Birkið skýldi hljóðnemunum - The Birch protected the microphones

Gróðurinn veitti skjól gegn hvassri norðanáttinni (ljósmynd: Elín Árnadóttir)

Ef bæjarheitinu Dæli er flett upp í kortasafni Nokia koma upp sambærileg nöfn í Kína, á Balí og Noregi auk Dælis í Víðidal.

Á ferð okkar hjóna um Norðurland í júnílok gistum við að Dæli í Víðidal, en þar hefur verið starfrækt ferðaþjónusta frá árinu 1988. Síðast gistum við þar fyrir 15 árum og eigum mjög góðar minningar um dvölina.

fyrir framan gamla íbúðarhúsið, þar sem við gistum er garður með dálitlum birkilundi. Þar var hljóðnemunum komið fyrir í MS-uppsetningu í skjóli fyrir hvassri norðangolunni. Hafist var handa við að hljóðrita um morguninn.

Þetta hljóðrit er glöggt dæmi um þá erfiðleika sem menn stríða við, þegar íslensk náttúra er hljóðrituð. Mófuglar halda sig yfirleitt í hæfilegri fjarlægð, en fuglar eins og hrossagaukur og þrestir koma stundum býsna nærri. Þess vegna er talsvert ójafnvægi í hljóðritinu og svo virðist sem gjamm hrossagauksins sé yfirþyrmandi. Ýmsir fleiri fuglar koma fram. Vakin skal athygli á rjúpu, en að öðru leyti verður ekki fjölyrt um fuglana. Vindurinn leikur sér að greinum og laufi trjánna og þýtur einnig í grasinu.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðrit og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

when I looked up the location of the farm Dæli in Northwest-Iceland with my GPS-system of Nokia mobile phone, I found several names similar to the Icelandic one in Bali, China and Norway.

On our travel in Northern-Iceland in the end of June I and my wife stayed at Dæli in Víðidalur, Northwest-Iceland for one night. The old farmhouse has been used as a guesthouse since 1988 and we had stayed there once before (in 1997) and had very good memories of our staying there.

It was rather windy from the north and a lot of noise both from the wind, leaves and the grass. In front of the farmhouse is a grove of Birch trees. There I placed the microphones in a MS-setup, placed inside a blimp windshield. This recording is a typical example of the problems occurring when trying to record the natural sounds of Iceland. Some of the birds were quite distant while the Redwings and the Redshanks were quite close with their trident sounds. Please note the burping sound of the ptarmigan.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Ósköp er þetta nú notaleg upptaka. Þú hefur náð Rjúpuni ágætlega. Hún hefur verið til staða á mínum upptökum en því miður alltaf í mikilli fjarlægð.

Magnús Bergsson, 17.7.2012 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband