Vinnuslys á sjó

Haustið 1996 fótbrotnaði ég og lá á Borgarspítalanum í tæplega viku. Um svipað leyti stórslasaðist Jóhann Páll Símonarson, sjómaður, um borð í Brúarfossi er hann var við störf í Færeyjum. Hann var fluttur til Íslands og lenti á sömu stofu. Með okkur tókst vinátta.
Við ræddum saman um öryggismál sjómanna og árið 1999 gerði ég útvarpsþáttinn Vinnuslys á sjó. Þættinum var útvarpað í dymbilviku þegar fá skip voru á sjó og á þeim tíma sem flestir eyða fyrir framan sjónvarpstækin. Því hlustuðu fáir sjómenn.
Ýmislegt hefur gerst síðan þessum þætti var útvarpað og margt breyst til betri vegar. Þessir eru viðmælendur í þættinum:
Jóhann Páll Símonarson les skeyti sem hann sendi Halldóri Blöndal, samgöngumálaráðherra, , Örn Hilmisson, Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun, Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna, Gunnar Tómasson, þáverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, Jóhann Páll símonarson, Eyþór Ólafsson hjá Eimskipafélagi Íslands, Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs.
Tónlistin í þættinum er eftir Sigfús Halldórsson.
Notaðir voru Sennheiser ME62 og ME65 hljóðnemar. Hljóðritað var með Sony MD30 minidisktæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Arnþór Helgason.

Ég vil byrja að þakka þér fyrir þetta viðtal sem þú tókst við mig fyrir nær 20 árum síðan. Margt hefur skeð síðan og margt er að koma í ljós eftir þessi ár. Eftir stendur minningar um góðan og vandaðan þátt sem þú gerðir um öryggismál sjómanna.Ríkisútvarpið hefur ekki enn séð sér fært að halda áfram þáttagerð að svipuðum toga með þig að leiðarljósi.

Kærar þakkir.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 19.2.2015 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband