Apinn sem keypti grænmeti og aura - Birgir Þór Árnason í hljóðmynd

Fimmtudaginn 8. október 2008 útvarpaði ég stuttum þætti um börnin í leikskólanum í Tjarnarási í Hafnarfirði. Þátturinn hverfðist um Birgi Þór, barnabarn okkar Elínar sem þá var þriggja ára. Sagði hann mér þá söguna um apann sem keypti bæði grænmeti og aura og Krista Sól Guðjónsdóttir sagði frá músinni sem renndi sér niður rennibrautina.
Í morgun bauð Hrafnkell Daði, yngsti bróðir Birgis Þórs okkur föður sínum í morgunmat. Hann er nú í Tjarnarási eins og eldri bræðurnir, Birgir Þór og Kolbeinn tumi.
Þátturinn er í fullum hljóðgæðum. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var með Sennheiser MD21U og Shure VP88 hljóðnemum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband