Grieg og sláttuvélin - hugmynd að píanókonsert

Við hjónin erum svo heppin að fyrir ofan okkur býr ungur píanóleikari, Birna Hallgrímsdóttir. Nú fæst hún við að æfa Píanókonsert Griegs. Ég stóðst ekki mátið upp úr kl. hálfsex í kvöld, þegar Elín var í önnum við að undirbúa kvöldmatinn, Birna að æfa sig og einhver að slá í nágrenninu. Þetta varð allt eitthvað svo heillandi hljóðsamsetningur, ég út á svalir með hljóðnema sem ég vísaði út í garðinn.

Fyrra hljóðritið var gert með ME-62 Sennheiser-hljóðnemum sem vísuðu í 90°. Við hið síðara notaði ég Sennheiser ME-64, en þeir eru stefnuvirkir. Hljóðmyndin úr þeim er gjörólík. Það er eins og vanti í hana ákveðna fyllingu. Betri en þrengri hljóðmynd hefði e.t.v. náðst hefði ég látið hljóðnemana vísa hvorn að öðrum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband