Þrastakliður á Stöðvarfirði

Sunnudaginn 8. maí voru fjórir drengir fermdir í kirkjunni á Stöðvarfirði og var því segin saga að íbúarnir voru önnum kafnir við að sækja fermingarveislur þann daginn.

Okkur hjónunum veittist sá heiður að vera boðið til einnar veislunnar og þegar hún stóð sem hæst vorum við kölluð í aðra. Það er ævinlega gott og gaman að heimsækja stöðvfirskt vinafólk og finna þann hýhug sem á móti okkur andar.

Í dag gengum við hjónakornin út með firðinum og upp í skógræktina sem er sunnan fjarðarins. Að sjálfsögðu bar þar mest á söng skógarþrasta, en mófugla heyrðum við í fjarska. Ekki komumst við í námunda við mófuglana til þess að hljóðrita kvak þeirra, en þrestirnir létu sitt ekki eftir liggja.

Í dældinni þar sem ég stóð var stafalogn og því var unnt að stilla Olympus LS-11 á mesta styrk. Í fjarska heyrist Ægir gamli gæla við gamla Frón.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband