
Í kvöld komu til okkar hjónin Páll og Gabriele Eggerz, en þau eru búsett í Þýskalandi. Páll er sonur Péturs Eggerz, sendiherra og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálsdóttur. Þau Páll og Elín eru skyld.
Þau hjónin eignuðust nýlega sitt fyrsta barnabarn, stúlku sem heitir þremur nöfnum en gegnir fyrsta nafninu sem er Maja. Þær ömmurnar nutu þess að skoða myndir af barnabörnunum og máttum við Páll glöggt heyra að þar spjölluðu ömmur saman.
Gabriele Eggerz er ýmislegt til lista lagt. Hún hefur unun af söng og orti sonardóttur sinni þessa vögguvísu sem fylgir þessari færslu. Lagið samdi hún sjálf.
Þessi barnagæla er vel þess virði að einhver þýðii hana á íslensku svo að afinn geti sungið hana á móðurmáli sínu.
Notaður var Sennheiser MD21U og hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Tónlist | 31.8.2010 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þannn 2. janúar árið 1999 var Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs vígður, en hann markaði þáttaskil í tónlistarlífi landsmanna. Af því tilefni gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið þar sem borinn var saman hljómburður Salarins og Hallgrímskirkju. Sigurður Rúnar Jónsson kom mér til aðstoðar. Auk þess ræddi ég við arkitekta hússins, hljómburðarhönnuð Hallgrímskirkju, Bjarna Rúnar Bjarnason, tónmeistara Ríkisútarpsins o.fl. Vakti þessi þáttur mikla athygli enda voru um margt fetaðar ótroðnar slóðir við gerð útvarpsþátta.
Á þessum tíma hafði ég yfir að ráða Sony minidisktæki og litlum Audiotechnica hljóðnema. Hefðu gæði hljóðritanna ef til vill orðið meiri hefði tækjakosturminn og reynsla verið önnur.
Ég hvet hlustendur eindregið til þess að hlýða á þáttinn með góðum heyrnartólum eða hátölurum. Hér að neðan eru birtar upplýsingar um Salinn í Kópavogi.
Salurinn, Tónlistarhúsi Kópavogs fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins, var tekinn í notkun 2. janúar 1999. Tónlistarhús Kópavogs er hluti af menningarmiðstöð bæjarins sem stendur á Borgarholtinu við hlið Gerðarsafns og í nágrenni Kópavogskirkju, en hún er eitt helsta tákn bæjarfélagsins.
Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir að meðaltali tvennir tónleikar í viku, fjöldi ráðstefna af ýmsu tagi, námskeið, verðlaunaafhendingar, alþjóðlegt skákmót, píanókeppni og svo mætti áfram telja. Salurinn rúmar 300 manns í sæti, 200 í sal og 100 á svölum. Lögun Salarins, hallandi gólf og þægileg sæti, skapa nálægð og góð tengsl á milli flytjenda og áheyrenda, en auk þess hefur Salurinn verið rómaður fyrir fallegt útlit og góðan aðbúnað.
Forrými Salarins rúmar einnig 300 manns og hentar vel fyrir kynningar og móttökur af ýmsu tagi. Gott aðgengi er fyrir fatlaða.
Tónleikar
Tónleikahald í Salnum er afar fjölbreytt, einleikstónleikar, söngtónleikar, jazztónleikar, kammer- og kórtónleikar, svo eitthvað sé nefnt, þar sem fram koma innlendir og erlendir tónlistarmenn. Salurinn hefur hlotið mikið lof fyrir góðan hljómburð og vandaða tónleika.
Hljóðfæri
Tveir níu feta flyglar eru í Salnum, STEINWAY & SONS, model D, sem tekinn var í notkun 7. september 2001 og BÖSENDORFER, en tilkoma hans breytti miklu um tónlistarlíf í Kópavogi, því segja má að margþætt tónleikahald bæjarins, allt frá árinu 1994, sé að verulegu leyti byggt upp í kringum það hljóðfæri. Það er ánægjulegt að geta boðið flytjendum að velja á milli þessara tveggja hljóðfæra eftir því sem henta þykir og fyrir áheyrendur að njóta afrakstursins. Að auki er í Salnum gott píanó í æfingarherbergi baksviðs.
Þegar Tónlistarskóli Kópavogs fagnaði 40 ára afmæli árið 2003 fékk skólinn, og Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs, nýjan sembal að gjöf frá bæjarfélaginu. Semballinn var vígður af Jory Vinikour semballeikara á fimmtugasta afmælisári bæjarins, 17. desember 2005. Hljóðfærið er af fransk-flæmskri gerð, smíðað á vinnustofu Marc Ducornet í París, hefur tvö hljómborð (63 nótur) og spannar rúmar fimm áttundir, en slíkt hljóðfæri gefur möguleika á flutningi allra þeirra verka sem samin hafa verið fyrir sembal. Þessi gerð hefur því mikið notagildi og hefur verið valið af fjölmörgum tónleikasölum og hljómsveitum víða um heim, svo sem fílharmóníusveitum í Leningrad og Kiev, Japan, Finnlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, en einnig af fjölmörgum semballeikurum, tónlistarháskólum og öðrum stofnunum.
Upptökur
Fullkomið fjölrása upptökuver er tengt Salnum. Einstaklega vandað hljóðkerfi Salarins gerði það m.a. mögulegt að halda fyrstu Alþjóðlegu Raf- og Tölvutónlistarhátíðina, ART2000, sem haldin hefur verið hér á landi. Hátíðin hlaut menningarverðlaun DV fyrir markverðasta tónlistarviðburðinn á sjálfu Menningarárinu 2000. Bókanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 5 700 400.
Um bygginguna
Arkitektar hússins eru þeir Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson. Við hönnun Salarins var lögð áhersla á að tryggja sem bestan hljómburð og leitað ráðgjafar færustu sérfræðinga á því sviði. Hljóð- og hljómhönnun var í höndum verkfræðinganna Stefáns Einarssonar og Steindórs Guðmundssonar.
Byggingin sjálf er um margt sérstæð. Áhersla hefur verið lögð á íslenskan efnivið. Á innveggjum Salarins er greni úr Skorradal, malað grjót úr grunni hússins er í gólfum og glerveggurinn á vesturhlið er að hluta til klæddur með rekavið frá Langanesi. Þessi "íslenski nytjaviður" er ómeðhöndlaður og mun verða silfurgrár í tímans rás. Viðurinn er gegnvarinn eftir velting í söltum sjónum og þarf því ekki viðhald. Þegar inn í Salinn er komið eru veggir klæddir með öðrum íslenskum nytjavið, þ.e. greni úr Skorradal. Þetta er fyrsta uppskeran af greni sem nytjavið og vegna smæðar bolanna er viðurinn unninn í rimla. Viðurinn er hafður stórskorinn, grófur og veðurbarinn úti, en smágerður, slípaður og lakkaður inni.
Hljómburður
Salurinn er sérhannaður til tónlistarflutnings og komu færustu sérfræðingar Íslendinga á sviði hljómburðar að hönnun hans. Hljómfræðilega var stefnt að ómtíma 1,2 -1,8 sekúndum. Það er í samræmi við þá stærð flytjendahópa sem sviðið ber og þá stærð flytjendahópa sem rúmmál Salarins nýtist hvað best fyrir. Sú tónlist sem berst frá stærstu kórum og hljómsveitum þarf mun meira rúmmál. Lofthæðin er um 14 metrar og eru flekar í lofti og stillanleg hljóðtjöld við veggi. Flekarnir í loftinu endurvarpa háu tónunum, en djúpu tónarnir fara upp í hvelfinguna ofan við flekana og bergmála þar. Hljóðtjöldin draga aftur á móti úr ómtímanum. Þannig er Salurinn sjálfur hljóðfæri og tónlistarmenn almennt á einu máli um að hljómburðurinn sé einstaklega góður. Salurinn er tvískiptur, annars vegar rými sem tekur um 200 manns í sæti og hins vegar svalir með sætum fyrir um 100 áheyrendur.
Helstu áhrifavaldar á hljómburð í Salnum eru þessir:
Fljótandi skermar í lofti stilla dreifingu hljóðsins eftir Salnum endilöngum og afmarka 1/3 af rúmmáli hans sem hljómkassa.
Formbeygðir s-laga hljóðskermar á hliðarveggjum stilla dreifingu og gæði hljómsins þvert á Salinn.
Stillanlegir bak- og hliðarskermar á sviði jafna dreifingu hljóðsins frá sviði út í sal.
7500 grenistafir á veggjum Salarins mýkja tóninn og koma í veg fyrir bergmál.
Sviðstjöld og stillanleg hljóðtjöld á hliðarveggjum gera ómtímann breytilegan frá 1.1 sek. - 1.7 sek. og eru notuð eftir þeirri tegund tónlistar sem flutt er hverju sinni.
Bólstrun og bygging stóla er gerð með tilliti til þess að tóngæði séu söm í tómum og fullsetnum Salnum.
Annar búnaður í Salnum
Af öðrum búnaði Salarins má nefna 250 loftræsti inntök í stólfótum bekkja, sem tryggja jafna og hljóðlausa dreifingu á fersku lofti inn í salinn. Góður sviðslýsingarbúnaður er fyrir hendi og góð aðstaða og tengibúnaður fyrir útvarp og sjónvarp. Stórt sýningartjald (3 x 5 m ) er í Salnum auk annars útbúnaðar til fundahalda. Fullkomið upptökuherbergi er tengt Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs með glugga inn í Salinn.
Meira um Salinn
Salurinn hefur allt frá opnun í janúar 1999 gengt þýðingarmiklu hlutverki í tónlistarlífi landsins. TÍBRÁ tónleikaröð Salarins hefur verið burðarásinn í tónleikahaldinu frá byrjun og heldur af miklum myndugleik undir eitt hornið á íslensku tónlistarlífi. TÍBRÁin heldur líka opnum glugga út í heim og hafa fjölmargir erlendir gestir látið í sér heyra á hennar vegum. Tónleikahald á vegum Kópavogs á sér reyndar lengri sögu, en það hófst með markvissum hætti árið 1993.
Starfsár Salarins hefst formlega með fyrstu TÍBRÁR tónleikunum þann 7. september á afmælisdegi Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og heiðursborgara Kópavogs og lýkur með hátíðartónleikum á afmæli bæjarins þann 11. maí. Tónleikahald á vegum TÍBRÁR er kynnt í vönduðu riti sem gefið er út í ágúst og hefst þá einnig miðasala á TÍBRÁR tónleika komandi starfsárs.
Salurinn er leigður út til almenns tónleikahalds og er meirihluti tónleika sem fluttir eru þar árlega utan TÍBRÁR raðarinnar. Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir að meðaltali þrennir tónleikar í viku yfir starfsárið, einleikstónleikar, söngtónleikar, jazztónleikar, kammer- og kórtónleikar og fjölbreyttir útgáfutónleikar svo fátt eitt sé nefnt. Árlega eru haldin meistara-námskeið (masterclass) í Salnum undir handleiðslu færustu tónlistarmanna og píanókeppnir og ýmis námskeið um tónlist eru haldin reglulega. Þrisvar á ári er öllum skólaskyldum börnum í Kópavogi boðið að sækja sérstaka tónleika í Salnum undir kjörorðinu TÓNLIST FYRIR ALLA, þar sem börnin fá tækifæri til að njóta fjölskrúðugs tónlistarflutnings hæfustu tónlistarmanna. Einnig er elsta árgangi leikskólabarna í Kópavogi boðið til menningarhátíðar í Salnum á hverju ári. Sérstakir fyrirtækjatónleikar hafa einnig færst talsvert í vöxt, en þá er starfsfólki og/eða viðskiptavinum boðið til sérstakrar dagskrár í Salnum og hefur þetta framtak mælst afar vel fyrir. Hljóðfærakostur Salarins er eins og best gerist; tveir níu feta konsert-grand flyglar í hæsta gæðaflokki og nýr semball af fransk-flæmskri gerð, sérsmíðaður á vinnustofu Marc Ducornet í París. Einnig er í Salnum fullkomið hljóðver sem stendur flytjendum og öðrum til boða og hafa bæði innlend og erlend útgáfufyrirtæki gert fjölmargar hljóðritanir þar, enda hljómburðurinn einstakur.
Þótt Salurinn sé fyrst og fremst tónleikasalur er hann einstaklega vel búinn til ráðstefnu-, námskeiðs- og fundarhalda, og hafa fjölmörg framsækin fyrirtæki og stofnanir nýtt sér þessa góðu aðstöðu. Einnig hefur Salurinn þótt henta vel fyrir móttökur erlendra þjóðhöfðingja og annarra tiginna gesta. Heimilisfang Hamraborg 6, 200 Kópavogi Miðasala 5 700 400 Netfang salurinn@salurinn.is
Tónlist | 31.8.2010 | 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bílar og akstur | 23.8.2010 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notaður var lítill Audiotechnica víðómshljóðnemi. Ég stóð hjá hljóðnemanum og heilsuðu mér því ýmsir eins og heyra má. Þar má meðal annara heyra í Boga Ágústssyni og Eygló Eiðsdóttur sem vann þá á Blindrabókasafni Íslands.
Ef grannt er hlustað heyrist íþróttagarpurinn Jón Sigurðsson frá Úthlíð fara framhjá á hjólastóli.
Reykjavík | 23.8.2010 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Tengdadóttir okkar Elínar, Elfa Hrönn Friðriksdóttir, tók þátt í 10 km Reykjavíkurhlaupi í ár. Horfðu synir hennar o eiginmaður ásamt fleira fólki á hana streyma framhjá Tjarnarbóli 14. Elín kvikmyndaði aturðinn og ég hljóðreit. Ég hef hljóðritið Reykjavíkurhlaup áður, gerði það árið 1998 og útvarpaði. Verður það hljóðrit birt hér á vefum innan skamms ásamt ýmsu öðru.
Í gær voru aðstæður til hljóðritunar ekki alls kostar góðar. Allhvass norðaustan-vindur var á. Ég hugðist byrja fyrr, en um morguninn, skömmu áður en Maraþon-hlaupararnir voru ræstir, var mun hvassara og þótti mér ekki fýsilegt að reyna hljóðritun.
Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar sem vísuðu í 90° til austurs. Nauðsynlegt reyndist að skera af 100 riðum og síðar af 80 riðum til þess að fjarlægjasem mest af vindgnauðinu. Mér virðist þó sem hljóðið sé tiltölulega eðlilegt. Að ásettu ráði er meðalstyrkur hljóðritsins látinn ráða.
Hljóðritu hófst um kl. 09:45 laugardagsmorguninn 21. ágúst 2010. Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Vinir og fjölskylda | 22.8.2010 | 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bryndís Bjarnadóttir fæddist á Húsavík árið 1923, dóttir hjónanna Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Ásgeirsdóttur, merkra heiðurshjóna. Ég heimsótti hana fyrir skömmu og sagði hún mér sitthvað af ættingjum okkar, foreldrum sínum og sjálfri sér. Bryndís er eins og systkini hennar, mikil sagnakona og minnug. Þess má geta að undir flokknum vinir og fjölskylda á þessum síðum, eru tvær frásagnir bróður hennar, Vernharðs Bjarnasonar, af samstarfi og kynnum sínum af Helga Benediktssyni og vélskipinu Helga VE 33, en Vernharður vann hjá frænda sínum í nokkur ár í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar.
Mánudaginn 16. ágúst síðastliðinn heimsótti ég Bryndísi og sagði hún mér þá frá því er faðir mannsins hennar, Þórhallur Sigtryggsson, bjargaði lífi Sigtryggs Sigtryggssonar, sonar Bryndísar og Sigtryggs Þórhallssonar haustið 1960, en Sigtryggur var þá 10 ára gamall. Lesendur Morgunblaðsins kannast flestir við Sigtrygg, en hann hefur unnið á blaðinu árum saman.
Frásögn Bryndísar ber ljósan vott um skyggnigáfu þá eða ófreski sem er algeng í ættinni. Þess skal getið að farðir Bryndísar og afi minn, Benediktt Kristjánsson, voru bræðrasynir og erum við Sigtryggur Sigtryggsson, sem greinir frá í frásögn móður hans, því fjórmenningar.
fyrir þá sem hafa gaman af tæknimálum skal þess getið að notaður var AKG DM-230 hljóðnemi.
Vinir og fjölskylda | 19.8.2010 | 22:22 (breytt 20.8.2010 kl. 19:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugi Hreiðarsson, markaðsfræðingur, tók viðtal við nokkra skipverja og aðra sem komu að þessu máli og bjó hljóðritið til flutnings í útvarpi. Vegna anna vannst honum ekki tími til að ganga endanlega frá verkinu og fól mér að annast lokaþáttinn.
Það er nú svo að hver maður fer sínum höndum um heimildirnar. Breytti ég því handriti þáttarins talsveert með samþykki Huga.
Þessi útvarpsþáttur var frumfluttur sumarið 1999 og vakti fádæma athygli. Í þættinum eru áhrifamiklar lýsingar á þeim hörmungum sem áhöfnin varð að ganga í gegnum, lýsingar sem engum líða úr minni sem á hlýðir.
Viðmælendur Huga voru Bárður Árni Steingrímsson, Þórir Atli Guðmundsson, Fríða Einarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson.
Skipshljóin fengust af geisladiskum sem BBC gaf út og eru í eigu Ríkisútvarpsins. Tæknimaður var Georg Magnússon.
Þessi þáttur er birtur hér á Hljóðblogginu vegna eindreginna tilmæla.
Sögur af sjó | 17.8.2010 | 12:32 (breytt kl. 12:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Í haust verða 50 ár liðin frá því að ég hélt frá Vestmannaeyjum suður til Reykjavíkur í barnaskóla. Eftir andlát Helga bróður míns 28. ágúst 1960 reikaði ég um nokkra uppáhaldsstaði mína og kvaddi þá, en við tvíburarnir höfðum verið kvaddir suður til Reykjavíkur í Blindraskólann. Einn þessara staða var Dalurinn. Því var ekki nema eðlilegt að leita þangað til hljóðritunar föstudaginn 13. ágúst 2010. Hljóðin voru fjarlæg - dynur hafsins og ys og þys bæjarins. Ýmsir mávar létu til sín heyra auk smáfugla og eitthvert rjátl heyrðist í vegfarendum´sem áttu leið um.
Hljóðritið er birt í fullri 16 bita upplausn. Því getur tekið eiinhverja stund að hala það niður. Hlustendur fá best notið þess í góðum heyrnartólum eða hátölurum.
Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir. Auk hljóðritarans sést Hringur Árnason og tilgátubær landnámsmannsins Herjálfs Bárðarsonar í baksýn.
Umhverfishljóð | 14.8.2010 | 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Föstudaginn 13. ágúst 2010 fórum við Elín ásamt Hring Árnasyni til Vestmannaeyja. Notaði ég þá tækifærið og hljóðritaði. Elín var sem fyrr hirðljósmyndari Hljóðbloggsins.
Hljóðritin eru tvö sem fylgja þessari færslu. Hið fyrra er tekið skammt utan við göngustíginn meðfram Kaplagjótu. Vakin er sérstök athygli á djúpum tónum sem heyrast þegar öldurnar skella á klettunum.
Seinna hljóðritið er tekið litlu sunnar. Þar ber meira á hljóðinu sem myndast þegar vatn seytlar niður bergið, en úrhellingsrigning hafði verið fyrr um daginn.
Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 hljóðnemar sem stillt var upp í 90° horn. Enginn afskurður er á hljóðritinu sem var gert í 24 bita upplausn. Fólki er eindregið ráðlagt að hlusta annaðhvort í góðum hátölurum eða heyrnartólum. Þannig njóta litbrigði hljóðsins sín best.
Á Heimaslóð segir svo um Kaplagjótu:
Kaplagjóta er löng gjóta sunnan við
Dalfjall sem gengur til austurs, samhliða Herjólfsdal. Gjótan dregur nafn
sitt af því að hestum var varpað þar niður til þess að farga þeim, þar sem ekki mátti eta hrossakjöt lengi á Íslandi. Dæmt um það á
Vilborgarstaðaþingi árið 1528 að ekki skyldu vera fleiri en 16 hross í
Heimaey, og viðtekin var sú venja að konungsumboðsmaður mætti láta drepa, slá eign sinni á, eða ráðstafa með öðrum hætti þeim hrossum sem fundust fram yfir regluna, en eigendur höfðu þó 14 daga til þess að koma aukateknum hrossum sínum annars staðar fyrir. Óskilafærleikum var þá gjarnan hrint ofan í sjóinn, þeim sem fundust fram yfir regluna, eða voru orðnir of gamlir til þess að koma að gagni.
Annar staður á Heimaey var notaður til sama brúks að talið er, en það voru
Kaplapyttir í Stórhöfða.
Tíkartóa-draugurinn
Í suðaustanverðu Dalfjalli, ofan við Kaplagjótu, eru grösugar hillur, sem nefndar hafa verið
Tíkartær . Um langt skeið hafðist þar við afturganga sem menn urðu oft varir við. Tildrög að afturgöngu þessari voru þau, að
einhverju sinni hafði burðalítill piltur verið sendur út á Fjall til lundaveiða. Fór hann nauðugur í þessa ferð en hart hafði verið að honum gengið. Hrapaði hann í Tíkartónum og gekk síðan aftur. Sást hann oft vera aðsteypa sér kollhnís fram af Tíkartónum ofan í Kaplagjótu en aldrei gerði hann neinum manni mein, að því er kunnugt sé.
Nánar má forvitnast um örnefni í Vestmannaeyjum á síðunni
http://www.heimaslod.is
Sjórinn | 14.8.2010 | 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Fyrir fjórum árum var mér bent á að Sibyl Urbancic ætlaði að halda námskeið í svokallaðri Feldenkrais tækni. Aðferðin byggir á að ná stjórn á líkama sínum og auka hreyfifærni hans með fíngerðum hreyfingum. Eftir að hafa sótt kynningu hjá henni þótti mér þessi aðferð svo merkileg að ég fékk Sibyl til þess að ræða við mig fyrir Ríkisútvarpið. Var viðtalinu útvarpað í september 2006. Það er enn í fullu gildi og er því birt hér með samþyki hennar.
Þess má geta að Sibyl heldur námskeið í Feldenkrais-tækninni í byrjun næsta mánaðar og fylgir auglýsingin þessari færslu sem viðhengi.
Menntun og skóli | 10.8.2010 | 22:43 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 65962
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar