Hvernig hljóma togvíraklippur?

Togvíraklippurnar reyndust vel í baráttunni við landhelgisbrjóta (ljósmynd Elínar Árnadóttur)Þann 29. júní 2009 skoðuðum við hjónin okkur um á Ísafirði. Við eyddum allnokkrum tíma á Sjóminjasafninu sem er fyrir margra hluta sakir athyglisvert og mættu Vestmannaeyingar margt af Ísfirðingum læra í þeim efnum. Helst þótti mér á skorta að hljóð heyrðust úr horni. Einhver af gömlu bátunum með glóðarhausvél hefði mátt vera í gangi og minna á gamla daga.

Þegar við héldum áleiðis frá safninu sáum við hvar þrír piltar börðu einhver tól, en að sögn þeirra var verið að undirbúa þau undir málningu. Í ljós kom að þetta voru hinar frægu togvíraklippur sem ollu breskum togarasjómönnum sem mestu tjóni í síðustu þorskastríðunum. Féllust piltarnir á að leika listir sínar en ég hét þeim að útvarpa listaverkinu við fyrstu hentugleika. Því er hvaða útvarpsstöð sem er heimilt að senda þessa hljóðmynd út á öldur ljósvakans.

Vakin er athygli á heiti hljóðritsins. Áréttað skal að piltarnir voru þrír enda sannar myndin það svo að ekki verður um villst. Gaman væri að fá nöfn piltanna í athugasemd við þessa færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband