Kolbeinn Tumi Árnason í fyrsta viðtalinu

Kolbeinn Tumi ÁrnasonÍ kvöld gæddi fjölskyldan sér á fiskibollum og rjómabollum. Árni, sonur Elínar og Elfa Hrönn, tengdadóttir okkar, komu ásamt Sólveigu, móður Elínar og drengjunum fjórum.

 

Kolbeinn Tumi, sem verður 5 ára 14. apríl, hefur ekki gefið kost á viðtali fyrr en nú og var því haldið inn í svefnherbergi, þar sem er hljóðver Hljóðbloggsins. Birgir Þór, sem verður 8 ára 15. febrúar, var bróður sínum til halds og trausts, enda þaulvanur viðmælandi eins og hlustendur vita.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjögurra ára snót syngur um eldinn

´Gréta Petrína Zimsen

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 11. janúar síðastliðinn flutti Gréta Petrína, dóttir þeirra Rósu Jóhannesdóttur og Helga Zimsen, lag Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar Baldvinssonar úr Þúsaldarljóðum. Hlutar kvæðisins eru Jörð, Vatn, Loft og Eldur. Gréta Petrína, sem er aðeins fjögurra ára, flutti síðasta hluta kvæðisins á myndrænan hátt. Söngur hennar og framkoma heilluðu alla sem á hlýddu.

Ljóðið í heild er á slóðinni

http://www.solborg.is/index.php?option=com_content&view=article&id=450:tusaldarljoe&catid=90:soengbok

ELDUR

Eldurinn logar

langt niðri í jörðu

leitar að opinni slóð.

Æðir um ganga,

grefur sér leiðir,

glóandi, ólgandi blóð.

Spýtist úr gígum

með geigvænu öskri,

grásvörtum bólstrum af reyk.

Leiftrandi steinar,

logandi hraunið,

lifandi kraftur að leik.

En handan við sortann,

háskann og mökkinn,

sem heldimmur leggst yfir ból,

dansar á himni,

dátt yfir landi,

dirfskunnar leiftrandi sól.

Vísurnar voru fluttar árið tvöþúsund af tvöþúsund börnum á Arnarhóli. Frétt um þann viðburð má lesa á mbl.is á eftirfarandi slóð:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/538168/

Hljóðritað var með Nagra Ares BB- og tveimur Røde NT2-A í MS-uppsetningu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsta vísan

Birgir Þór Árnason, sem er tæpra 8 ára, kom afa sínum á óvart um daginn þegar hann fór með vísu sem hann hafði ort um Kolbein Tuma, bróður sinn. Afi varð einstaklega ánægður með ljóðstafina í vísunni.

 

Í gær var farið með Nagra Ares-M á vettvang og hljóðritað örstutt viðtal við höfundinn.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gert að afla Skáldu á Iðunnarfundi 9

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 11. janúar 2013, var stjórn félagsins fremur fáliðuð og ollu því meðal annars veikindi. Þá var fyrrum formaður félagsins fárveikur heima og hentu menn gaman að, enda þykir flestum félagsmönnum vænt um Steindór Andersen.

 

Í lok fundar gerði Helgi Zimsen, formaður vísnanefndar, að afla Skáldu, en það skip er gert út á Iðunnarfundum. Aflaðist sæmilega. Í vísunum er getið um Smára Ólason, en hann flutti gott erindi um geisladisk, sem Barbörukórinn hefur nýlega gefið út. Skreytti hann erindið með hljóðdæmum. Þá var Höskuldar Búa Jónssonar að góðu getið vegna vefsíðu Iðunnar, http://rimur.is.

 

Ýmsir hagyrðingar kannast við það sem ort varr um og þá sem ortu. Hljóðritið er birt með leyfi formanns vísnanefndar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugeldaskothríðin 2012-13 - Fireworks 2012-13

Hávaðinn var ærandi.

Á undanförnum árum hef ég hljóðritað áramótaskothríðina. Að þessu sinni virtist mér hamagangurinn hefjast síðar en oft áður vestur á Seltjarnarnesi. Skothríðin hófst um kl. 23:35 og tók að minnka þegar klukkan var 10 mínútur yfir miðnætti. Þéttleiki skothríðarinnar var svipaður og undanfarin ár, þó heldur meiri en í fyrra.

Hljóðritið, sem hér er birt, hófst kl. 23:48 og lauk 16 mínútum síðar. Notaðir voru tveir Røde NT-2A í AB-uppsetningu, þ.e. um 30 cm milli hljóðnemanna og þeir hafðir opnir. Loðfeldir frá framleiðanda voru notaðir. Skorið var af 40 riðum. Styrkurinn er óbreyttur frá upprunalegu hljóðriti.

Það gekk á með hvössum vindhviðum og er það ástæða þess að hljóðritið er heldur styttra – hljóðnemarnir fuku um koll.

Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum með Nagra Ares BB+.

Myndina tók konan mín, Elín Árnadóttir.

 

In english:

 

The fireworks in the Reykjavik area was almost the same as in previous years. It didn‘t last as long as sometimes before.

The recording is a little shorter than expected. As the wind was sometimes rather storng the mics fell. This recording started at 23:48 and finished around 16 minutes later. Two Røde NT-2A were used in an AB-setup. The microphones were covered with a furcode from Røde. The recorder was Nagra Ares BB+.

The photo was taken by my wife, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Friðargangan og Hamrahlíðarkórinn


Friðarganga fór niður Laugaveginn á Þorlálksmessu nú eins og
undanfarna áratugi. Að þessu sinni var hún mjög fjölmenn. Hamrahlíðarkórinn
söng jólasöngva undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og fór fyrir göngunni.

Örlitlum hljóðnemum var komið fyrir í eyrunum og námu þeir

hljóðið. Kórinn liðaðist framhjá í langri röð, en stundum gengum við með honum
og vorum eiginlega mitt á meðal kórfélaga. Hér er örlítið sýnishorn.


 Eindregið er mælt með
að fólk hlusti á hljóðritið í góðum heyrnartólum.


Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og
Nagra Ares BB+ hljóðriti.



Binaural recording from a Peace Parade in Reykjavik

The Peace Parade was held in Reykjavik on December 23 as the

last 3 decades. The Quire of The College of Hamrahlíð lead the march and sang
some festivalsongs. The conductor was Þorgerður Ingólfsdóttir, who has lead
this quire since 1967. I and my wife joined the procession as sometimes before.

The quire meandered by in a long procession. Sometimes we

walked along with the quire, but we stodd also stil while the quire passed by.

Binaural microphones from Sound Professionals were used together

with A Nagra Ares BB+.

Headphones are recommended.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eplaskipið - aðventusaga

Sigtryggur Helgason, sagnameistari og jólabarn

Um þetta leyti árs leitar hugurinn til liðinna stunda. Að morgni aðfangadags söfnuðust ættingjar saman á heimili móður minnar og fengu hjá henni triffli. Þá voru sagðar sögur. Sigtryggur Helgason, sem var næstelstur okkar bræðra, sagði þá gjarnan söguna af því þegar Helgi Helgason VE 343 fór með á 7. tug farþega til Vestmannaeyja á Þorláksmessukvöld. Veðrið var afleitt og tók siglingin 22 tíma.

Sigtryggur birti þessa sögu í jólablaði Fylkis fyrir nokkrum árum. Gunnþóra Gunnarsdóttir las frásögnina í útvarpsþætti árið 2000.

Ég óska hlustendum Hljóðbloggsins gleðilegrar hátíðar og þakka viðtökurnar á undanförnum árum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Langdregin aðventuhátíð á Austurvelli

 

Sumar athafnir eru í svo föstum skorðum að fátt breytist nema ræðumenn og þeir sem kynna eða skemmta.

Því hefur verið haldið fram að jólin séu fyrst og fremst hátíð barnanna og um leið aðventan. Í dag, fyrsta sunnudag í aðventu var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, sem er gjöf Óslóborgar til Reykjavíkur og á þessi hefð sér rúmlega 6 áratuga sögu.

Lúðrasveit Reykjavíkur hóf að leika jólalög um kl. 15:30. Það spillti nokkuð hljómi sveitarinnar að hann var magnaður upp með hátölurum. Um það bil 5 mínútur yfir 4 síðdegis hófust ræðuhöld: kynnir, norski sendiherrann, gestur frá Ósló og Jón gunnar Kristinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Loksins um kl. 16:20 var kveikt á jólatrénu og lustu þá viðstaddir upp fagnaðarópi.

Um kl. 4 fór að fjölga mjög á Austurvelli og voru þar foreldrar, afar og ömmur með börn og barnabörn. Mestur hluti fólksins þyrptist umhverfis tréð og beið þar óþreyjufullur, en þangað heyrðust hvorki kórsöngur né ræðuhöld.

Hér fylgir örstutt hljóðdæmi. Fyrst leikur Lúðrasveit Reykjavíkur hið undurfagra lag Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein. Síðan bregðum við okkur að jólatrénu, reynum að greina lokaorð Jóns Gunnars og síðan upphafið af Heims um ból.

Mælt er með því að borgarstjórn endurskoði þessa hátíð og geri hana skemmtilegri fyrir börnin. Flest þeirra virtust á heileið þegar jólasveinana bar að garði. Ræðuhöldin duga í Ráðhúsinu.

Notast var við Olympus LS-11. Mælt er með góðum heyrnartækjum.

 

The Christmas Tree of Central Reykjavik

 

The city of Oslo donates a big christmas tree to Reykjavik City every year and has done so since 1951. On the first sunday of advent lights are turned on the tree. Then at least 3, if not 4 speeches are held and the children must wait until the lights are turned on.

today people started to gather around at Austurvöllur in Reykjavik where the Reykjavik Brass Band began to play some christmas songs at 15:30. At around 16:00 the crowd moved towards the christmas tree to be closer to it. Then the speeches started and noone seemed to listen as nothing could be heard.

This compacted recording depicts the atmosphere during the ceremony. First the brass band playing a christmas song by Sigvaldi Kaldalóns, then the last words of the mayor-s speech, he counting down until the lights are turned on and at that time a quire starts singing Wholy night. Afterwards the Icelandic christmas boys came to amuse the children, but most of them had got enough and were leaving.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýir kvæðamenn í Iðunni

 

Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.

Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.

Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.

 

Two young rhapsodists

 

At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.

These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.

Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Daginn eftir storminn

 

Í dag, laugardaginn 2. nóvember, hafði storminn lægt nokkuð.

Ég uppgötarði að ég hafði notað Nýrað Røde NT45 sem miðjuhljóðnemann í MS-uppsetningunni á fyrra hljóðritunu í stað NT-55 sem er víður hljóðnemi. Eftir rækilegan samanburð gerði ég annað hljóðrit í dag, en þar kemur dreifingin mun betur fram. Ríslið eða suðið, sem heyrist, er í jarðaberjaplöntu, sem er ekki langt frá hljóðnemunum.

 

THE DAY AFTER THE STORM

 

Today, November 2, the storm has calmed a little bit.

I noticed that yesterday I had used a cardoid mic of NT-45 in the MS-setup instead of Nt55 which is an omni. Therefore I made another recording today to show better the spreading of the sound. To my experience this setup shows much better the location of the sound-sorce

A small hiss, which is heard, comes from a strawberry plant nearby the microphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband