Trumbueyja tilheyrir borginni Xiamen, sem einnig er kölluð Amoy, og er í Fujian fylki á suðaustur-strönd Kína, andspænis Taiwan. Loftslagið í Xiamen er einstaklega þægilegt og laðar til sín fjölda ferðamanna. Þar var okkur tjáð að Íslendingar rækju kaffihús og Jónína Bjartmarz hefur starfrækt þar gistiheimili. Þar bjó Oddný Sen á árunum 1922-37 ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.
Gulan-eyja er líkust paradís á jörðu, gróðursæl og laus við umferðargnýinn, sem fylgir stórborgum. Þar fara menn ferða sinna gangandi eða hjólandi, en ferðamönnum er ekið um í rafknúnum bifreiðum. Því miður mistókst mér að hljóðrita rafbílana, þar sem ég gaf Olympus LS-11 tækinu ekki nægan tíma til að hefja hljóðritun. Ég gat sjálfum mér um kennt, því að ég notaði ekki heyrnartól.
Íslendingum finnst stundum mannmergðin í Kína yfirþyrmandi að sama skapi og það þyrmir yfir marga Kínverja, þegar þeir skynja í fyrsta sinn á ævinni magnþrungna þögnina fjarri byggðum bólum hér á landi.
Þegar við gengum um borð í ferjuna rétt fyrir kl. 10 að morgni var heldur en ekki handagangur í öskjunum og margt um manninn. Fyrra hljóðritið lýsir því, þegar farið er um borð í ferjuna og hún leggur úr höfn. Eindregið er mælt með því að fólk hlusti með heyrnartólum.
Seinna hljóðritið var gert þegar við vorum komin um borð í ferjuna á leið í land. Þá var ekki alveg jafnmargt um manninn. Í fyrra hljóðritinu heyrast atugasemdir mínar og samferðamanna minna.
IN ENGLISH
Xiamen is in Fujian Province in Southeast China. The name means actually "The Gate to China".
These recordings were made on October 22 2011, when a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited Gulan Island, located just outside the coast. In the first recording we are going onboard a ferry and in the second recording we are heading back to the mainland.
A visit to Xiamen is strongly recommended. The climate is just like a paradise as well as the landscape and many other things.
I carried with me an Olympus LS-11 recorder. Headphones are recommended for listening.
Meginflokkur: Kínversk málefni | Aukaflokkar: Ferðalög, Vélar, China | 22.2.2012 | 14:26 (breytt 20.7.2012 kl. 22:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning