Söngkona bak við luktar dyr

 

Fyrir tæpu ári lagði ég leið mína í fjölbýlishús nokkurt á höfuðborgarsvæðinu vestanverðu. Að eyrum mér barst undurfagur söngur. Greinilegt var að óperusöngkona undirbjó sig væntanlega undir tónleika.

Það hefur aldrei þótt siðsamlegt að liggja á hleri, en ég stóðst ekki mátið. Olympus LS-11 var í vasanum. Ég tók hann upp og mundaði hann að dyrunum.

 

Þegar ég ætlaði síðar að leita leyfis hjá söngkonunni til að birta þetta hljóðrit, var mér sagt að hún væri flutt.

 

IN ENGLISH

 

In February 2011 I entered an appartment house in the Reykjavik area. While walking upstairs I heard that a woman, obviously a professional opera singer, was rehearsing.

 

I know that it is not considered being polite listening to people through closed door. I had my Olympus LS-11 pocket recorder with me and couldn‘t do but recording the rehersal. Later on, when I wanted to ask for her permission to publish this recording on the web, I was told that she had moved away.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skemmtilegur tvísöngur

Í dag setti ég upp tvo Røde NT-2A hljóðnema í MS-uppsetningu. Kom ég þeim fyrir á svölunum og beindi þeim í u.þ.b suðvestur. Ég skar af 80 riðunum vegna örlítillar golu.

 

Tilraunin heppnaðist að mestu leyti. Mér vannst ekki tími til þess að fínstilla þá, þar sem afar skemmtilegir tvísöngshljómleikar hófust fljótlega. Fyrst bar að  einn hrafn og kannaði hvaða fyrirbæri þessir loðhausar væru. Síðan bar að annan og hófst þá skemmtunin. Var krunkið bæði fjölbreytilegt og skemmtilegt og jafnvel slettu þeir í góm.

 

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og hljóðritað var með 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

Mælt er með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.

 

Stundum óska ég þess að umferðin væri minni, þegar svona skemmtanir eru haldnar, en hún er víst hluti þess veruleika sem kaupstaðarbúar búa við. Þó stefni ég að því að reyna að hljóðrita í hljóðlátara umhverfi innan borgarmarkanna, helst einhverjum garði, þar sem margt er um fugla.

 

IN ENGLISH

 

Today I decided to make some experiments with 2 Røde NT-2A microphones in an MS-setup. I placed them on my balcony facing towards south-west. I used the filter to cut of 80 kHz due to a gentle breeze and covered them with a „dead chicken“.

 

Before I was able to fine-tune the setup a raven appeared to have a look at these furry phenomenons. Shortly after another one came and the concert started. The sounds were amazingly variable.

 

The recording was made in 24 bits, 44,1 kHz on a Nagra Ares BB+.

Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Litla hagyrðingamótið"

Kvæðamannafélagið Iðunn hélt fyrsta fund ársins í gær, á þrettándanum. Þar var að vanda fyrst á dagskr´á litla hagyrðingamótið.

Tveir af þremur þátttakedum forfölluðust. Annar gat ekki komið til leiks, en hinn gleymdi að yrkja. Mótsstjórinn, Helgi Zimsen, var önnum kafinn við að taka á móti þriðja barninu, sem Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona, hefur alið honum.

Eysteinn Pétursson, þriðji þátttakandinn, skemmtil því Iðunnargestum með kveðlingum og fórst það vel úr hendi. Fylgir hér brot af því sem hann fór með. Þar sem þjóðlaganefnd Iðunnar sá um efni fundarins voru yrkisefnin þjóð, lag og fundur.

Hljóðritað var með Røde NT-1A hljóðnema og Nagra Ares BB+.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Bláa dísin heimsækir útvarpið annað kvöld"

Föstudaginn 5. janúar árið 1962 barst mér eftirfarandi símskeyti:

„Bláa dísin heimsækir útvarpið annað kvöld. Svavar.“

Sumarið áður lék Hljómsveit Svavars Gests fyrir dansi á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Mig bar þar að, sem hljóðfæraleikari í hljómsveitinni var að spjalla við einhvern Vestmannaeying og þegar hlé varð á samræðunum, spurði ég: „Afsakið, eruð þér í Hljómsveit Svavars Gests?“

Hljóðfæraleikarinn, sem var reyndar gítarleikari og hét Örn Ármannsson, spurði, hver væri svona kurteis og vakti athygli Svavars á þessum 9 ára gamla snáða, sem kunni að þéra. Þar með hófust kynni okkar Svavars, sem stóðu á meðan báðir lifðu.

Svavar komst að því að ég hefði gaman af að búa til lög og fékk mig til þess að leika nokkur þeirra fyrir sig inn á segulband. Þeim hef ég nú flestum gleymt. Þar á meðal var rúmban „Bláa dísin“, sem ég setti saman norður á Laugarbakka í Miðfirði mánudaginn 28. ágúst sumarið 1961, en þar vorum við tvíburarnir og móðir okkar í heimsókn hjá heiðurshjónunum Skúla Guðmundssyni og Jósefínu Helgadóttur. Svavar ákvað að taka Bláu dísina til flutnings í þætti, sem var á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda, en þeim þáttum var útvarpað um árabil á þrettándanum. Hann fékk Jón Sigurðsson, trompetleikara, til þess að leika lagið með hljómsveitinni.

Frumritþáttarins hefur ekki varðveist hjá Ríkisútvarpinu. Veturinn 1990-91 sá Svavar um þætti sem hann nefndi „Sungið og dansað í 60 ár“, þar sem rakin var saga íslenskrar dægurlagatónlistar. Í þættinum, sem fjallaði um dægurlagahöfunda frá Vestmannaeyjum, lék hann hljóðrit af Bláu dísinni. Einhver hefur hljóðritað þáttinn úr langbylgjuútvarpi, eins og heyra má á meðfylgjandi hljóðriti.

Hér birtist nú Bláa dísin enn á ný í tilefni þess að þann 6. janúar verða liðin 50 ár frá frumflutningi hennar. Svavar og hljómsveit hans léku lagið á tónleikaferðum sínum um landið þá um sumarið og lék þá Finnur Eydal laglínuna á klarínett. Þá útgáfu heyrði ég í Vestmannaeyjum og fannst hún jafnvel hljóma betur en trompet-útgáfan.

Ekki man ég nú, hvers vegna ég skírði lagið Bláu dísina. Sennilega er fyrirbærið komið úr sögunni um spýtustrákinn Gosa, en þar varð Bláa dísin honum bjargvættur.

Því miður eru hvorki varðveitt frumrit á Ríkisútvarpinu af þáttum Svavars á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda. Veturinn 1964-65 sá Svavar um þáttinn „Á svörtu nótunum“, þar sem hann kynnti íslensk og erlend dægurlög. Þar á meðal flutti hann lag Oddgeirs Kristjánssonar „Þar sem fyrrum“ við texta Ása í Bæ og miðvikudaginn 24. mars árið 1965 voru á dagskrá þáttarins lög eftir okkar tvíburana. Mitt lag hét Heimþrá og var í fremur Shadows-legri útsetningu. Sennilega finnst það lag nú hvergi nema í minni höfundarins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

flugeldaskothríðin 2011-12

Hljóðbloggið óskar hlustendum gleðilegs árs og árangursríkrar hlustunar á árinu.

Áramótaskothríðin á Seltjarnarnesi virðist við samanburðarrannsóknir nokkru meiri í ár en í fyrra. Nú náði skothríðin hámarki um kl. 23:50 og stóð sleitulaust fram til kl. 00:19. Hljóðritið nær frá því um kl. 23:50-00:04.

Notaðir voru Røde Nt-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ í 24 bita upplausn og 44,1 kílóriðum.

Hafi hlustendur áhuga á að kynna sér áramótaskothríðina í fyrra er hún í þessum flokki, áramótahljóðum.

IN ENGLISH

Icelanders are worldfamous for their fireworks on New years eve. This recording was started at 23:50 and lasted until 00:04. I used Røde NT-2A and NT-45 in an MS-setup. The recorder is Nagra Ares BB+.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þýsk æskujól

Martina Brogmus (ljósmynd).

Martina Brogmus fluttist hingað til lands frá Þýskalandi árið 1981 ásamt Sigurjóni Eyjólfssyni, manni sínum. Hún rifjaði upp fyrir mér æskujólin. Pistlinum var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 27. desember 2007, en frásögnin er sígild. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnema, en hann var hannaður um svipað leyti og hún fæddist.

i


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvartsár jólasveinn og fótspor

Birgir að fylgjast með Bjúgnakræki 

Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.

Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.

 

Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.

 

 

Kvöldstund hjá ömmu og afa.

 

Birgir Þór 6 ára.

 

Jólavænting.

 

Birgir Þór er býsnastór.

 

Apinn sem keypti grænmeti og aura.

 

Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.

Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.

 

Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.

  

Kvöldstund hjá ömmu og afa.

 

Birgir Þór 6 ára.

 

Jólavænting.

 

Birgir Þór er býsnastór.

 

Apinn sem keypti grænmeti og aura.

  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Smári Ólason flytur gamlan jólasálm og fjallar um uppruna orðsins hátíð

Smári Ólason er manna fróðastur um sálmasöng hér á landi og ýmislegt sem snertir helgisiði.

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 8. desember 2006 fræddi hann fundargesti um uppruna orðanna hátíð og tíð. Þá söng hann gamlan sálm sem fluttur var að kvöldi aðfangadags jóla.

Þessu efni var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 21. desember 2006. Smári veitti góðfúslega leyfi sitt til birtingar efnisins á Hljóðblogginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hátíð fer að höndum ein

Nú hefur verið stofnaður nýr flokkur á Hljóðblogginu: "Hringitónar".

Fyrstu tónarnir eru upphaf íslenska þjóðlagsins "Hátíð fer að höndum ein".

In ENGLISH

"A festival is approaching" is an old folksong from Iceland. This ringtone is made from the first lines of the song.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Litla hagyrðingamótið

Á litla hagyrðingamótinu, sem haldið var á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 9. þessa mánaðar, fluttu þeir Helgi Zimsen, Sigurður Þór Bjarnason og sigurður Sigurðarson frumortar vísur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband