Í kvöld fórum við Elín út í fjöruna við Gróttu. Ég varð mér úti um Blimp-vindhlíf frá Röde, en Magnús Bergsson smitaði mig af blimp-sýkinni. Það var allsnörp suðvestan gola. Ég ákvað að nota Shure VP88 víðómshljóðnema. Golan var svo hvöss að ég neyddist til að skera af 100 riðunum á Nagra Ares BB+. Þarna bjargaði vindhlífin því sem bjargað varð við þessar aðstæður.
Þegar ég fór yfir hljóðritið síðar í kvöld reyndi ég að losna við eitthvað af goluskvaldrinu með lágtíðniafskurði, en það gerði bara illt verra. Þeir sem hafa gaman af að hljóðrita á voru vindblásna landi verða að leyfa vindinum að njóta sín öðru hverju. Magnús Bergsson er til dæmis snillingur í því. Ég hugsaði einnig að ég hefði e.t.v. átt að nota loðhlíf. Þá hefði ég misst eitthvað af hátíðninni og blikaskvaldrið hefði orðið ónýtt.
Ég birti hér tvö hljóðrit. Í því fyrra er þröngt hljóðhorn, en ég víkkaði það í seinna hljóðritinu. Ég reyndi einnig í þriðju tilraun að snúa hljóðnemanum þannig að hann vissi betur við fuglunum en þá varð vindurinn of yfirgnæfandi í annarri rásinni.
Elín Árnadóttir, sérlegur hljóðbloggsljósmyndari, tók þessa mynd í kvöld.
Meginflokkur: Fuglar | Aukaflokkur: Seltjarnarnes | 7.6.2010 | 23:09 (breytt 15.5.2012 kl. 22:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur náð þarna ágætis upptöku þó vindurinn sé greinilegur.
Varstu ekki með loðfeldinn yfir Blimp belgnum? Hann er aðal vindbrjóturinn þó belgurinn einn og sér geri líka gagn. Annars heyrist alltaf eitthvað í vindinum ef vindurinn er sterkur á hlið. En ef hægt er að láta vindinn blása á bakið á Blimp þá má vindurinn verða ansi sterkur til að hann heyrist.
Það er annars merkilega mikið lif á Nesinu. Var úti á Álftanesi síðustu helgi við hljóðritun, en mér fannst frekar dauft yfir fuglalífinu. Það var mikið af fugli en það heyrist ekki mikið í þeim. Spurning hvort þessar brauðgjafir sem maður sér stundum við tjörnina hafi svona mikið að segja?
Magnús Bergsson, 13.6.2010 kl. 02:45
Ég er svo nýr notandi Blimpsins að ég hafði ekki vit á að taka loðfeldinn með. Ég reyni það næst. Það kom mér á óvart hvað Shure VP88 reyndist vel og hyggst ég reyna hann oftar við umhverfishljóðritanir. Ég varð að vísa honum upp í vindinn vegna þess hvar fuglarnir voru. Annars hefði ég snúið honum undan vindi.
Ég komst einnig að því að sennilega er betra að taka hljóðnemann úr blimp-hlífinni þegar ekið er á milli staða. Hann virðist svo þungur að teygjufestingarnar gáfu sit. Fremur auðvelt varað kippa þessu í lag þegar heim kom og nú veit ég hvernig farið er að.
Arnþór Helgason, 13.6.2010 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning