Ókeypis flugeldaskothríð

Um síðustu áramót hljóðritaði ég rúmlega 8 klst af áramótahljóðum. Tveimur Sennheiser ME62 var komið fyrir á ónefndum svölum. Hófst hljóðritun kl. 17:25 árið 2009 og lauk kl. 02:08 árið 2010.

Ýmsir hafa gaman af áramótahljóðum en geta ekki skotið upp flugeldum. Fylgir því þessari færslu um stundarfjórðungur mikillar skothríðar sem nýtur sín best í heyrnartólum eða góðum hátölurum. Þar sem mikið myndefni er til af ljósaganginum hefur ritstjóri ekki áhyggjur af því að menn verði sér ekki úti um þann hluta sýningarinnar. Hlustendur eru áminntir um að gæta þess að verða hvorki fyrir heyrnarskaða né eyðileggja hljómtækin.

Njótið vel. Einnig eru þakkaðar þær undirtektir sem hljóðbloggið heffur fengið. Haldið verður áfram á sömu braut og eftir áramótin verða birt viðtöl og frásagnir sem ekki hafa birst áður. Fleira er í bígerð og eru tillögur frá hlustendum einnig vel þegnar.

Ritstjóri óskar hlustendum árs og friðar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kærar þakkir fyrir þessi merkilegu hljóðrit og megi þau verða enn fleiri á komandi ári.

Gleðilegt nýtt ár.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.12.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband