Enn meiri vindur - hljóðdreifingin

Í fyrrinótt gerði hvassviðri og hellirigningu að Flúðum. Það stytti upp með morgninum en áfram var stynningskaldi eða jafnvel hvasst.

Eftir hádegi var ég einn heima við og gerði tilraunir með vindhljóðritanir. Setti ég Shure VP88 í Blimp vindhlíf og stillti upp á svölunum fyrir vestan húsið. Fékkst mjög skemmtileg dreifing í vindinn. Hafði ég hvorki hljóðsíur á Nagra-tækinu né hljóðnemanum. Árangurinn varð eftir vonum, en best fór á að skera af neðstu 80 riðunum þegar hljóðið var unnið í tölvu. Þannig er fyrra hljóðritið, vindgnauð og máríuerla.

Í seinna hljóðritinu var rofi á hljóðnemanum stilltur þannig að hann sker 12 db neðan af 88 riðum og kom það mjög vel út. Þá hafði ég einnig bætt loðfelldi á vindhlífina og skaðaði það hátíðnisviðið minna en ég átti von á. Í þessu hljóðriti heyrast ýmis umhverfishljóð gegnum hvininn í vindinum og gróðrinum. Athygli hlustenda er sérstaklega vakin á hreyfingu vindsins. Það heyrist hvrnig vindhviðurnar færast til í gróðrinum framan við bústaðinn.

Notað var Nagra Ares BB+ tæki auk Shure VP88 víðómshljóðnema sem var stilltur á gleiðasta hljóðhorn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband