Öldurnar gæla við grjótið - The Waves dallying with the stones



Skammt frá skolpdælustöðunni við eiðisgranda í Reykjavík
liggja þrep frá sjóvarnagarðinum niður í fjöru. Við Elín höfðum tekið eftir því
að þar er sælureitur og nokkurt hlé frá skarkala umferðarinnar. En skarkalinn
er þó yfir og allt um kring. Til samanburðar skal bent á hljóðrit
Magnúsar Bergssonar
frá 13. Maí. Laugardaginn 18. Maí var allhvass
austanvindur. Þótt garðurinn veitti nokkurt skjól rifu þó einstaka vindhviður í
hljóðnemana, en öldurnar virtust ekki kippa sér upp við vindinn og gældu við
grjótið. Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar með loðfeldi í
AB-uppsetningu. Bilið á milli þeirra var 40 cm. Skera þurfti af 100 riðum vegna
vindsins. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.


In English


The spring has been relatively cold and windy in Iceland. On
May 18 I and my wife went to the cycling path along the beech close to
Seltjarnarnes. There a wall has been built to protect the path and the coast.
We went down to the beech and recorded the small waves playing with the stones.
It was windy which can be heard. For comparison, see Magnus
Bergsson‘s recording
from May 13. Two Sennheiser ME-62 were used in an
AB-setup with 40 cm spacing.j the recorder was Nagra Ares BB+.



 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ingimar Halldórsson á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar ásamt Arnþóri Helgasyni



Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 5. Apríl
síðastliðinn, var dagskráin fjölbreytt að vanda. Þegar leið að lokum fundarins
kvað kvæðamaðurinn snjalli, Ingimar Halldórsson vísur eftir hagyrðinginn vinsæla,
Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. Að endingu kváðu undirritaður og Ingimar
Lækjarvísur Gísla við tvísöngsstemmu þeirra Páls og Gísla. Nánar er fjallað um kveðskapinn
og vísurnar á vef Iðunnar.



Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir tveir Røde
NT-2A hljóðnemar í MS-uppsetningu ásamt Røde NT-1A, sem var við ræðustólinn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þrestirnir í Varmahlíð - The Redwings in Varmahlíð

Garðurinn í Varmahlíð á Stöðvarfirði er griðastaður fjölda fugla.Hjónin Sveinn Jónsson og Þórunn Pétursdóttir í Varmahlíð á Stöðvarfirði hafa fóðrað fugla í garðinum hjá sér undanfarin ár. Garðurinn iðar af lífi allt árið um kring.
Í bígerð var að hljóðrita fugla í byrjun mars, en þá skall á slíkt illviðri að ófært varð um allt land.
Að morgni þriðjudagsins 9. apríl 2013 heimsóttum við Hrafn Baldursson þau heiðurshjón og settum upp Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Hér eru birt tvö sýni úr tveggja klst hljóðriti. Hið fyrra hófst kl. 09:30 en það síðara kl. 10:30.
Mest ber á skógarþröstum sem heyja harða baráttu um fæðið. Þótt nokkrir snjótittlingar væru innan um og saman við bar ekkert á þeim.
Í síðara hljóðritinu heyrist fyrst í snjótittlingum og undir lokin tyllir einn þeirra sér á hljóðnemahlífina. Skvaldur fýla og hænsna heyrist einnig.
Notaður var Nagra Ares bb+ hljóðriti.
Myndina tók Hrafn Baldursson síðdegis 12. apríl.
Mælt er með að hlustað sé með heyrnartólum.

IN ENGLISH

Sveinn Jónsson and Þórunn Pétursdóttir, who live in the house of Varmahlíð at Stöðvarfjörður, East Iceland, have fead birds in their garden for many years. Their garden is known for many speeces which come there all the year around.
I went there together with my friend, Hrafn Baldursson on April 9 2013 and placed a Rode NT-2A and NT-55 there in an MS-setup. The recording lasted for 2 hours.
The first sample started ad 09:30 and the second an hour later. Redwings were most eye-catching, but there were also some Snow Buntings around and they can be heard in the second sample. One of them took a short rest on the top of the Blimp.
A Nagra Ares BB+ was used.
The photo is by Hrafn Baldursson and was taken in the afternoon on April 12.
Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ritan og vorverkin - The Sea Swallow and the spring activities

KRiturnar í Illa bás. Ljósmynd: ToggiKambanes er yst á fjallgarðinum sem skilur að Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Þar stendur bærinn Heyklif, sem þau Sturlaugur Einarsson og Valgerður Guðbjartsdóttir eiga.
Í dag fórum við Hrafn Baldursson og sóttum þau hjón heim. Erindið var að kanna hljóðumhverfið. Héldum við að Illa bás til að kanna hvort ritan væri sest upp. Nokkrar þeirra voru farnar að huga að hreiðrum sínum og var ákveðið að reyna að fanga skvaldur þeirra og muldur sjávarins. Klettarnir hinum megin bássins eru nokkru hærri og er því hljóðumhverfið nær fullkomið.
Um það leyti sem við settum upp Rode NT-2A og NT-55 hljóðnema í Blimp-vindhlíf fór að kula að norðaustri. Má greina á hljóðritinu að veður fer heldur vaxandi.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 24 bitum og 44,1 kHz. Meðhjálparar voru þeir Hrafn og Sturlaugur.
Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
Hljóðritað var í MS-stereó.

INENGLISH

The farm Heyklif is located on the peninsula Kambanes between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland.
Today on April 10 2013 I and my friend, Hrafn Baldursson, went there to visit the farmers there. We wanted to see if the sea swallows had started thinking about their nests.
We went down to the shore, where there is a narrow channel into the coast, called Evil Stall. The cliffs on the opposite side are a little higher and therefore the ambience perfect.
While setting up the Rode NT-2A and NT-55 in a Blimp the wind started blowing from the north-east, which can be heard in the recording.
A Nagra Ares BB+ was used. My helping hands were Hrafn Baldursson and the farmer, Sturlaugur Einarsson.
Photos will be published later.
Good headpphones are recommended.
The recording was made in MS-stereo.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leynifélagið í heimsókn hjá Birgi Þór Árnasyni

Í kvöld var útvarpað viðtali við Birgi Þór Árnason, átta ára gamalt barnabarn okkar Elínar, í þættinum "Leynifélagið" á Rás eitt. Tryggir hlustendur Hljóðbloggsins kannast við sveininn, enda hafa við hann birst nokkur viðtöl undanfarin ár á þessum vettvangi.
Okkur Elínu ömmu þótti viðtalið vel heppnað og því er það birt hér.
Þeir sem vilja heyra fleiri viðtöl við piltinn og bræður hans, Hring og Kolbein Tuma, er bent á flokkinn "Vinir og fjölskylda" á þessum síðum.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglar, flugvélar og geðvondur hundur

Veðrið í Reykjavík laugardaginn 16. mars var bjart og svalt. Dálítill andvari gældi við eyrun. Um kl. 14:30 var hitinn við frostmark. Þeir Birgir Þór og Kolbeinn Tumi Árnasynir, 8 og fjögurra ára gamlir, fóru með ömmu og afa niður að tjörn að bæta svolitlu brauði við stærstu brauðsúpu heims. Fuglarnir virtust hafa góða lyst á kræsingunum, en börnunum, sem voru þarna, þóttu svanirnir helsti frekir.
Á eftir var farið inn á lóð leikskólans Tjarnarborgar. Á meðan við stóðum þar við gelti gamall og geðvondur hundur utan við girðinguna.
Eitt einkenni vetrardaga í Reykjavík, þegar kyrrt er veður og heiðskírt, er mikil umferð einkaflugvéla. Þar sem ég beindi sjónum mínum að mestu í suð-austur er greinilegt hvert vélarnar fóru og hvaðan þær komu.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og hljóðritað með Nagra Ares BB+. Ef notuð eru góð heyrnartól virðist hljóðið berast úr öllum áttum.

IN ENGLISH
The 16 March 2013 was a bright day in Reykjavik with some gentle wind which played with my ears. Two of our
grandsons, 8 and 4 years old, went with us to the lake to feed the birds which seemd quite hungry. The children didn't like how aggressive the swans were.
When the bread was finished we went to a plaing-ground nearby. Outside an old and irritated dog was barking.
Bright winterdays in Reykjavik are usually market with the traffic of small aeroplanes. As I was mainly facing south-east it is quite audible where the planes were coming from or heading to.
Binaural mics from Sounds Professionals were used together with a Nagra Ares BB+
If good headsets are used the sound is really omnidirectional.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Litla hagyrðingamótið 8. mars 2013



Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar þann 8. mars
síðastliðinn var að venju haldið hið svokallaða Litla hagyrðingamót. Hagyrðingar
á palli voru Ingi Heiðmar Jónsson,  Sigurður Sigurðarson og Steindór
Andersen. Yrkisefni voru: þeir - þær - þau.



Allir mættu og Ingi Heiðmar hafði að auki vísur frá Jóa í
Stapa sem þykir sjálfkjörinn varamaður eða aukamaður þegar færi gefst. Vísur og
hljóðrit eru á http://rimur.is. Auk þess er
hljóðskjalið á þessari síðu.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjórir mansöngvar við nýorta rímu

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað nýr stjórnarmaður félagsins, Þórarinn Baldursson, fjóra mansöngva við óorta rímu.

http://rimur.is/?p=1976#content


Austan við ósinn

Brimið við Jökulsárlón á BreiðamerkursandiÉg hef áður hljóðritað brimið við breiðamerkursand. Það var að sumarlagi og hljóðið ekki eins ögrandi og laugardaginn 23. febrúar.
Öldurnar gengu hátt á land og þorðum við ekki nær sjávarmálinu en u.þ.b. 10 metra. Drunurnar voru miklar og sjórinn ógnandi.
 Um 50 metrum vestar var ós jökullónsins.
Myndina tók Elín Árnadóttir.

EAST OLF THE RIVER MOUTH

I have recorded the surf at the Breiðamerkursandur in Southeast Iceland once before. It was during the summer and the sound not as aggressive as on February 23 when I and my wife were there.
The waves went so far upon the shore that we didn't dare to go closer than 10 meters. Some 50 meters to the right was the mouth of the glacier lagoon and some icebreaking sounds were heard.
The booming surf was threatening.
The same setup as before: Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an ms-setup.
Photo by Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Of ísabrot

Jakabrot í fjörunniDrók eik á flot
of ísabrot
(hratt ég knerrinum á flot um vorið),
segir í Höfuðlausn Egils Skalla-Grímssonar, en þar merkir ísabrot vor.
Laugardaginn 23. febrúar 2013 vorum við hjónin á ferð um Austur-Skaftafellssýslu. Við námum staðar við jökullónið á Breiðamerkursandi og hljóðrituðum ósköpin sem á gengu. Stríður straumur var um ósinn og mætti hann yfirgangi Ægis konungs, sem hefur sér það til dundurs að eyða landinu. Virðist hann stefna að því að rjúfa þar hringveginn.
Ekki var dregið úr lágtíðninni og koma því andstæður hljóðanna vel í ljós. Heyra má jakana molna sundur í hamaganginum.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ ogb Røde NT-2a hljóðnema ásamt Sennheiser ME-64 í MS-uppsetningu. Inngangsstyrkur síðarnefnda hljóðnemans var lækkaður um 6 db til þess að ná meiri hljóðdreifingu.
Ljósmyndina tók Elín árnadóttir.

 

The Breiðamerkursandur, Southeast-Iceland, is a magnificient place with the glaciers to the north and the Atlantic Ocean to the south. On February 23 Elin and I recorded the sounds of the streaming water from the lagoon to the sea, with the noise of the ocean to the left and the water with breaking ice infront.
A Nagra Ares BB+ was used together with a Rode NT-2A and a Sennheiser ME-64 in an MS-setup.
The photographer was my wife, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband