Kveðið í bjargi

Sumarið 2006 tókum við Elín á leigu íbúð í Örlygshöfn í Patreksfirði og gerðum þaðan út ásamt fjölskyldunni.

Látrabjarg heillaði og þangað fórum við einn daginn. Þetta var seinni hluta dags og hafgola nokkur. Ekki þorði ég of nærri brúninni heldur settist niður og beindi hljóðnemanum að bjargbrúninni. Þess vegna er skvaldrið e.t.v. nokkuð fjarlægt en samt áhrifamikið. Talsverð umferð ferðafólks torveldaði hljóðritunina og því varð hljóðritið styttra en gert var ráð fyrir.

Örlítið vindgnauð heyrist í vinstri rás og þytur golunnar í gróðrinum hægra megin. Notaður var Shure VP88 og Nagra Ares-M.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband