Áhugaverð Kínaferð í júní - Kímfélagar fá 20% afslátt

Sjálfsagt er að bjóða börnum að ríða rugguhesti á ári hestsins.Unnur Guðjónsdóttir hefur stjórnað drekadansinum síðan árið 2007.

Kínaklúbbur Unnar veitir félagsmönnum Kím 20.000 kr afslátt á 19 daga ferð til Kína í sumar. Meðal annars veður farið til Shanghai, Suzhou, Chengdu, Tíbets og Beijing og er þá fátt eitt talið.

Unnur sagði frá ferðinni í viðtali, samanber meðfylgjandi hljóðskrá.

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Kínversk-íslenska menningarfélagið og njóta afsláttarins geta sent tölvupóst á netfangið kim@kim.is. Nafn, kennitala og heimilisfang þurfa að fylgja.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Heimurinn skoðaður með hljóðsjá - perceiving the world with sound-radar

Á þessari síðu er skemmtilegur þáttur um „hljóðsjón“ sem hefur verið þekkt fyrirbæri á meðal blindra um nokkurt skeið. Nú hefur þessi tækni verið þróuð fyrir Android farsíma og tekur um þessar mundir miklum framförum. Hægt er að nýta hljóðsjónarforritið til að finna hluti, skoða lögun þeirra, varast hindranir o.s.frv.

Þátturinn, sem er á ensku,  fylgir þessari færslu sem mp3-skrá. Ef til vill getum við gert tilraunir með þetta fyrirbæri hér á landi.

 

The so-called soundvision has been a known phenomen in the field of technology for the blind for over 50 years. Now this radar technology has been adapted for the Android phones. See the link above and the attached MP3-file

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afbrigðilegt súrmetisát

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 7. Febrúar síðastliðinn var margt kveðið um Þorrann. Þórarinn Már Baldursson kvað þessar vísur um matarlyst sína við alkunna stemmu, en hann er prýðilegur kvæðamaður eins og heyra má.

Sértu hallur heimi úr

og heilsu viljir glæða

onúr hjalli og upp úr súr

ættir þú að snæða

Heilnæman nú hyggst ég kúr

halda næstu daga;

allt er betra upp úr súr,

er það gömul saga.

Ekki vil ég vera klúr,

en vita mega flestir

að ég borða upp úr súr

allt sem tönn á festir.

Stundum fer ég fram í búr

að forðast heimsins amstur.

Indælan ég upp úr súr

et þar lítinn hamstur.

Lykkju minni leið ég úr

legg að kaupa mysu

því ég ætla að setja í súr

sæta litla kisu.

Úti í garði á ég skúr,

er þar fullt af döllum.

Þar ég geymi í góðum súr

ganglimi af körlum.

Oft á kvöldin fínar frúr

finna hjá mér næði,

en að lokum upp úr súr

ég eymingjana snæði.

Siðferðis er mikill múr

sem meinar fólki að smakka

langsoðna og lagða í súr

litla feita krakka.

Ef ég fer og fæ mér lúr

fer mig strax að dreyma

að ég liggi oní súr

en ekki í bóli heima.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vísur Bjarka Karlssonar um Afa og ömmu kveðnar við kínverska stemmu

Arnþór kveður vísur Bjarka Karlsssonar við kínverska stemmu. Ljósmynd: Þorgerður Anna BjörnsdóttirAð kvöldi fyrsta dagsins í ári hestsins efndu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska verslunarráðið til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Bambus. Þar sem komið hafði fram í blaðaviðtali við Unni Guðjónsdóttur, að um skemmtiatriði yrð að ræða, voru góð ráð dýr. Ákvað ég að kveða vísur Bjarka Karlssonar um hið grátlega kynjanna misrétti sem tíðkaðist áður fyrr og tíðkast jafnvel enn. Notaði ég kínverska stemmu, sem ég hafði kveðið fyrir zhang Boyu, þjóðfræðing, sem var hér á ferð fyrir tæpum tveimur árum að kynna sér íslenskar stemmur og þjóðlög.

 

IN ENGLISH

 

This is a Chinese folk song performed in an icelandic traditional way as the so-called "Rímur" are chanted. It was performed at at dinner which was held by The Icelandic Chinese Cultural Society and Trade Council to celebrate the year of the horse.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ying Manru, túlkur fyrstu íslensku sendinefndarinnar til Kína 1952, segir frá

Ying Manru, túlkur sendinefndarinnar frá 1952, les ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Fyrsta október, klökkvum rómi.Eins og mörgum er kunnugt voru dagbækur Jóhannesar úr Kötlum frá árinu 1952 gefnar út í Kína í kínverskri þýðingu nú í haust, en hann var formaður íslenskrar sendinefndar sem sótti Kínverska alþýðulýðveldið heim á því ári. Leiddi sú ferð m.a. til stofnunar Kím haustið eftir. Tilefnið var 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Í bókinni eru einnig ljóð sem Jóhannes orti í Kína.

 

Af þessu tilefni var haldin hátíð í tungumálastofnun Peking-háskóla 28. október síðastliðinn. Mikla aðdáun og undrun gesta vakti túlkur íslensku sendinefndarinnar árið 1952, frú Ying Manru, sem kenndi lengi ensku við Peking-háskóla. Hún er fædd árið 1928 og er því 85 ára gömul. Hún mundi enn tvö nöfn úr sendinefndinni, Mister Úr Kötlum og Nanna Ólafsdóttir.

 

Formaður Kím, Arnþór Helgason, hljóðritaði við hana stutt viðtal. Þar greindi hún frá ánægjulegu samstarfi við íslensku sendinefndina. einn nefndarmanna (annaðhovrt Þórbergur Þórðarson eða Zophonías Jónsson) hefði verið fiskimaður og risið árla úr rekkju. Sagðist hún einatt hafa hitt hann og hefði hann dáðst mjög að landslaginu þar sem hann var hverju sinni.

 

 

IN ENGLISH

 

In October 2013 the diaries of the Icelandic poet, Jóhannes úr Kötlum, from the year of 1952, were published in a Chinese translation to mark the 60th anniversary of the founding of The Icelandic Chinese Cultural Society. Jóhannes was the chairman of the first Icelandic delegation which visited China in 1952, but this trip lead among other things to the founding of I.C.C.S. in 1953. Arnthor Helgason, chairman of I.C.C.S. recorded a short interview with the interpreter of the delegation, Mrs. Ying Manru, who was then 85 years old.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvæðið Vestmannaeyjar eftir Kristin Bjarnason (1892-1968)

Á þessum síðum hef ég aldrei birt kvæðið um Vestmannaeyjar sem Kristinn Bjarnason, sem var vörubílstjóri í Vestmannaeyjum á 4. Áratug síðustu aldar, orti og átti að flytja á þjóðhátíð árið 1936 eða 1937, en ekkert varð af. Við þetta kvæði setti ég lag árið 1966 og var því útvarpað í fremur frumstæðri útsetningu. Seinna söng Guðmundur Jónsson það í Eyjapistli en þremur árum áður var það útsett fyrir blandaðan kór. Samkór Vestmannaeyja mun hafa sungið lagið á söngferð í Færeyjum, en í Vestmannaeyjum veit ég ekki til að lagið hafi nokkru sinni verið sungið.

Kristinn Bjarnason heimsótti okkur þriðjudaginn 9. Ágúst það sama sumar og gaf mér ljóðabók sína. Þá hljóðrituðum við tvíburarnir lestur hans á kvæðinu.

Hér fyrir neðan er kvæðið birt.

Ég hef í hyggju að láta hljóðrita útsetningu fyrir blandaðan kór á næsta vetri ef efni og ástæður leyfa.

Heimaey, þú hafsins gyðja,

hrikaleg en fögur þó,

þér er helguð öll vor iðja,

athöfn jafnt á landi og sjó.

Storkur elds skal rjúfa og ryðja,

rækta flöt úr hrauni og mó.

Framtíð þeirra og farsæld styðja fortíðin sem erfðir bjó.

Allt í kring um Eyja hringinn Ægisdætur bylta sér,

við austanrok og útsynninginn

um þær vígamóður fer,

léttast brýr við landnyrðinginn

löðra þá við klett og sker,

hæglátar við hányrðinginn

hjala milt um strönd og ver.

Heimaklettur, hafnarvörður,

hæzta tignarsvipinn ber,

eins og hann væri af guði gjörður,

gamla ey, að skýla þér.

Brimi varin Vík sem fjörður,

vatnar yfir Básasker.

„Óðinn“, Baldur“, „Bragi“, Njörður“,

Bóls á festum vagga sér.

Athyglina að sér dregur

Eyjartangi, höfði stór,

þar upp liggur vagna vegur,

víðast kringum fellur sjór.

Fuglabjörg á báðar hendur,

brekka grösug ofan við.

Efst þar vitavirkið stendur vermdarstöð um mannlífið.

Fuglamæður fanga vitja

fjölbreytt eru þeirra störf,

aðrar uppi á syllum sitja.

söngva hefja af innri þörf. Undirleikinn annast sjórinn,

yrkir stormur lag og brag.

Þúsund radda klettakórinn

kyrjar þarna nótt og dag.

Hömrum krýndi Herjólfsdalur,

hátíðanna meginstöð,

skín nú eins og skemmtisalur,

skreytt er fánum tjalda röð.

Njótum dagsins, hrund og halur,

hresst og yngd við sólarböð.

Truflar enginn súgur svalur

söngva hefjum frjáls og glöð.

Hundruð fólks á staðinn streymir,

stundin sú er mörgum kær.

Saga engum gögnum gleymir

þótt gamli tíminn liggi fjær,

skyggnan anda örlög dreymir, atburðirnir færast nær:

Stærstu rökin staðreynd geymir,

stóð hér forðum Herjólfs bær.

Rústir hans úr rökkri alda

risið hafa í nýja tíð,

þar sem skriðan kletta kalda

kviksett hafði fé og lýð.

Sögn er krummi kænn og vitur

konu einni lífið gaf,

meðan urðarbyljan bitur

bóndans setur hlóð í kaf.

Hamragarðsins hæsti tindur,

hjúpaður fjarskans bláa lit,

um þig leikur vatn og vindur,

vanur súg og fjaðraþyt.

Veit ég margan grípur geigur

gægjast fram af hárri brún,

þar sem aðeins fuglinn fleygur

flögrar yfir strandbergs hún.

Yfir þessu undralandi

einhver töfraljómi skín,

sem perludjásn á bylgjubandi

blómgar eyjar njóta sín.

Sær og vindur síherjandi

sverfa fuglabjörgin þín.

Þó er sem vaki vermdarandi,

veiði svo hér aldrei dvín.

Njóttu allra góðra gjafa,

glæsilega eyjan vor,

meðan röðulrúnir stafa

Ránar-flöt og klettaskor.

F'öður, móður, ömmu og afa

enn þá greinast mörkuð spor.

Æskan má ei vera í vafa

að vernda drengskap, kraft og þor.

Sit ég hér á sumarkveldi,

silfrar jörðu döggin tær,

vestrið líkt og upp af eldi

aftanroða á fjöllin slær.

Nóttin vefur dökka dúka,

dularfull og rökkurhljóð.

Blítt í sumarblænum mjúka

báran kveður vögguljóð.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tónsnældan - kassettan - fimmtug

Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að Philips í Hollandi setti tónsnælduna eða kassettuna á markað. Óhætt er að segja að snældan hafi valdið byltingu í lífi margra og hún varð eitt helsta hjálpartæki blindra námsmanna. Ekki má gleyma hlut hennar í hljóðbókaútgáfu um þriggja áratuga skeið.
Við tvíburarnir eignuðumst kassettutæki í maí árið 1965, en það reyndist gallað og skiptum við því út fyrir spólutæki.
Sumarið 1967, nánar tiltekið 21. júní, keyptum við kassettutæki hjá Elís Guðnasyni á Eskifirði, en hann flutti þau inn frá Hollandi. Hljóðrituðum við ýmislegt á snælduna sem fylgdi með tækinu. Hún er enn til og hafa tóngæðin haldist allvel.
Fimmtudaginn 24. janúar 2007 minntist ég þess í þættinum "Vítt og breitt" að 40 ár voru liðin frá árinu 1967. Þá dró ég fram snælduna og útvarpaði nokkrum brotum af því sem við hljóðrituðum um sumarið. Einnig slæddist frumútgáfa lagsins Fréttaauka af gamalli útvarpssspólu.
Hljóðritað var með hljóðnemanum sem fylgdi tækinu.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tónafjöld bæjarlækjarins við Neðri-Rauðsdal - the variety of tones of a little stream

Skvaldur lækjarins er heillandi. Ljósmynd: Elín ÁrnadóttirVið hjónin ferðuðumst um sunnanverða Vestfirði 27.-29. júlí síðastliðinn. Með í för var Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. Að morgni 29. júlí hljóðritaði ég bæjarlækinn við Neðri-Rauðsdal. Notaði ég tvo Røde NT-2A hljóðnema í AB-uppsetningu (Omnidirectional).
Eftir það stillti ég hljóðnemana á áttu, þ.e. þeir hljóðrituðu bæði að og frá læknum. Þetta er ekki alls óskylt Blumlein uppsetningu að öðru leyti en því að í Blumlein uppsetningunni er 90° horn milli hljóðnemanna og er annar settur ofan á hinn. Sá efri er látinn snúa að upptökum hljóðsins, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair. Árangurinn var stórkostlegur. Í fyrra hljóðritinu er áttu-uppsetningin notuð, hljóðnemarnir standa hlið við hlið og hljóðrita í báðar áttir. Seinna hljóðritið er AB-uppsetning, báðir hljóðnemarnir eru í víðri uppsetningu (omnidirectional). Í bæði skiptin eru um 40 cm á milli þeirra. Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega dýpt og skvaldur lækjarins. Mælt er með góðum heyrnartólum.

In ENGLISH
I and my wife went to the West Fjords in Iceland and travelled around on July 27-29 with our friend, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. In the morning of July 29 I recorded the bubble and singing of the stream at the farm, Neðri-Rauðsdalur. Two Røde NT-2A were used in an omnidirectional Ab-Stereo setup  with 40 cm spacing. Then I changed the configuration to an eight setup, with the same location of the mics. This is a kind of related to the Blumlein Setup except that in Blumlein the mics are close to each other in a 90°setup with one above the other (see http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair).
The difference was shaking. In the first recording the eight configuration is used and the AB-setup in the second one. Please note the deapth of the eight figured sound and how the deep tones of the spring are getting through. A Nagra Ares BB+ was used.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljólreiðakeppni - andstæð hljóð

Arnþór yljar sér á kaffi. Ljósmynd: Elín Árnadóttir

Alvogen Trial hjólreiðakeppnin var haldin í fyrsta sinni að kvöldi 4. Júlí. Norðurhluta Sæbrautarinnar var breytt í leikvang hjólreiðafólks. Slóðin á keppnina er http://hjolamot.is. Við Elín fórum á staðin og komum okkur fyrir milli göngu- og hjólreiðastígsins og akbrautarinnar skammt vestan við Sólfarið. Reynt var að fanga reiðhjólakliðinn og hófst hljóðritun skömmu áður en kapparnir hófust handa. Óneitanlega truflaði hávaðinn frá umferðinni, en þegar keppnin hófst færðist umferðin á suður-akreinarnar og nokkru fjær hljóðnemunum. Notaðir voru tveir Røde NT-2 hljóðnemar í AB-uppsetningu og voru hafðir í 2,5 m hæð. Eindregið er mælt með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum. Hljóðnemarnir voru stilltir á víða uppsetningu og skorið var af 80 riðum. Þeir voru klæddir í loðfeldi vegna golu og skúraleiðinga.

The Alvogen Trial Cyclingrace was held in Reykjavik in the evening of July 4, see link above. The northern lanes of Sæbraut, one of the mainstreets along the coast were closed for motor-trafic. The recording started a little before the contest. Røde NT-2A mics were used in an AB-setup with apr. 55 cm spacing. The mics were set up as omnidirectional and covered with fur as there was some breeze and showers. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þorsteinn Magni Björnsson kveður sér hljóðs sem kvæðamaður

Þorsteinn Björnsson, kvæðamaðurÁ fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 10. maí síðastliðinn, kvað Þorsteinn Magni Björnsson nokkrar stemmur. Í lokin kváðu þeir Ingimar Halldórsson saman.
Þorsteinn Magni hefur ekki kveðið áður á fundi og er það svo sannarlega fagnaðarefni þegar nýir kvæðamenn kveðja sér hljóðs. Þorsteinn hefur sótt kvæðalagaæfingar Iðunnar um tveggja ára skeið og eins og hann segir sjálfur, "hefur eitthvað síast inn." Hann hefur einnig numið stemmur af Silfurplötum Iðunnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband