Fjörutíu ára farsæld - um sigurgeir Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness

 

Sigurgeir Sigurðsson var í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Seltjarnarness í 40 ár og þar af sveitar- og bæjarstjóri í 37 ár (1965-2002. Það var því heil kynslóð Seltirninga sem ólst upp á tímabili hans.

Veturinn 2006, fjórum árum eftir að hann lét af starfi bæjarstjóra og hætti í bæjarstjórninni, varð að ráði að hann segði mér af ævi sinni. Ríkisútvarpið hafði áhuga á að útvarpa þætti um hann daginn eftir bæjarstjórnakosningarnar þá um vorið og taldi það sæma „þessum nestor íslenskra sveitarstjórnarmanna", eins og það var orðað í tölvuskeyti frá Ríkisútvarpinu.

Sigurgeir tók það skýrt fram að hann vildi gjarnan að samherjar sínir og andstæðingar segðu kost og löst á sér, enda ætti þátturinn ekki að verða nein lofræða. Eftir að ég hafði unnið þáttinn þótti mér frásögnin svo heilsteypt og góð, að ég hvarf frá þessu ráði og féllst hann á það.

Það hefur lengi verið ætlunin að setja þáttinn fjörutíu ára farsæld á hljóðbloggið og veitti Sigurgeir mér heimild til þess veturinn 2010, skömmu eftir að þessi síða var stofnuð. en af ýmsum ástæðum dróst það.

Myndir af Sigurgeiri er að finna m.a. í Ljósmyndasafni Seltjarnarnesss og er mönnum m vísað á þessa tengingu:

Úr fórum ljósmyndasafns Seltjarnarness

 

Tæknilegar upplýsingar

 

Samtölin voru hljóðrituð í febrúar og mars 2006 að heimili Sigurgeirs. Notaðu var Nagra Ares-M hljóðriti og Senheiser ME-62 hljóðnemi. Sigurgeir hélt sjálfur á hljóðnemanum, enda hefur sú aðferð gefist einkar vel, þegar um samfellda frásögn er að ræða. Vi kynningar var notaður Senheiser ME-65 hljóðnemi.

Þátturinn var unnin með Soundforge-hugbúnaði frá Sony.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband