Undanfarið hefur geysað stormur á landinu. Kl.15:00 í dag voru sagðir 14m að norðan á sekúndu, en úti á Seltjarnarnesi er hvassviðrið mun meira, sennilega fara hvössustu vindhviðurnar upp í 30m/sek.
Meðfylgjandi hljóðrit var gert á svölunum á Tjarnarbóli 14 rétt fyrir kl. 14 í dag. Notaðir voru Röde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Aðeins var skorið af 40 riðum, og njóta því djúpir tónar illviðrisins sín vel.
In English
the weather has been stormy all over Iceland for the past few days. At Seltjarnarnes the wind has reached at least 30 m/sek. This recording was made at the balkony facing southh-west. The wind was blowing from the north.
Røde Nt-2A and NT-45 were used in an MS-setup. No filters used. The deep tones of the weather are therefore quite audible.
Vindurinn - The wind | 2.11.2012 | 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í janúar 2005 tók ég viðtal við Orm, en þá stóð yfir gerð útvarpsþátta um Silfurplötur Iðunnar. Hluta viðtalsins var útvarpað í einum þáttanna, en meginhluta þess nokkru síðar.
Með þessari færslu fylgja tvö hljóðrit. Hið fyrra er með minningarorðum Ragnars Inga og kvæðaskap Steindórs. Hið seinna er óstytt viðtal við Orm Ólafsson. Þar koma fram ýmsar heimildir um starf Iðunnar, en Ormur var í framvarðasveit félagsins um fjögurra áratuga skeið.
Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér Kvæðamannafélagið Iðunni skal bent á http://rimur.is
Kveðskapur og stemmur | 23.10.2012 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar gengið er meðfram Reykjavíkurtjörn virðist oftast nær allt með kyrrum kjörum. En þar er háð skefjalaus barátta um lífsins gæði.
Mánudaginn 2. júlí vorum við Elín þar á ferð ásamt barnabarni okkar, Birgi Þór Árnasyni, 7 ára. Skammt frá Ráðhúsinu var ákveðið að gefa fuglunum brauð og voru ýmsir um hituna: stokkendur, mávar, mávategundir og svanir.
Í bakgrunni heyrist maður safna saman tómum flöskum og fleira ber fyrir eyru. Í lokin verður nokkur hamagangur þegar svanur bítur í væng eins andarsteggsins sem hringsnýst og reynir að losa sig. Það er víðar barist hér á landi en á Alþingi.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.
IN ENGLISH
While walking along the shore of the Lake of Reykjavik, which is located in the center of town, everything seems mostly calm. But things can change rapidly.
On July 2 this year I and Elin were walking along with our 7 years old grandson and it was decided to feed the birds with som bread, even though they stay in The largest bread soup of Iceland". We were on the east bank not far from the City hall.
There were ducks, several kinds of seaguls and swans struggling to get their share. At the end a swan bit one of the ducs in the wing and held her for a while, but the duck struggled to get itself free.
The recording was made with a Olympus LS-11 in 16 bits, 44,1 kHz.
Fuglar | 29.9.2012 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
við Hrafn Baldursson á Stöðarfirði, vinur minn til tæpra fjögurra áratuga, höfum oft talað um að nauðsynlegt væri að hljóðrita hunangsflugurnar við Kirkjuhvol á Stöðvarfirði.
Aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn frysti til fjalla og í byggð. Eftir að sólin tók að skína fóru flugurnar á kreik og þegar Hrafn gætti að þeim rétt fyrir kl. 10 um morguninn voru hunangsflugurnar í miklum önnum í apablómunum við útidyrnar á Kirkjuhvoli. Það var því sjálfgert að ná í hljóðnemana og setja þá upp.
Á meðan við settum upp þrífótinn og vindhlífina spígsporaði þröstur umhverfis okkur á þröngum pallinum og eftir að hljóðritun hófst settist hann á þrífótinn.
Í hljóðritinu heyrist þegar þorpið vaknar. Hljóð berast frá höfninni og ýmsar athafnir mannfólksins fara vart framhjá glöggum hlustendum.
The bumblebees at Stöðvarfjörður, Iceland
I and my friend, Hrafn Baldursson at Stöðvarfjörður, Iceland, have often discussed that we should record the bumblebees at the house of his parents in-law, Kirkjuhvoll, which is next to his and his wifes house, Rjóður (Nest).
The night before August 26 was a frosty one. But when the sun started shining and the world warmed up the bumblebees starting their industrious work in the ape-flowers close to the door of Kirkjuhvoll. The microphones were set up and a recording started around 10:00 p.m.
While we were setting up the blimp and connecting the cables a Redwing placed itself on the tripod.
Sounds are heard from the harbour and the human beings also make some sounds, while the village is waking up.
Bloggar | 4.9.2012 | 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar við hjónin gengum meðfram KR-vellinum síðdegis í gal í allhvassri austangolunni, varð á vegi okkar hrafn, sennilega unglingur, sem sat efst á ljósastaur. Hann krunkaði ákaft, en lækkaði róminn um leið og við námum staðar og ég rétti að honum hljóðnema. Sumir hald því fram að þessi hljóð heyrist fyrst og fremst þegar hrafnar undirbúa hreiðurgerð, en sú virðist ekki raunin.
Eftir að hljóðritun lauk hófst hann handa að nýju, en vegna ákefðar missti ég af seinnihluta sönglistar hans. Örlítið heyrist í jakka vegfaranda sem stóð nærri.
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritað var á 16 bitum, 44,1 riðum.
A raven with two sounds
When I and my wife were walking on the pedestrian road nearby the KR-sports stadium in western Reykjavik today we heard a raven, probably a youngster, croaking loudly. It hat placed itself on the top of a lamppost, but lovered his voice when we stopped and pointed the mics towards it. I have been told that these sounds are only heard when the ravens are preparing their nesting, but obviously this is not the case.
The wind disturbed a little and a little sound came from the jacket of a nearby person.
An Olympus LS-11 was used.
Fuglar | 1.9.2012 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 23.8.2012 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavíkurhlaupið mikla var háð í dag, 18. ágúst. Um var að ræða Maraþon, hálf-Maraþon, 10 km hlaup og fleira. Um 13.000 manns skráðu sig til þátttöku.
Fyrra hljóðritið er frá Maraþon-hlaupinu. Því miður köfnuðu hlaup þeirra fyrstu í drunum frá bifreiðum.
Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
Mælt er með að hlustað sé í góðum heyrnartólum. Ekkert var skorið af lægstu tíðninni.
the annual Reykjavik Marathon
Today the annual Reykjavik Marathon was held. More than 13.000 persons were registred for the Marathon, Half-Marathon, 10 km running etc.
the first recording is from the Marathon. Unfortunately the sounds from the first runners were drowned in the noise from cars.
the second recording is from the 10 km race.
The recorder was a Nagra Ares BB+ and the mics Røde NT-2A and NT-55.
Good headphones are recommended.
No sound filters were used.
Umhverfishljóð | 18.8.2012 | 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudaginn 15. þessa mánaðar var nýr íslenskur talgervill kynntur formlega og hafa birst um það fréttir í fjölmiðlum síðustu daga. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, hleypti honum af stokkunum. Um er að ræða karlmanns- og kvenmannsrödd.
Talgervillinn er mikil framför frá því sem notendum talgervils hefur boðist að hlýða á hér á landi. Eftir er að sníða vissa annmarka af talgervlinum. sumt gæti þó verið erfitt að lagfæra í fljótu bragði, en hugbúnaðinn verður hægt að uppfæra og bæta eftir því sem efni standa til.
Hér skulu nefnd nokkur dæmi:
1. Of lítill munur er á hrynjandi eftir því hvort á eftir fer komma eða punktur. Á þetta einkum við um karlröddina.
2. Allmikið ber á svokallaðri p-sprengingu í kvenröddinni í orðum eins og upphrópun. Þar virðist vera um galla í hljóðriti að ræða.
3. Framburður verður nokkuð óskýr ef hert er á lestrinum. Kann það m.a. að stafa af því að lesarar hafi lesið of hægt. Þetta er einkum áberandi í upplestri karlraddarinnar.
4. Þá ber nokkuð á því að síðasta atkvæði í orðum, sem karlröddin les, hverfi að mestu í upplestri.
Þetta eru vissulega smámunir, sem vonandi verða lagfærðir í náinni framtíð. Aldrei verður brýnt nægilega vel fyrir aðstandendum verkefna, sem snúast um málefni fatlaðra, að neytendur séu hafðir með í ráðum á öllum stigum verkefnisins.
Að öðrum mönnum ólöstuðum skal formanni blindrafélagsins, Kristni Halldóri einarssyni, þökkuð sú þrautsegja og útsjónarsemi sem hann hefur sýnt við vinnslu þessa verkefnis. Notendum íslenska talgervilsins er hér með óskað til hamingju með þennan merka áfanga.
Þessari færslu fylgir frétt úr Morgunblaðinu í dag, sem Stefán Gunnar Sveinsson hefur skrifað. Eru lesendur hvattir til að hlusta á báðar raddirnar.
A new Icelandic Speech synthesizer
On August 15 Mrs. Vigdís Finnbogadóttir, former president of Iceland, launced a new, Icelandic speech synthesizer. To this blog is attached an mp3-file containing an article from Morgunblaðið by Stefán Gunnar Sveinsson, read by the new voices.
Stjórnmál og samfélag | 17.8.2012 | 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudaginn 9. júlí hófumst við handa við að hljóðrita Glanna í Borgarfirði. Glanni er alls ekki einn af mestu fossum landsins, en hann býr yfir mikilli fegurð. Landslagið er fögur umgjörð umhverfis fossinn og hann hljómar ágætlega. Þrátt fyrir norðan stynningskalda var ekki talin ástæða til að draga úr lágtíðninni, en þá glatast talsvert af mikilfengleika hljóðsins.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 44,1 kHz og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-50 hljóðnemar í MS-uppsetningu.
The deep sounds of the waterfall Glanni
The waterfall of Glanni in Borgarfjordur, Iceland, is not one of the biggest waterfalls in the country, but known for its charm and beauty. It sounds perfectly well.
In spite of the northern breeze I didnt cut of the lower frequencies. Then I would have lost the deep tones of the waterfall.
A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT-55.
Vatnið | 8.8.2012 | 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudaginn 9. júlí síðastliðinn var stynningskaldi úr norðri í Borgarfirði. Við hjónin ákváðum að freista gæfunnar og hljóðrita. Einn af uppáhaldsstöðum okkar í Borgarfirði hefur um langt skeið verið Paradísarlaut, sem er einstök gróðurvin.
Þar fundum við litla lækjarsprænu sem fýsilegt var að hljóðrita. Hún atti kappi við vindinn. Ef glöggt er eftir hlustað má heyra að vatnið í þessari litlu lind fauk stundum til.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
The harmony of the wind and water
When I and Elin were travelling around at Borgarfjordur, Iceland, on July 9, there was a strong breeze from the north. We decided however to try to record around Paradísarlaut (The Paradise Hollow), where there is a rich plantation and a good shelter. Many natural wonders are there and the environment peaceful.
We found a tiny little burn which tried to compete with the wind.
the Røde mics, NT-2A and NT-55 were in a blimp as a MS-setup. The recorder was a Nagra Ares bb+.
j
Bloggar | 6.8.2012 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 65360
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar