Kröfuganga í Reykjavík 1. maí 2012

 

Kröfuganga var farin í Reykjavík í dag, 1. maí, sennilega í 90. skipti. Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fóru fyrir göngunni. Svanurinn var eftri og fylgdum við Elín honum. Fátt var um baráttulög, en heilmikið um skemmtilegar útsetningar.

Olympus LS-11 hljóðriti var með í för. Vegna norvestan-áttarinnar var skorið af 80 riðum. Kröfugangan fylgir hér í heild mönnum til ánægju og yndisauka.

 

IN ENGLISH

 

A demonstration was held in Reykjavik om May first as usually as well as a meeting at Ingolfs Square.

Two brassbands lead the demonstration. The workers Brassband and Svanur (swan).

An Olympus LS-11 was used to record the atmosphere. Due to the westerly wind I had to cut off frequencies below 80herz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Af baráttu fyrri tíðar - viðtal úr Eyjapistli við Helgu Rafnsdóttur

 

Þriðjudaginn 1. maí árið 1973 útvarpaði Gísli Helgason, annar umsjónarmaður Eyjapistils, viðtali við Helgu Rafnsdóttur, hina ódeigu baráttukonu, sem bjó ásamt eiginmanni sínum, Ísleifi Högnasyni og börnum þeirra hjóna, í Vestmannaeyjum um langt árabil.

Viðtalið er birt hér að ábendingu umsjónarmanns.

Helga Rafnsdóttir

 


Grunsamlegur hljóðritari á Kastrup - A Suspicious passenger on Kastrup

 

Þegar menn bíða þess á flugvöllum, að þeimm verði hleypt um borð í þá vél, sem þeir ætla með, er það fangaráð margra að fylgjast með mannlífinu.

Sunnudaginn 1. apríl vorum við hjónin á leiðinni til Beijing. Ég hafði með mér Nagra Ares BB+ hljóðrita og tvo Senheiser ME-62 hljóðnema. Auðvitað var tækifærið notað og hljóðumhverfið á einum veitingastaðanna fangað, en við sátum við útjaðar hans.

Einatt virðast menn torgryggnarií garð þeirra, sem hljóðrita en þeirra, sem kvikmynda eða taka ljósmyndir, eins og heyrist á þessu hljóðriti. Hvernig skyldi standa á því?

 

IN ENGLISH

 

While passengers are waiting at airports many of them enjoy looking around and listening to the continuous stream of people.

On April 1, I and my wife were on our way to Beijing. While waiting for the plane to be boarded, I used the opportunity and recorded the sounds nearby one of the restaurants. I used Nagra Ares BB+ and 2 Senheiser ME-62 omnies.

I have noticed that many people find those, who are recording sounds, more suspicious than those, filming or taking pictures. Why is that? This time there was no exception. A gentleman aske what I were doing with the microphones. I replied by stating that I were making recording for the Icelandic radio.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing The Chime at the old railway station in Beijing

Hamingjusamur hljóðritariEnnþá hljómar Austrið er rautt

Þeir sem eru kunnugir Hljóðblogginu vita, að lagið Austrið er rautt er lag lífs míns.

Um tíma var þetta lag eins konar þjóðsöngur Kínverja, en árið 1942 var ort ljóð um Mao formann við þennan ástarsöng, sem áður hét "Ríðandi á hvítum fáki" og fjallaði um ungan mann, sem hugsaði til unnustu sinnar, sem hann mátti ekki vera að því að hitta, því að hann var genginn í andspyrnuher kommúnista gegn Japönum. Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing leikur ennþá þetta lag. Það hljóðritaði ég þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn kl. 17:00 að staðartíma. Notað var Olympus LS-11 tæki með vindhlíf frá Røde, en snarpur vindur var á þetta síðdegi.

THE CHIME OF THE OLD RAILWAY STATION IN BEIJING

The tune "The East is Red" is the song of my life as those, who have enjoyed this blog, know. First it was a lovesong which later was changed to a song in praise of Chairman Mao Zedong and was for some time a kind of a national anthem in China.

The chimes at the old railway station in Beijing still play this beautiful and magnificent tune. It was recorded on April 3 2012 at 17:00. An Olympus LS-11 was used with a windscreen as it was quite windy that afternoon.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vatn, ís og gufa

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 9. þessa má´naðar, stýrði Helgi Zimsen litla hagyrðingamótinu, eins og venja hefur verið nokkur undanfarin ár. Að þessu sinni voru hagyrðingarnir Ingi Heiðmar Jónsson, Ragnar Böðvarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinssson, nýr formaður Iðunnar, en hann var kjörinn þá um kvöldið. Yrkisefnin voru Vatn, ís og gufa. Ingi Heiðmar kvað vísur sínar.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og tveimur Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.

 

 

IN ENGLISH

 

Kvæðamannafélagið Iðunn is a society where people makes ditties and verses in an Icelandic traditional style. This recording is from a part in the meeting of March 9, "The little Rhymasters meeting", where 3 members, Ingi Heiðmar Jónsson, Ragnar Böðvarsson and Ragnar Ingi Aðalsteinsson, the newly elected chairman, read their new poems about water, ice and steam. Ingi Heiðmar performed his ditties in a traditional way.

 

The recorder was a Nagra Ares BB+ and 2 Røde NT-2A microphones in a MS-setup.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Slaghörpusafnið á Gulanyu (Trumbuey)

Steinwey-flygill frá 1881 

Á Gulan-ey (Trumbuey), sem er örskammt undan strönd Xiamen-borgar í Suðaustur-Kína, ríkir sérkennileg kyrrð þrátt fyrir mergð ferðamanna, sem eru aðallega kínverskir. Menn njóta unaðar í þægilegu umhverfi, undur fögru, og mild hafgolan stýkur um vanga og hár.

Í hljóðritinu, sem fylgir þessari færslu, njóta menn mannlífsins, skoða hið fræga slaghörpusafn þar sem er að finna hvers konar slaghörpur (þá elstu frá árinu 1788) og heyra útskýringar leiðsögumannsins, ungrar konu, sem er prýðilegur slaghörpuleikari. Því miður var hljóðritari þessarar síðu of óþolinmóður við Olympus LS-11-tækið til þess að leikur hennar næðist. Í staðinn heyrum við í sjálfspilandi slaghörpu og rammfölskum lýrukassa frá Bretlandi.

Flygillinn á myndinni er af gerðinni Steinway, smíðaður 1881.

 

The Piano Museum on Gulan Island

 

Gulan Island, located 700 meters from the harbour of Xiamen in southeast-China, is a peacefule place inspite of the numerous tourists, mainly from China, visiting the island. The atmosphere is relaxing ant the gentle breeze from the ocean makes the climate confortable and enjoyable.

 

In the attached recording, we walk around, enjoying the sounds of the environment. Then we enter the famous Piano Museum, consisting of 89 pianos, the oldest one from 1788. We hear some explanations from the local guide who is an excellent pianoplayer. As I was a little too impatient with the Olympus LS-11 recorder, her pianoplaying was not captured. Instead we listen to a self-playing piano and an english hurdy-gurdy (made in 1936), which is out of tune.

The grand-piano on the photo is a Steinway from 1881.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sigling til Trumbueyjar

Að morgni 22. október 2011 fór sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins með túlki og leiðsögumanni út á eyju, sem nefnist Gulan Yu eða Trumbueyja. Nafnið er talið stafa af hljóði, sem myndast á vissum stað þegar öldurnar skella á klettóttri ströndinni.

 

Trumbueyja tilheyrir borginni Xiamen, sem einnig er kölluð Amoy, og er í Fujian fylki á suðaustur-strönd Kína, andspænis Taiwan. Loftslagið í Xiamen er einstaklega þægilegt og laðar til sín fjölda ferðamanna. Þar var okkur tjáð að Íslendingar rækju kaffihús og Jónína Bjartmarz hefur starfrækt þar gistiheimili. Þar bjó Oddný Sen á árunum 1922-37 ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.

 

Gulan-eyja er líkust paradís á jörðu, gróðursæl og laus við umferðargnýinn, sem fylgir stórborgum. Þar fara menn ferða sinna gangandi eða hjólandi, en ferðamönnum er ekið um í rafknúnum bifreiðum. Því miður mistókst mér að hljóðrita rafbílana, þar sem ég gaf Olympus LS-11 tækinu ekki nægan tíma til að hefja hljóðritun. Ég gat sjálfum mér um kennt, því að ég notaði ekki heyrnartól.

 

Íslendingum finnst stundum mannmergðin í Kína yfirþyrmandi að sama skapi og það þyrmir yfir marga Kínverja, þegar þeir skynja í fyrsta sinn á ævinni magnþrungna þögnina fjarri byggðum bólum hér á landi.

 

Þegar við gengum um borð í ferjuna rétt fyrir kl. 10 að morgni var heldur en ekki handagangur í öskjunum og margt um manninn. Fyrra hljóðritið lýsir því, þegar farið er um borð í ferjuna og hún leggur úr höfn. Eindregið er mælt með því að fólk hlusti með heyrnartólum.

 

Seinna hljóðritið var gert þegar við vorum komin um borð í ferjuna á leið í land. Þá var ekki alveg jafnmargt um manninn. Í fyrra hljóðritinu heyrast atugasemdir mínar og samferðamanna minna.

 

IN ENGLISH

 

Xiamen is in Fujian Province in Southeast China. The name means actually "The Gate to China".

 

These recordings were made on October 22 2011, when a delegation from The Icelandic Chinese Cultural Society visited Gulan Island, located just outside the coast. In the first recording we are going onboard a ferry and in the second recording we are heading back to the mainland.

 

A visit to Xiamen is strongly recommended. The climate is just like a paradise as well as the landscape and many other things.

 

I carried with me an Olympus LS-11 recorder. Headphones are recommended for listening.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Friðgeir og Erró

Friðgeir Þ. Jóhannesson varð fyrir 30 tonna beltagröfu hinn 16. desember árið 1998 og stórslasaðist. Í slysinu missti hann sjónina.

Friðgeir var staðráðinn í að gefast ekki upp og tæpu ári síðar fékk hann leiðsöguhundinn Erró. Erró þjónaði honum allt fram til ársins 2008, að krabbamein lagði hann að velli. Hann hafði verið mjög þjáður av verkjum, en lagði þó eiganda sínum lið eftir fremsta megni.

Erró var annar hundurinn, sem starfaði sem blindrahundur hér á landi. Vorið 2000 hitti ég Friðgeir að máli og sagði hann mér sögu sína. Þeir félagarnir fóru skömmu síðar saman í gönguferð. Við Vigfús Ingvarsson, tæknimaður Ríkisútvarpsins, fylgdumst með þeim úr fjarlægð og hljóðrituðum það sem gerðist. Hljóðnemum var komið fyrir á Erró og Friðgeiri og námu þeir það sem fyrir eyru bar. Vakin er sérstök athygl á því hvernig Erró brást við óvæntum aðstæðum, sem ekki voru settar á svið.

Þættinum var útvarpað í júní árið 2000 og er birtur hér með samþykki Friðgeirs.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samanburður á íslenskri og kínverskri leiðsögn í almenningsvagni

Öðru hverju hefur á það verið minnst á þessum síðum, hversu bagalegt það er að hljóðleiðsögnin í strætisvögnum er oft lágt stillt. Því var heitið síðastliðið vor að ráðin yrði bót á þessu og styrkurinn samræmdur, en s vo virðist sem fátt hafi orðið um efndir.

Þar sem leiðsögukerfið er einna hæst stillt er á mörkunum að það nýtist og kvarta aldraðir farþegar einatt undan því að þeir heyri lítið. Á móti kemur að heiti biðstöðövanna birtast á skjá sem flestir sjá.

Því hefur verið haldið fram að vagnstjórarnir geti ekki lengur lækkað í kerfinu sjálfir, en grunur leikur á að einhver brögð séu að því að þeir lækki í leiðsögukerfinu. Undirritaður hefur margsinnis bent á að í leið 13 sé ástandið einkar slæmt og nýlega hafa einnig borist spurnir af a.m.k. einum vagni á leið nr 1, þar sem vart heyrist í kerfinu.

Í morgun ók ég með leið 13. Fáir farþegar voru í vagninum. Ég sat fremst hægra megin og greindi vart það sem sagt var. Hlustendur geta reynt að hlusta eftir nöfnum biðstöðvanna sem lesnar voru upp.

Til samanburðar skeytti ég við hljóðriti frá Höfuðborgarflugvellinum í Beijing, sem gert var 31. október, en þá ókum við ferðafélagar með lest frá innritunarsalnum að brottfararsal. Vélarhljóðið í lestinni varmun hærra en í strætisvagninum. Kínverska leiðsögnin var mun skýrari en sú íslenska, en enska talið nokkru lægra, sennilega vegna þess að þulurnn hefur verið fremur hikandi.

Skorað er á lesendur að láta í ljós álit sitt á þessum samanburði.

Hljóðritað var með Olympus LS-11, 16 bitum og 44 kílóriðum á mjög svipuðum styrk.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tiggy, fyrsti leiðsöguhundurinn á Íslandi

Veturinn 2006-7 birtust athyglisverðir pistlar á Morgunblaðsblogginu, þar sem Helena Björnsdóttir lýsti þjálfun sinni með leiðsöguhundinum Fönix, en hún býr í Noregi. Urðu þeir til þess að efla mjög áhuga fólks hér á landi á leiðsöguhundum og hrundið var af stað átaki til þess að þessi þörfu hjálpartæki yrðu fengin hingað til lands.

Árið 1957 fékk Gunnar Kr. Guðmundsson leiðsööguhund. Ég útvarpaði frásögn hans um hundinn Tiggy í þættinum "Vítt og breitt" sumarið 2006. Fylgir þátturinn hér með þessari færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband