Mig vantaði minnistæki um daginn og ákvað eftir nokkra íhuugun að kaupa Olympus. Leist mér þar einna best á LS11. Ég áttaði mig fljótlega á því að tækið er búið ýmsum kostum og getur framleitt hágæða hljóðrit, jafnvel þótt eingöngu séu notaðir innbyggðir hljóðnemar.
Olympus LS11 er um margt sambærilegt Nagra Ares-M að öðru leyti en því að hægt er að hljóðrita á 96 kílóriðum, en Nagra Ares-M fer hæst í 48 kílórið. Þá er ég ekki frá því að hljóðgæði hljóðnemanna sem hægt er að festa á Nagra séu heldur meiri en Olympus-hljóðnemanna.
En hvað um það. Olympus-tækið gefur ástríðufólki tækifæri til að hljóðrita það sem fyrir augu og eyru ber. Þótt ágætir svampar séu yfir hljóðnemunum truflar vindurinn hljóðritanirnar og verður því einatt að nota afskurð sem hægt er að stilla á tækinu.
Hljóðnynd dagsins er þríþætt.
Fyrst er beðið við biðskýlið skammt austan við mót Laugavegar og Hátúns. Þá er dokað við vestan við miðstöðina á Hlemmi, en þar var fremur dauft yfir mannlífinu um kl. 16:30. Þó er greinilegt að Reykjavík er orðin að fjöltungnaborg.
Ég vek sérstaka athygli á hljóðritinu u.þ.b. þegar 7 mínútur eru liðnar. Þá kemur strætisvagn inn á stæðið vestan við hlemm og menn geta heyrt þegar fólk hraðar sér í báðar áttir. Lokið augunum og sjáið þetta fyrir ykkur. Jafnvel ég sé skuggana af vegfarendunum.
Að lokum er skrölt áleiðis með leið 11 vestur í bæ. Öflugir blásarar voru í gangi og lítið heyrðist í leiðsögninni.
Full ástæða er til að hljóðrita vetrarhljóð höfuðborgarsvæðisins. Ef til vill væri ekki úr vegi að sækja um styrk til slíks verkefnis og nýta þá hágæðabúnað til verksins.
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Reykjavík | 19.1.2011 | 23:03 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning