn. Þar var logn en engir fuglar komnir á kreik. Umferðarhávaðinn var einnig ærandi svo að ákveðið var að halda upp í Heiðmörk. Við fórum að svokallaðri Vígsluflöt og settum þar upp bækistöð.
Fuglasöngurinn var heldur daufur en mér fannst hljóðritun reynandi. Fyrst reyndi ég Sennheiser ME64. Þeir gáfu mjög skemmtilegan árangur en voru of viðkvæmir fyrir þeim litla andvara sem strau blíðlega um kinnar og hár. Niðurstaðan varð því ME62 í hefðbundinni uppsetningu, vísuðu hvor frá öðrum í u.þ.b. 45°
Vegna þess hve hljóðin voru dauf og fuglasöngurinn fjarlægur varð ég að auka styrk hljóðritsins gífurlega. Því fylgdi óhjákvæmilega dálítið suð - í raun þytur grassins og ýmislegt sem mannsheyrað greinir alls ekki undir venjulegum kringumstæðum. Þegar ég tók af mér heyrnartólin heyrði ég ekki ýmis hljóð sem skiluðu sér inn á minniskortið.
Þeir sem hafa tíma til að njóta þessa hljóðrits heyra í þröstum og hrossagauk sem gefur frá ser ýmis hljóð. Þá heyrist í himbrima sem sennilega var á Elliðavatni og í lokin lætur lóan heyra í sér. Þeim sem greina fleiri fugla er velkomið að skrifa athugasemdir við þennan pistil og skýra frá niðurstöðum sínum.
Upphaflega hljóðritið var gert í 24 bitum 44,1 khz.
Elín hélt til í bílnum nokkur hundruð metra frá. Þegar hljóðrituninni lauk hugðist ég hringja til hennar. En farsíminn var í ólagi og ég gat ekki hringt. Ég andaði því djúpt og hrópaði á hana. Ekkert fékk ég svarið nema bergmál skógarins og hrópaði því aftur af öllum kröftum. Þá svaraði Elín, kom og sótti bónda sinn.
Góð kona er gulli betri.
Flokkur: Fuglar | 15.5.2010 | 21:26 (breytt 21.5.2010 kl. 20:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 65293
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe, já góð kona er gulli betri.
Það fór ekki fyrir þér eins og Rauðhettu í þetta skiptið
Ja, ég fer ekki ofan af því að suðhreinsun gæti bjargað miklu. Á ég nokkar skemmtilegar upptökur frá dögum MiniDisksins. Þær allar mætti suðhreinsa. Ég er hinsvegar ekki svo vel búinn að hafa suðhreinsun í mínum sáraeinfalda Wavlab hugbúnaði. Ég hef viljað trúa því að upptökurnar eiga að vera það góðar að maður þurfi ekki að fikta við þær. Ég ætti kannski að fara endurskoða það og prófa suðhreinsun á upptökur sem ég hef áður talið hálf ónýtar. Ég hef lika staðið mig að því að taka ekki upp annars athygglisvert efni þar sem ljóst var að því mundi fylgja suð.
Magnús Bergsson, 18.5.2010 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning