Báðar eru þessar vélar afar hljóðlátar. Á meðan ég var atvinnulaus hlustaði ég stundum eftir hljóðum vélarinnar á meðan hún þvoði og ég lét hugann reika. Tók ég þá eftir því að hljóðin voru margvísleg og ólík eftir því hvað þvegið var. Til dæmis þykir vélinni gaman að þvo stóra potta og önnur ílát sem hljóma vél.
Þriðjudaginn 9. október 2007 fannst mér liggja óvenjuvel á vélinni og var greinilegt að eitthvað skemmtilegt sýslaði hún við. Ég sótti því hljóðrita og hljóðnema og stillti upp framan við hana. Þá heyrðust enn fleiri hljóð en ég hafði áður greint, en hljóðneminn var í u.þ.b. 30 cm hæð frá gólfi.
Vélin er svo taktföst að hæfileikaríkur tónlistarmaður getur auðveldlega notað undirleik hennar sem viðbót eða undirstöðu í eitthvert ofurskemmtilegt lag eða tónverk. Skyldi ég geta sótt um styrk frá siemens til að semja næsta Evróvisjónlag? Hver veit nema það ryki upp í fyrsta sæti og Íslendingar fengju efnahagsaðstoð frá Þjóðverjum til að halda keppnina.
Fái einhver annar þessa hugmynd eftir lestur þessa pistils og verði fyrri til en ég óska ég honum góðs gengis.
Heimilishljóð | 31.5.2010 | 23:12 (breytt kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðfylgjandi hljóðrit greinir frá því er maður kom heim til sín í leigubíl á rigningarmorgni í nóvember 2007. Flest hljóð benda til þess að talsvert hafi rignt.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðomshljóðnema.
Vatnið | 30.5.2010 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég pantaði mér leigubíl út að Bakkatjörn um kl. 05:40 og var komin þangað upp úr kl. 6. Ég setti upp hljóðnema á lágum standi og voru þeir u.þ.b. 40 cm frá jörðu. Kyrrð var á og, dúnalogn og breyskjuhiti. Sólin skein í heiði og allt lék í lyndi.
Ég hófst handa nokkuð norðan við svanslaupinn en færði mig svo um set því að mig langaði að komast nær spjalli þeirra. Þá þögnuðu þeir.
Í þessum hljóðritum ber mest á kríunni. Einnig koma við sögu nokkrar andartegundir, lóa, þúfutittlingur, mávar , flugur o.s.frv. Ef grannt er hlustað heyrist í seinna hljóðritinu ördauft í hávellu en hún greinist betur í fyrra hljóðritinu. Sennilega hefur vinstri framlengingarleiðslan bilað hjá mér og því er dálítið suð á vinstri rás þegar líður á hljóðritið.
Ekkert er skorið af hátíðninni í þessu hljóðriti en ráðist að 80 riðum til þess að draga úr ofurþungum undirtóni.
Þegar ég ákvað að halda heim á leið vandaðist málið. Símastúlkan á Hreyfli sagði að gatan Bakkatjörn væri ekki á skrá hjá sér og ekki dugði að biðja hana að segja bílstjóranum að halda áleiðis út á golfvöll Seltjarnarness. Málið leystist farsællega þegar konan spurði mig við hvaða götu Bakkatjörn væri. Ætli ég sé orðinn svo mikill Seltirningur að ég haldi að nesið sé nafli alheimsins? Hvar er hann þá ef ekki á Seltjarnarnesi?
Fuglar | 24.5.2010 | 17:08 (breytt 15.5.2012 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Sólveig Eggerz er landskunn fyrir list sína. Hún varð fyrst manna hér á landi til að mála á rekaviðarspýtur og báru þau verk hróður hennar víða um lönd.
Að undanförnu hefur Sólveig orðið að leggja olíulitina á hilluna og hefur tekið að mála með akríl-litum í staðinn. Í meðfylgjandi viðtali lýsir hún listsköpun sinni og því hvernig hún hefur tekist á við breyttar aðstæður.
Sólveig fæddist 29. maí árið 1925 og verður því 85 ára á kosningadaginn. Sjálf hefur hún það eftir einum dóttursonarsyni sínum að hún sé 29 ára og ætlar að vera það svo lengi sem henni endist aldur.
Viðtalið var hljóðritað í samkomusal Hrafnistu í Hafnarfirði 23. maí 2010.
Menning og listir | 24.5.2010 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að því búnu var ákveðið að ganga kringum golfvöllinn. Hófst ég handa við að hljóðrita margæsaflokk sem kom flögrandi. Ég stóð við jaðar golfvallarins og hleypti það kapp í kinn Breta nokkurs sem skaut að mér golfkúlu. Lenti hún skammt frá mér en engin hola var í þá stefnu.
Við gengum áfram meðfram vellinum og námum næst staðar til þess að hljóðrita meira af kríugargi. Í hljóðritinu má greinilega heyra að krían lætur ekki golfspilarana trufla sig.
Næst var hljóðnamunum beint að fjörunni og kríuskvaldrið hljóðritað. Talsvert virðist af kríu úti í Suðurnesi og jafnvel meira en í fyrra. Þó er þetta vart svipur hjá sjón miðað við það sem gerðist fyrir aldamót.
Að lokum ókum við niður að Reykjavíkurtjörn. Ys og þys borgarinnar blandaðist við álfta- og kríugarg á tjörninni.
Stafalogn var á svo að ég freistaðist til að hljóðrita án þess að skera nokkuð af 100 riðunum. Þó varð ég að láta tilleiðast við tjörnina því að undirtónn umferðarinnar reyndist of djúpur.
Hljóðritin eru hér í 16 bita upplausn og 44,1 khz.
-
Fuglaskvaldur og bifreiðahjál við Bakkatjörn (hljóðrit)
-
Margæsaskvaldur og ofbeldisfullur Breti (hljóðrit)
-
Hljóðmynd af sambúð kríu og manna (hljóðrit)
-
Kríuflokkur í fjörunni (hljóðrit)
-
Umferðargnýrinn berst austan frá Fríkirkjuvegi og af Hringbrautinni. Hann er ótrúlega áleitinn en fuglaskvaldrið er samt yndislegt. (Hljóðrit
Fuglar | 22.5.2010 | 11:15 (breytt kl. 11:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var svo gott að ég gat notað Shure VP88 hljóðnema án þess að verja hann með vindhlíf. Hljóðritað var með Nagra Ares-M á 44,1 kílóriðum.
Minningar | 21.5.2010 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá var haldið í Fossvogsdalinn. Þar var logn en engir fuglar komnir á kreik. Umferðarhávaðinn var einnig ærandi svo að ákveðið var að halda upp í Heiðmörk. Við fórum að svokallaðri Vígsluflöt og settum þar upp bækistöð.
Fuglasöngurinn var heldur daufur en mér fannst hljóðritun reynandi. Fyrst reyndi ég Sennheiser ME64. Þeir gáfu mjög skemmtilegan árangur en voru of viðkvæmir fyrir þeim litla andvara sem strau blíðlega um kinnar og hár. Niðurstaðan varð því ME62 í hefðbundinni uppsetningu, vísuðu hvor frá öðrum í u.þ.b. 45°
Vegna þess hve hljóðin voru dauf og fuglasöngurinn fjarlægur varð ég að auka styrk hljóðritsins gífurlega. Því fylgdi óhjákvæmilega dálítið suð - í raun þytur grassins og ýmislegt sem mannsheyrað greinir alls ekki undir venjulegum kringumstæðum. Þegar ég tók af mér heyrnartólin heyrði ég ekki ýmis hljóð sem skiluðu sér inn á minniskortið.
Þeir sem hafa tíma til að njóta þessa hljóðrits heyra í þröstum og hrossagauk sem gefur frá ser ýmis hljóð. Þá heyrist í himbrima sem sennilega var á Elliðavatni og í lokin lætur lóan heyra í sér. Þeim sem greina fleiri fugla er velkomið að skrifa athugasemdir við þennan pistil og skýra frá niðurstöðum sínum.
Upphaflega hljóðritið var gert í 24 bitum 44,1 khz.
Elín hélt til í bílnum nokkur hundruð metra frá. Þegar hljóðrituninni lauk hugðist ég hringja til hennar. En farsíminn var í ólagi og ég gat ekki hringt. Ég andaði því djúpt og hrópaði á hana. Ekkert fékk ég svarið nema bergmál skógarins og hrópaði því aftur af öllum kröftum. Þá svaraði Elín, kom og sótti bónda sinn.
Góð kona er gulli betri.
Fuglar | 15.5.2010 | 21:26 (breytt 21.5.2010 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Fyrir nokkrum árum stofnaði hún kaffihús á vefnum
www.cafesigrun.com
Þar eru í boði ókeypis uppskriftir af ýmsu tagi. Flestar eru þær í hollara lagi og því full ástæða til að fara á þetta kaffihús. Ókeypis veitingar að öðru leyti en því að menn þurfa að útvega hráefnið sjálfir og búa þær til.
Ég útvarpaði viðtali við Sigrúnu í þættinum Vítt og breitt þann 6. september árið 2007 og læt það hér óstytt ásamt kynningu minni í upphafi.
Viðtalið var hljóðritað á HP-fartölvu með Digigram hljóðkorti og Shure VP88 hljóðnema.
Verði ykkur að góðu.
Lystisemdir lífsins | 11.5.2010 | 19:37 (breytt kl. 20:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglar | 10.5.2010 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við settum upp bækistöð neðan við Lambhaga og stilltum hljóðnemunum u.þ.b. 2-3 m frá fjöruborðinu. Síðan settist ég og hlustaði dáleiddur á öldugjálfrið.
Um kl. 13:35 varð ég var við að farið var að gutla einkennilega í bárunni og viti menn. Hljóðnemastandurinn var að fara í kaf og því góð ráð dýr. Náði ég honum og vöknaði í annan fótinn. Það var notalegt.
Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega hvernig loftbólurnar springa þegar ægir gælir við grundina. Þá heyrist í fyrstu kríunum sem sést hafa á Álftanesinu í ár og sitthvað fleira.
Í seinna hljóðritinu heldur ægir áfram að gæla við landið og einhverjir skotglaðir Íslenndingar afla sér í soðið fyrir utan. Ekki veit ég hvaðan vélardynurinn kemur en hugsanlega frá einhverju skipi.
Hljóðritað var með tveimur Sennheiser ME62 í 24 bita og 44,1 kílóriða upplausn.
Sjórinn | 9.5.2010 | 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 65963
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar