Útidansleikur í Maastricht

Ég hef tvisvar komið til Maastricht í Hollandi, árið 1992 og 2005. Elín var með mér í bæði skiptin og árið 2005 slóst Hringur Árnason, þá á 11. ári, í för með afa og ömmu.

Ég eyddi tímanum að mestu á námskeiði um löggjöf Evrópusambandsins um málefni fatlaðra. Námskeiðinu lauk laugardaginn 25. júní. Veðrið var yndislegt og ákváðum við að skoða borgina. Á rölti okkar rákumst við á hóp fólks sem skemmtil sér konunglega við dans á litlu torgi. Á palli stóðu tveir tónlistarmenn, trumbuslagari og harmonikuleikari. Annar þeirra söng af hjartans list.

Leikur þeirra félaganna minnti mig á jólaböllin í Vestmannaeyjum í árdaga en þar léku menn alls kyns lög á trumbur og harmoniku, jafnvel bítlalög. Ég var með Nagra Ares BB hljóðpela meðferðis og dreypti ég á hann einu lagi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband