Af séra Jóni Ísleifssyni

Af séra Jóni Ísleifssyni 

Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, er einna skemmtilegastur þeirra Íslendinga, sem nú eru á dögum. Nú er nýkomin úr prentsmiðju bókin „Sigurður dýralæknir". Sigurður lýsir bókinni svo:

„Hún fjallar um ævi mína fram að utanferð til náms. Í bókinni eru sögur um ýmsa sérkennilega menn sem eg hefi mætt á lífsferðinni eða heyrt um frá mínu fólki og alþýðlegar frásagnir af nokkrum búfjársjúkdómum. Þessa bók hefeg skrifað að mestu leyti sjálfur með góðri aðstoð Gunnars Finnssonar fyrrum skólastjóra, frænda míns frá Selalæk.

Viðmiðunarverð í bókabúð er kr. 5980,- Verð í Eymundsson er kr 5.999 í dag. Verð í Bónusi í morgun sýndist mér aftur á móti vera kr 4.385.- (Bónus gamli er reyndar lítt útreiknanlegur og getur hækkað og lækkað slíkt tilboð frá degi til dags, jafnvel innan dags).

Ég mun afhenda bókina áletraða þeim sem óska fyrir kr 4.500.- meðan birgðir endast. Eg fekk nokkra tugi af bókum á afsláttarverði frá forlaginu. Þá myndi sendingarkostnaður falla niður. Ef einhverjir vilja fá bókina senda, er það hægt. Þá leggst við burðargjald með fóðruðu umslagi kr 1155.- Sending í póstkröfu yrði um kr 1500.- á hverja sendingu.

Framhaldið af þessari bók er væntanlegt að ári með frásögnum af dýralæknisnámi, störfum og baráttu við pestir og við andleg og veraldleg yfirvöld. Inn í þann texta verður fléttað skemmtisögum eins og í þessu bindi, sem boðið er til kaups. Þar verða einnig vísur og ljóð og á geisladiskum, greyptum í bókarkápu, frumsamin sönglög og messusvör auk passíusálma, sem eg hefi sett þekkt kvæðalög við."

 

Sigurður las upp úr bókinni kaflann um séra Jón Ísleifsson, á Iðunnarfundi 4. þessa mánaðar. Hljóðritið er birt með samþykki hans.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband