Leiðsögn og hljóðrit í snjallsímum

Hér eru nokkur hagnýt atriði um notkun snjallsíma (byggð á Samsung S III), einkum ætluð blindu og

Hér eru nokkur hagnýt atriði um notkun snjallsíma (byggð á Samsung S III), einkum ætluð blindu og sjónskertu fólki, sem vert er að hafa í huga:

 

  1. Í nýjustu uppfærslu Android 4.3 er hægt að kveikja og slökkva á Talkback forritinu án þess að fara í aðgengisvalmyndina. Það er gert með því að halda rofanum hægra megin inn í 2-3 sek. Þar er einnig hægt að kveikja aftur á Talkbadk. Þetta getur hentað þeim sem nota eingöngu Talkback, ef aðstoð sjáandi einstaklings þarf til þess að stilla atriði sem eru ekki aðgengileg eða ef síminn er lánaður óblindum einstaklingi. Blindur einstaklingur getur kveikt aftur á Talkback með því að endurræsa símann. Það er gert með því að halda rofanum á jaðrinum hægra megin inni í um 8-12 sek. Þegar síminn lætur vita að hann sé vaknaður eru tveir fingur lagðir á skjáinn þar til Talkback kveikir á sér.

 

  1. Rétt er að stilla aðgengislausnina þannig að hún birtist á skjá símans þegar stutt er á aflrofann og honum haldið inni í um 2 sekúndur. Það er mun fljótlegra að komast þannig inn í aðgengið en að fara gegnum allar stillingarnar. Ef þessi stilling er ekki fyrir hendi er farið í aðgengið og valin aðgerðin „nota aflrofa“.

 

  1. Í símanum er skemmtilegur hljóðriti sem kallast „Raddupptaka“. Hann var aðgengilegur í forritasafninu (atriði nr. 12 í Mobile Accessibility valmyndinni) síðast þegar vitað var. Þegar hnappurinn „Taka upp“ hefst hljóðritun og hægt er að gera hlé með því að styðja á „hlé“. Hljóðritið er vistað þegar stutt er á hnappinn „Stöðva“. Hægt er að nálgast hljóðritið með því að tengja símann við tölvu og fara í skrána „Sounds“. Þá birtast hljóðskjölin sem merkt eru Tal 001, Tal 002 o.s.frv. Hljóðsniðið er M4. Innbyggður hljóðnemi símans skilar furðumiklum gæðum. Hægt er að fá ódýra hljóðnema hjá Tónastöðinni og ef til vill víðar. Þeir eru tengdir við USB-tengi símans. Ef fólk hefur hljóðritað ýmislegt er hægt að spila hljóðritin með því að fara í raddupptöku, velja lista yfir hljóðritin og snerta skjáinn við hvert og eitt þeirra.

 

Á netinu eru fjölmörg hljóðritunarforrit sem gefa kost á mun fullkomnari stillingum en Raddleid. Sérstaklega er mælt með Audiolog hljóðritanum sem aðgengilegu forriti.

Sjá einnig meðfylgjandi hljóðrit: Leiðsögn í farsímum.

 

Góða skemmtun.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband