Maður kemur heim til sín í leigubíl á rigningarmorgni

Það heyrist allt öðruvísi í umferðinni í rigningu en þurrviðri. Skvampið veldur talsverðum hávaða eins og flestir vita. Þeir sem búa við umferðargötur þurfa ekki að líta út um gluggann til þess að gá til veðurs. Þeir heyra það á umferðarniðnum að komin er rigning.

Meðfylgjandi hljóðrit greinir frá því er maður kom heim til sín í leigubíl á rigningarmorgni í nóvember 2007. Flest hljóð benda til þess að talsvert hafi rignt.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðomshljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband