Bláa dísin heimsækir útvarpið annað kvöld. Svavar.
Sumarið áður lék Hljómsveit Svavars Gests fyrir dansi á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Mig bar þar að, sem hljóðfæraleikari í hljómsveitinni var að spjalla við einhvern Vestmannaeying og þegar hlé varð á samræðunum, spurði ég: Afsakið, eruð þér í Hljómsveit Svavars Gests?
Hljóðfæraleikarinn, sem var reyndar gítarleikari og hét Örn Ármannsson, spurði, hver væri svona kurteis og vakti athygli Svavars á þessum 9 ára gamla snáða, sem kunni að þéra. Þar með hófust kynni okkar Svavars, sem stóðu á meðan báðir lifðu.
Svavar komst að því að ég hefði gaman af að búa til lög og fékk mig til þess að leika nokkur þeirra fyrir sig inn á segulband. Þeim hef ég nú flestum gleymt. Þar á meðal var rúmban Bláa dísin, sem ég setti saman norður á Laugarbakka í Miðfirði mánudaginn 28. ágúst sumarið 1961, en þar vorum við tvíburarnir og móðir okkar í heimsókn hjá heiðurshjónunum Skúla Guðmundssyni og Jósefínu Helgadóttur. Svavar ákvað að taka Bláu dísina til flutnings í þætti, sem var á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda, en þeim þáttum var útvarpað um árabil á þrettándanum. Hann fékk Jón Sigurðsson, trompetleikara, til þess að leika lagið með hljómsveitinni.
Frumritþáttarins hefur ekki varðveist hjá Ríkisútvarpinu. Veturinn 1990-91 sá Svavar um þætti sem hann nefndi Sungið og dansað í 60 ár, þar sem rakin var saga íslenskrar dægurlagatónlistar. Í þættinum, sem fjallaði um dægurlagahöfunda frá Vestmannaeyjum, lék hann hljóðrit af Bláu dísinni. Einhver hefur hljóðritað þáttinn úr langbylgjuútvarpi, eins og heyra má á meðfylgjandi hljóðriti.
Hér birtist nú Bláa dísin enn á ný í tilefni þess að þann 6. janúar verða liðin 50 ár frá frumflutningi hennar. Svavar og hljómsveit hans léku lagið á tónleikaferðum sínum um landið þá um sumarið og lék þá Finnur Eydal laglínuna á klarínett. Þá útgáfu heyrði ég í Vestmannaeyjum og fannst hún jafnvel hljóma betur en trompet-útgáfan.
Ekki man ég nú, hvers vegna ég skírði lagið Bláu dísina. Sennilega er fyrirbærið komið úr sögunni um spýtustrákinn Gosa, en þar varð Bláa dísin honum bjargvættur.
Því miður eru hvorki varðveitt frumrit á Ríkisútvarpinu af þáttum Svavars á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda. Veturinn 1964-65 sá Svavar um þáttinn Á svörtu nótunum, þar sem hann kynnti íslensk og erlend dægurlög. Þar á meðal flutti hann lag Oddgeirs Kristjánssonar Þar sem fyrrum við texta Ása í Bæ og miðvikudaginn 24. mars árið 1965 voru á dagskrá þáttarins lög eftir okkar tvíburana. Mitt lag hét Heimþrá og var í fremur Shadows-legri útsetningu. Sennilega finnst það lag nú hvergi nema í minni höfundarins.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Minningar, Vinir og fjölskylda | 4.1.2012 | 18:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessu, en leiðinlegt hvað mikið hefur tapast af svona upptökum.
Þetta er hinsvegar alveg dæmalaust góð upptaka ef hún hefur verið hljóðrituð upp úr langbylgju.
Magnús Bergsson, 19.1.2012 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning