Kínverskir ættjarðarsöngvar og fleira gott í Hofi himinsins

Loftið ómar af ljúfum söng (ljósmynd: Lv Yanxia) 

 

 

Sunnudagsmorguninn 30. október síðastliðinn lögðum við Lv Yanxia leið okkar í garðana við Hof himinsins í Beijin, en þar safnast fólk saman um helgar og skemmtir sér. Andrúmsloftið er einstakt og einna líkast þjóðhátíð Vestmannaeyja eða menningarnótt í Reykjavík. Þar skemmtir sér hver á sinn hátt. Loftið ómar af alls konar tónlist og hverju því sem lýsir gleði fólks.

Í görðunum eru einnig hljóðir staðir þar sem menn geta notið næðis með ys og þys í fjarska.

Í einu hliðanna að hofinu var 50-100 manna kór sem söng hástöfum ættjarðarsöngva. Leikið var undir á ýmis hljóðfær s.s. ásláttarhljóðfæri, Sheng-munnorgelið, Dizi-bambusflautu, Erhu-fiðlu, harmoniku o.s.frv. Lögin eru þessi.

Söngur úr Kóreustríðinu 1950-53, Óður til þjóðfánans og Fimmtándi máninn.

 

Þá héldum við áfram göngu okkar um garðinn og námum staðar hjá þremur munnhörpuleikurum. Léku þeir hluta úr fyrsta þætti ballettsins, Hvíthærðu stúlkunnar. Síðan söng fullorðin söngkona ástarsöng, sem vinsæll var í Kína fyrir nokkrum árum.

 

Ljósmynd birt síðar.

 

IN ENGLISH

 

On the Sunday morning of October 31, I went with Lv Yanxia to the gardens surrounding the Temple of Heaven in Beijing. During the weekends people gather there for all kinds of entertainments. The atmosphere is wonderful, just like the greatest festivals in Iceland. The air is filled with the sound of music and everythings which makes people feel enlighted and happy.

 

In one of the gates to the temple, a quire of 50-100 people sang songs in praise of the heroes from the Corean war 1950-53, a song to the Red flag an finally we recorded the music of The Fifteenth Moon.

Instruments like Sheng, Erhu and accordions could be heard as well as other chinese instruments.

 

Then we moved on to a more quiet place. There 3 people played the harmonicas. First we recorded a theme from the 1st movement of the ballet of The Whitehaired Girl. Then an elderly woman sang a lovesong, quite popular in China some years ago.

 

A photo will be added later.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband