Davíð Oddsson og Jón Baldvin á ríkisstjórnarfundi

Magnús Halldórsson, útvarpsvirkjameistari, er fæddur í bolungarvík árið 1923. Hann gerði ungur munn hörpuna að lífsförunaut sínum.

Árið 2006 hljóðritaði hann nokkur lög á geisladisk hjá ríkisútvarpinu og færði mér eintak hans. Það varð til þess að ég útvarpaði við hann örstuttu samtali í þættinum Vítt og breitt 4. janúar 2007. Í lok þessa samtals flutti hann brot úr tónverki sínu sem nefnist Viðeyjarstjórnin þar sem lýst er samskiptum þeirra félaga, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar. Síðar útvarpaði ég mun lengra samtali við Magnús þar sem hann sagði frá lífshlaupi sínu. e.t.v. verður það birt hér síðar.

Fyrra lagið sem heyrist er af diski Magnúsar. Tónverkið um Davíð og Jón Baldvin var hljóðritað í stofunni hjá Magnúsi. Notaður var Sennheiser ME62 og Nagra Ares-M.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband