Suð fyrir eyra - útvarpsþáttur frá 1999

Árið 1999 gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið sem nefndist Suð fyrir eyra. Fjallaði hann um þennan leiða kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í þættinum er lýst súrefnismeðferð og rætt við lærða og leika um fyrirbærið.

Í upphafi þáttarins heyrist suð, en mér tókst að búa það til með því að setja hljóðnema innan í heyrnartól og skrúfa síðan upp styrkinn á hljóðrituninni. Þegar ég leyfði Garðari Sverrissyni að heyra suðið, hrópaði hann: “Þetta er suðið mitt”!

Og þetta er einnig suðið mitt.

Tæknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tæknimaður Ríkisútvarpsins sá um að færa þáttinn á segulband.

Fjöldi fólks hefur fengið afrit af þættinum. Nú er talin ástæða til að setja hann á netið.

Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er þess óskað að getið sé hvaðan þátturinn sé kominn.

Eindregið er mælt með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Áhugaverður þáttur.
Ég hef greinilega misst af honum á sínum tíma.
Takk fyrir að deila þessu.

Magnús Bergsson, 2.12.2014 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband