Deildartunguhver, vatnsmesti hver Evrópu

Hljóð hversins eru margbreytileg. 

Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu. Hann sendir frá sér 180 lítra af um 100 stiga heitu vatni á sekúndu eða 648 smálestir á klst. Hverinn hefur verið virkjaður að hluta og sér Borgarnesi og Akranesi fyrir heitu vatni. Að öðru leyti er hverinn friðaður.

Mánudaginn 9. júlí var stynningsgola að norðan við hverina, sem mynda Deildartunguhver. Hljóðin voru mismunandi, en einna tilkomumest voru þau á afmörkuðu svæði, þar sem heyrðust alls kyns sullumbull og brestir.

Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Voru þeir hafðir í Blimp-hlíf. Hljóðnemunum var beint niður á við. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.

 

The hot spring of Deildartunguhver

 

Deildartunguhver is the largest hot spring in Iceland and europe, with 180 l/sec, or altogether 648 tons of boiling water per hour. Some of the springs, who form this rich source of warm water, are used to provide the nearby villages with water for central heating. The remaining springs are a preservation zone.

There are various sounds in the hot springs. I found the sounds most interesting at a particular place. Røde NT-2A and NT-55 mics were used in an MS-setup, covered by a Blimp, protected by a „dead cat" due to the strong wind and moisture. The mics were directed downwards.

The photographer was Elín Arnadóttir.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngur nokkurra sílamáva við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

 

Í morgun hélt ég ásamt Emeline Eudes, ungri konu frá París, sem vinnur við rannsóknir á ýmsum þáttum sjálfbærs samfélags, út á Seltjarnarnes að hljóðrita. Vorum við komin út að morgun upp úr kl. 5. Veðrið var undurblítt, hlýtt í veðri og stillilogn.

Ég hljóðritaði sitthvað og hún tók kvikmyndir. Upp úr kl. 6 Vaknaði borgin og hávaði tók að berast til okkar.

Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 7 hófst samsöngur nokkurra sílamáva.

 

The concert of some Lesserback gulls

 

this morning I went with Emeline Eudes To the southwestern part of Seltjarnarnes in Iceland. I recorded some sounds and she filmed.

We arrived there close to the Island of Grótta at 5 in the morning. The wind was almost still, it was warm and the brightness as beautiful as it can be early in the morning.

At around 6 o‘clock the city woke up and some noise was brought to us. At around 06:50 some lesser-back gulls started a concert.

 

Recorded in MS-stereo with Rode NT-1A and NT-55. The recorder was Nagra Ares BB+, recording in 24 bits, 44,1 kHz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kríuungar á golfvelli Seltjarnarness

Kría 

Við hjónin hjóluðum út í suðurnes í kkvöld og gengum umhverfis golfvöllinn. Sá þá elín og heyrði ég hvar kríuungar voru innanum fullorðnu kríurnar. Fyrst hélt ég að um gamlar og hjáróma kríur væri að ræða, en svo var ekki. Haft var samband við Jóhann Óla Hilmarsson, ljósmyndara og fuglafræðing. Staðfesti hann að varpið hefði gengið mun betur í sumar en undanfarin ár.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 á 16 bitum, 44,1 kílóriðum og voru hljóðnemarnir klæddir í Røde-vindhlíf. Skorið var af 100 riðum.

 

chicks of the Arctic Tern at the golff corse in Seltjarnarnes, Iceland.

 

 

When I was walking with my wife along the golf corse nearby our hometown, Seltjarnarnes in Iceland, she saw and I heard that some chicks were among the Arctic Terns, which stay on the corse during the summer. the photographer, Jóhann Óli Hilmarsson, a known specialist on birds, confirmed that the kast of the terns was more successful than in last years.

There have hardly been any chicks of the Terns in the past 6-8 years due to the lack of Sandlaunce.

The recording was made with an Olympus LS-11, on 16 bits, 44,1 khz, and the mics covered with a dead chicken from Røde.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Byggingaverkamenn að störfum austan Oddagötu í Reykjavík

 

Austan Oddagötu á svæði Háskóla Íslands eru nú reistar nýjar stúdentaíbúðir. Þegar við hjónin hjóluðum þar framhjá í fyrradag á tveggja manna hjólinu Orminum bláa, bar fyrir eyru hljóð, sem vart hafa heyrst á þessu svæði í nokkur ár - byggingarverkamenn voru að störfum. alls konar hljóð bar fyrir hlustir: negldir voru venjulegir naglar með hömrum, sagir hljómuðu, slípirokkar, sementshrærivélar o.s.frv. Þess vegna var farið á staðinn í gær og tekið hljóðsýni.

Mælt er með góðum heyrnartólum. Njótið hávaðans og fjölbreytni hans en gætið þess að skaða ekki heyrnina.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Blimp-vindhlíf var notuð.

 

A construction side in Reykjavik.

 

In Reykjavik, east of Oddagata, a street at the area of The University of Iceland, a team of construction workers is currently building an apartment house with flats for students. These sounds are not as frequently heard in Iceland as in the years before the financial crash in 2008 and the econonic recession, which followed., when I and my wife passed by on our tandem 2 days ago. all kinds of machinery and old fashioned hammers were heard and many things more.

We went there again yesterday and I collected some samples of sounds.

A Nagra Ares BB+ was used, recorded at 44,1 kHz and 24 bits. Røde NT-2A and NT-55 omnidirectional were used in a MS-setup, covered by a blimp.

Good headphones are recommended. Please enjoy the noise!Take care of your ears and enjoy the sounds.

comments are welcomed at

arnthor.helgason@gmail.com.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljóðlátt en fjölbreytilegt lífríki við Hreðavatn

Að ýmsu er að hyggja.

Miðvikudaginn 11. júlí síðastliðinn var einmuna blíða við Hreðavatn. Um kl. 11 árdegis kom ég mér fyrir með Nagra Ares BB+ og hljóðnema skammt frá norðurströnd vatnsins. Beindi ég hljóðnemunum að mýri sem var þar rétt hjá. Ef til vill gerði ég þar mistök, því að fuglar komu ekki nærri. En því meira var af alls kyns smáflygildum.

Þetta er hljóðlátt hljóðrit með flugnasuði, fjarlægum sauðajarmi, þresti og sandlóu ásamt fuglum í fjarska. Þá má heyra í fólki allfjarri og bifreið rennur eftir malarvegi skammt frá.

Notaðir voru tveir Røde NT-1A í AB-uppsetningu með u.þ.b. 40 cm bili. Hafður var yfir þeim „dauður köttur“ og skorið af 100 riðum vegna vindgnauðsins.

Hljóðritið hófst kl. 13:20. Áður hafði verið stynningshvass vindur úr norðri, en nokkuð lægði og er golan í raun hluti hljóðmyndarinnar.

Menn taki sérstaklega eftir daufum smellum, sem heyrast endrum og eins. Þar er lúpínan að opna fræbelgi sína.

Eindregið er mælt með að hlustað sé á hljóðritið með heyrnartólum.

Myndina tók eiginkona mín og hjálparhella, Elín Árnadóttir, þegar hljóðritun var undirbúin.

 

THE RICH WILDLIFE AT HREÐAVATN

 

On July 11 the sun was shining in the area around The lake of Hreðavatn . At around 11 in the morning my wife took me to the northern shore of the lake where I placed myself together with a Nagra Ares BB+ and some microphones about 100 m from the northern bank, where there is a swamp. I may have made a mistake by selecting this location as the birds where some distance away, mostly closer to the bank. But I decided to wait.

While listening through the headphones I discovered that the silence was filled with sounds. All kinds of insects were flying around and a lot of them visited the Røde NT-1A microphones, which were in an AB-setup with 40 cm spacing, facing to the swamp. Redwings and redshanks were also heard and a a ringed plover came quite close.

Some distant voices can also be heard as well as sheep calling the lambs. A car drives along a gravel road.

Please note the small cracks which are heard when the Lupinus nootkatensis   Lupin is opening its capsules. The wind was blowing from the north fiddling with the mics, which were covered with „dead cats“. Bot the sound of the wind and the grass is a part of the whole sound environment.

Headphones are recommended.

My wife, and helping hand, Elín Árnadóttir, took the photo while the recording was being prepared.

 

Please feel free to post comments to

arnthor.helgason@gmail.com or

arnthor.helgason@simnet.is

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarnóttin umhverfis sumarbústaðinn

Dagana 6.-13. júlí vorum við hjónin í sumarbústað skammt frá Háskólanum að Bifröst í Borgarfirði. Var þá ýmislegt hljóðritað og margvíslegar tilraunir gerðar.

Aðfaranótt fimmtudagsins 12. júlí setti ég tvo Røde NT-1A út á pallinn, sem er umhverfis húsið. Voru þeir í AB-uppsetningu með u.þ.b. 45 cm millibili.

Fuglasöngurinn var fjarlægur, en þessir næmu hljóðnemar námu hann ásamt braki í pallinum, vatnsrennsli í hitakerfi hússins. Sitthvað fleira námu hljóðnemarnir í sumarnóttinni, sem er aldrei hljóð, ef grannt er eftir hlustað.

Hljóðritið hófst þegar klukkan var 12 mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Um klukkustund síðar höfðu fuglarnir hætt sér nær, en þá brugðust hljóðnemarnir vegna raka eins og lýst er í síðustu færslu.

 

The summernight around the summerhouse

 

I and my wife rented a summerhouse in Borgarfjörður, Iceland, quite close to the University of Birföst. during our stay there from July 6-13, I made some experiments with different setups of microphones.

 

the night before July 12 I placed 2 Røde NT-1A on the veranda around the house facing to the south. They were about 8 m from the wooden house. I took my Nagra Ares BB+ outside at around 1:30 am. The temperature was around 5° and the dead cats, covering the mics, a little cold, but dry. The birds were quite distant, but at around 03:30 they came closer. Then the mics had stopped working normally due to the dew, as explained in my last blog.

 

The recording, which is attached to the blog, started at around 02:12. Some redwings and probably wagtails and wrens are heard as well as some other birds. In the beginning the special sound of the ptarmigan is quite clear.

 

The veranda and the wooden house is clattering and the running water of the central heating is also heard as well as other sounds, which are not explained. The summernight is not quiet, but mysterious.

    
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Undarlegt suð - A strange noise

Um daginn reyndi ég að hljóðrita næturhljóð uppi í Borgarfirði. Notaðir voru Røde NT-2A og NT-1A ásamt NT55.

Þegar hljóðritað hafði verið í u.þ.b. 1,5 klst fór a bera á truflunum í NT-2A og NT-1A hljóðnemunum.

Seinni nóttina var augljóst að dögg var á og einnig var augljóst að truflanirnar hættu skömmu eftir sólarupprás.

Þetta mál hefur verið rætt á póstlista náttúruhljóðritara (Natural Recordists Mailinglist). Niðurstaðan er sú að kuldi og raki hafi þessi áhrif á hljóðnemana, enda er þetta þekkt fyrirbrigði á meðal notenda þeirra. Ýmsar lausnir hafa verið tilteknar á þessu vandamáli svo sem uppsetning hitara.

Örstutt hljóðskrá fylgir þessari færslu með hljóðsýni af suðinu.

 

IN ENGLISH

 

Last week I placed Røde NT-1A, NT-2A and NT-55 outdoors for a whole night. The first night Nt-2A started producing some noise after som 1.5 hours recording and the second night the same happened to the NT-1A.  A strange noise occurred but it seemed do disappear after the sunrise.

After some investigation I raised this question on the Natural Recordists Mailinglist. I received many answers and it was obvious that this is a known issue with the NT-1A at least and some say with most condenser microphones. In a letter from one member of the list it is mentioned that this occurs usually in the morning when the fog comes and the cold and wet makes this happen to the mics.

 

some solutions have been mentioned to this problem as a setup of heaters.

A soundfile containing a sample of the noise is attached to this blog.

Those who like to comment on this blog can send an email to

arnthor.helgason@simnet.is or

arnthor.helgason@gmail.com

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Birkið skýldi hljóðnemunum - The Birch protected the microphones

Gróðurinn veitti skjól gegn hvassri norðanáttinni (ljósmynd: Elín Árnadóttir)

Ef bæjarheitinu Dæli er flett upp í kortasafni Nokia koma upp sambærileg nöfn í Kína, á Balí og Noregi auk Dælis í Víðidal.

Á ferð okkar hjóna um Norðurland í júnílok gistum við að Dæli í Víðidal, en þar hefur verið starfrækt ferðaþjónusta frá árinu 1988. Síðast gistum við þar fyrir 15 árum og eigum mjög góðar minningar um dvölina.

fyrir framan gamla íbúðarhúsið, þar sem við gistum er garður með dálitlum birkilundi. Þar var hljóðnemunum komið fyrir í MS-uppsetningu í skjóli fyrir hvassri norðangolunni. Hafist var handa við að hljóðrita um morguninn.

Þetta hljóðrit er glöggt dæmi um þá erfiðleika sem menn stríða við, þegar íslensk náttúra er hljóðrituð. Mófuglar halda sig yfirleitt í hæfilegri fjarlægð, en fuglar eins og hrossagaukur og þrestir koma stundum býsna nærri. Þess vegna er talsvert ójafnvægi í hljóðritinu og svo virðist sem gjamm hrossagauksins sé yfirþyrmandi. Ýmsir fleiri fuglar koma fram. Vakin skal athygli á rjúpu, en að öðru leyti verður ekki fjölyrt um fuglana. Vindurinn leikur sér að greinum og laufi trjánna og þýtur einnig í grasinu.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðrit og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

when I looked up the location of the farm Dæli in Northwest-Iceland with my GPS-system of Nokia mobile phone, I found several names similar to the Icelandic one in Bali, China and Norway.

On our travel in Northern-Iceland in the end of June I and my wife stayed at Dæli in Víðidalur, Northwest-Iceland for one night. The old farmhouse has been used as a guesthouse since 1988 and we had stayed there once before (in 1997) and had very good memories of our staying there.

It was rather windy from the north and a lot of noise both from the wind, leaves and the grass. In front of the farmhouse is a grove of Birch trees. There I placed the microphones in a MS-setup, placed inside a blimp windshield. This recording is a typical example of the problems occurring when trying to record the natural sounds of Iceland. Some of the birds were quite distant while the Redwings and the Redshanks were quite close with their trident sounds. Please note the burping sound of the ptarmigan.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Birgir Þór er blíður gestur

Birgir Þór undi sér vel á Þjóðminjasafni Íslands. 

Við Elín höfum verið svo heppin að allir afkomendur hennar og tengdadóttir okkar hafa komið hingað að undanförnu. Aðfaranótt annars júlí gistu þeir báðir hjá okkur, Birgir Þór 7 ára og Kolbeinn Tumi fjögurra ára. Birgir Þór varð síðan eftir.

Þau Elín amma hafa gert ýmislegt til gagns og gamans og í dag var farið á Þjóðminjasafnið. Undirritaður skellti sér með.

Birgir Þór hefur nokkrum sinnum komið fram á þessum síðum. Síðast ræddum við um jólasveina og á þeirri færslu eru einnig nokkrar krækjur í fyrri viðtöl.

Ég stóðst ekki mátið í dag og tók hann tali.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Smeykir fuglar - Nervous birds

Að kvöldi 28. júní síðastliðinn tókum við hjónin okkur gistingu á bænum Bjarnargili í fljótum, en sveitin, sem áður nefndist Fljótahreppur, er nú hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Við hjónin höfðum áður gist á Bjarnargili hjá þeim Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni, en ég mundi vel eftir Trausta frá því að ég var barn og hann vann hjá föður mínum í Vestmannaeyjum veturinn 1963.

Ég hljóðritaði um nóttina frá miðnætti og fram til rúmlega 8 um morguninn. Lítið gerðist framan af nóttu, en um miðmorgunsmund, upp úr kl. 6, vaknaði heimilisfólk við mikinn hávaða í garðinum. Taldi húsfreyja að refur hefði komið á vettvang. Einnig mátti greina í fjarska hrafn og eitthvað varð til að rasta ró þrasta, músarrindla, maríuerlu og annarra mófugla að ógleymdun jaðrakanum, sem kvartaði sáran. Atgangur í þröstunum var svo mikill að einn þeirra flaug á hljóðnemana. Það má heyra þegar tæpar 10 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Fuglahljóðin eru yfirleitt lág, eins og algengt er þegar hljóðritað er í íslenskri náttúru. Því eru hlustendur varaðir við að hávaðinn verður skerandi þegar um 6 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Nokkuð dró úr atganginum, en greinilegt var að fuglarnir voru ósáttir við eitthvað sem læddist um í grasinu. Það má heyra, ef grannt er eftir hlustað.

Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT55. Hljóðritinn var sem fyrr Nagra Ares BB+. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

 

In english

 

In the evening of June 28, I and my wife went to the farm Bjarnargil, but Sigurbjörg Bjarnadóttir and Trausti Sveinsson have been engaged in the tourist trade for several years. Bjarnargil is in the community of Fljót, which belongs to the municipality of Skagafjörður in Northwest-Iceland.

I placed the microphones south of the farmhouse and started the recording ar midnight. Around 6 o‘clock in the morning of June 29, something happened and we woke up with some noise. The mistress thought that a fox might have entered the garden, and if one listens carefully something can be heard sneaking around. At least the blackbirds, waggtails, wrens, redshanks and other birds were very upset. One of the blackbirds even flewinto the windscreen as can be heare when almost 10 minutes have passed.

Headphones are recommended. However it should be noted that some of the birds are far away and the sounds are rather low as usually in the Icelandic nature. When the birds were attacking their enemy in the garden they wrer quite close to the microphones and very noisy.

Røde Nt-2A and NT55 were used in an MS-setup as well as Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband