Ég hef nokkrum sinnum hljóðritað umferð á Íslandi en ekki séð ástæðu til að birta afraksturinn. Einnig hef ég nokkrum sinnum hljóðritað umhverifið við tjarnarból 14 á Seltjarnarnesi. Svalirnar snúa í suðvestur og á bakvið er Nesvegurinn með sinni umferð.
Mér finnst ég búa í tiltölulega hljóðlátu umhverfi en veit þó að það yrði enn hljóðlátara ef ég byggi annars staðar á nesinu. Hljóðneminn getur blekkt álíka mikið og ljósmyndavélin og er afrakstur hljóðrits oftast nær í réttu samhengi við áhugamál þess sem hljóðritar. Þó getur það gerst að ýmislegt óvænt slæðist inn á minniskort tækisins.
Mánudaginn 7. júní á því herrans ári 2010 var stafalogn á Seltjarnarnesi framundir hádegi. Upp úr kl. 11 setti ég Shure VP88 hljóðnema út á svalir og nam hann um stund það sem gerðist í kring. Lítil umferð var um Tjarnarbólið en þó má greina ýmis merki þess að sumar hafi ríkt. Enginn ók um á negldum hjólbörðum. Það heyrist í nokkrum störrum, greina má ördaufan þrastasöng í fjarska, einhver notar slípirokk o.s.frv. Að baki er umferðin sem myndar þennan sífellda en breytilega hljóðgrunn höfuðborgarsvæðisins.
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkar: Fuglar, Samgöngur | 8.6.2010 | 09:48 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65164
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning