Nýjar hringhendur eftir Jóa í Stapa

Jóhann Guðmundsson - Jói í Stapa - í góðra vina hópi.

Fimmtudaginn 16. september síðastliðinn löguðum við Ingi Heiðmar Jónsson land undir fót og héldum norður í Austur-Húnavatnssýslu að hljóðrita. Árangur ferðarinnar varð meiri en við bjuggumst við og verður afraksturinn birtur á þessum síðum eftir því hvernig vinnslu efnisins vindur fram.

Í morgun var tekið hús á Jóhanni Guðmundssyni, landskunnum hagyrðingi, Jóa í Stapa, sem býr að Norðurbrún 9 í Varmahlíð. Á leið okkar hirtum við upp Álftagerðisbróðurinn Sigfús Pétursson. Jóii í Stapa var svo vinsamlegur að fara með nokkrar vísur. Þar af eru tvær sem aldrei hafa birst áður.

Jóhann er fæddur árið 1924 og yrkir sem aldrei fyrr. Hann er ótrúlega vel á sig kominn og stundar enn smíðar.

Ljósmyndina sendi Anna Heiðrún Jónsdóttir. Hún var tekin í Hótel Varmahlíð vorið 2006 þegar sveitungar hans glöddust með Jóhanni vegna útgáfu ljóðmæla hans sem nefnas Axarsköft.

Í upphafi viðtalsins spurði ég hvort Jóhann hefði ort eitthvað nýlega.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband