Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.
Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.
Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.
Two young rhapsodists
At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.
These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.
Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.
Meginflokkur: Kveðskapur og stemmur | Aukaflokkar: Ljóð, Music, Tónlist | 10.11.2012 | 15:09 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki ónýtt að fá svo góða upptöku af atriðinu hjá þeim systrum. Bestu þakkir fyrir það. Ég smelli hér með fyrir neðan textanum við vísurnar sem þær kváðu.
Bestu kveðjur, Helgi
Innipúkavísur
Grenji skýin grá í vind
gaular vatn í rennum.
Gluggar viðra vota mynd
varla út þá nennum.
Allskyns dót og ágæt spil
á og dúkku og bangsa
Ekki er skrítið ef ég vil
inni í regni hangsa.
Meðan gegnvot gráta ský
gaman finnst mér inni.
Gleðst ég þá við hopp og hí
með henni systur minni.
Helgi Zimsen (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning