Þjóðrembusyrpa á sautjándanum og fleira gott

Við Elín tókum þátt í sautjándanum af lífi og sá, hún á upphlut og bóndi hennar á íslenska þjóðbúningnuml. Í Dómkirkjunni nutum við þess að hlusta m.a. á eftirspil Arnar Magnússonar sem lék stef úr Rímnadönsum Jóns Leifs, og um kvöldið nutum við þess sem á boðstólnum var í miðborg Reykjavíkur. Er þá öllu sleppt sem gerðist millum messu og aftans og hvorki minnst á menningu né allt fólkið sem við hittum.

Hljóðsýnin eru að þessu sinni 3. Staldrað við á Ingólfstorgi og hlustað á Varsjárbandalagið flytja íslensk-balkneska þjóðrembusyrpu, rölt eftir Lækjargötu í átt að Arnarhóli að hlusta á Hjaltalín og að lokum gengið eftir Aðalstræti. Notaðir voru örsmáir Sennheiser hljóðnemar sem festir voru á gleraugnaspangir og fór enn sem fyrr að fólk hélt að þetta væri nýjasta hjálpartækið mitt. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og tekið upp í 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

Fólki er eindregið bent á heimasíðu Varsjárbandalagsins á Fésbókinni, en þar getur það gerst aðdáendur þessarar skemmtilegu hljómsveitar, horft á myndbönd o.s.frv.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband