Hver árstíð á sín sérstöku hljóð. Nú birtast vetrarhljóðin hvert af öðru.
Að kvöldi laugardagsins 20. nóvember 2011 skall á haglél um kl. 19:30, þar sem ég beið í rennireið okkar hjóna við stórmarkað í Garðabæ. Litla Olympustækið LS-11 var í vasanum og því sjálfsagt að hljóðrita það sem fyrir eyrun bar. Ekkert hefur verið átt við hljóðritið.
IN ENGLISH
Every season of the year has its own sounds. Now the winter sounds appear one by one.
In the evening of November 20, 2011, there was a short hailstorm in Garðabær, one of the subburbs south of Reykjavík. I was waiting in our car infront of a supermarket and my Olympus LS-11 in the right pocket. The sound was therefore recorded. No changes have been made to the recording.
Umhverfishljóð | 3.12.2011 | 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, er einna skemmtilegastur þeirra Íslendinga, sem nú eru á dögum. Nú er nýkomin úr prentsmiðju bókin Sigurður dýralæknir". Sigurður lýsir bókinni svo:
Hún fjallar um ævi mína fram að utanferð til náms. Í bókinni eru sögur um ýmsa sérkennilega menn sem eg hefi mætt á lífsferðinni eða heyrt um frá mínu fólki og alþýðlegar frásagnir af nokkrum búfjársjúkdómum. Þessa bók hefeg skrifað að mestu leyti sjálfur með góðri aðstoð Gunnars Finnssonar fyrrum skólastjóra, frænda míns frá Selalæk.
Viðmiðunarverð í bókabúð er kr. 5980,- Verð í Eymundsson er kr 5.999 í dag. Verð í Bónusi í morgun sýndist mér aftur á móti vera kr 4.385.- (Bónus gamli er reyndar lítt útreiknanlegur og getur hækkað og lækkað slíkt tilboð frá degi til dags, jafnvel innan dags).
Ég mun afhenda bókina áletraða þeim sem óska fyrir kr 4.500.- meðan birgðir endast. Eg fekk nokkra tugi af bókum á afsláttarverði frá forlaginu. Þá myndi sendingarkostnaður falla niður. Ef einhverjir vilja fá bókina senda, er það hægt. Þá leggst við burðargjald með fóðruðu umslagi kr 1155.- Sending í póstkröfu yrði um kr 1500.- á hverja sendingu.
Framhaldið af þessari bók er væntanlegt að ári með frásögnum af dýralæknisnámi, störfum og baráttu við pestir og við andleg og veraldleg yfirvöld. Inn í þann texta verður fléttað skemmtisögum eins og í þessu bindi, sem boðið er til kaups. Þar verða einnig vísur og ljóð og á geisladiskum, greyptum í bókarkápu, frumsamin sönglög og messusvör auk passíusálma, sem eg hefi sett þekkt kvæðalög við."
Sigurður las upp úr bókinni kaflann um séra Jón Ísleifsson, á Iðunnarfundi 4. þessa mánaðar. Hljóðritið er birt með samþykki hans.
Spaugilegt | 23.11.2011 | 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var efnt til kynningar á nýjum, íslenskum talgervli, sem unnið er að á vegum Blindrafélagsins, félags lesblindra og fleiri aðila. Sjá m.a.
Talgervlaverkefni Blindrafélagsins
Nú hefjast prófanir á röddunum og er gert ráð fyrir að talgervillinn verðði jafnvel tilbúinn til dreifingar í maí á næsta ári. Honum verður dreift til blindra, sjónskertra og lesblindra notenda þeim að kostnaðarlausu.
Hér fylgir hljóðsýni af upplestri Dóru og Karls á texta úr íslenskri kennslubók. Tekið skal fram að ekkert hefur verið átt við leshraðann, en hann geta notendur væntanlega aukið og minnkað þegar talgervillinn hefur verið tengdur skjálesurum.
Stjórnmál og samfélag | 16.11.2011 | 17:21 (breytt kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Oddgeir setti sterkan svip á bæjarlífið í Vestmannaeyjum. Hann stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja í tæpa þrjá áratugi, lék í hljómsveitum, samdi þjóðhátíðarlög áratugum saman, kenndi söng í Barnaskóla Vestmanneyja, þjálfaði hljóðfæraleikara og var hvarvetna hrókur alls fagnaðar þar sem hann átti leið um. Oddgeir var, auk þess að vera tónskáld, orðhagur maður og setti einatt saman kviðlinga sem flugu víða.
Oddgeir Kristjánsson hafði áhrif á alla sem kynntust honum og þegar hann lést, 18. febrúar árið 1966, varð almenn sorg í Vestmannaeyjum. Allir vissu að skaparinn hafði hrifið til sín einn af eyjanna bestu sonum.
Í morgun rifjaðist upp fyrir mér dálítið atvik frá sumrinu 1962. Ég sótti þá píanótíma hjá Hrefnu, dóttur Oddgeirs. Einhvern tíma miðsumars, þegar við tvíburarnir vorum stadir hjá Hrefnu, kom Oddgeir inn í stofuna og spurði hvort hún vildi ekki spila fyrir okkur nýja þjóðhátíðarlagið. Það hét þá ekkert annað, því að textinn var ekki tilbúinn, en hlaut svo nafnið "Ég veit þú kemur".
Í minningu minni hafði Hrefna stutt forspil að laginu. Okkur ber ekki saman um upphafið, en í huga mínum mótaðist minningin með þeim hætti sem meðfylgjandi hljóðrit ber með sér.
Lag þetta varð síðan eitt af fyrstu lögunum sem Gísli Helgason, blokkflautuskáld úr Vestmannaeyjum, lærði og olli tímamótum í lífi hans.
Í kvöld verður efnt til tónleika í eldborgarsal Hörpu, þar sem flutt verða lög Oddgeirs Kristjánssonar. Er það tilhlökkunarefni hverjum þeim, sem ann tónlist þessa merka manns og tónlistarfrömuðar.
Tónlist | 16.11.2011 | 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagsmorguninn 30. október síðastliðinn lögðum við Lv Yanxia leið okkar í garðana við Hof himinsins í Beijin, en þar safnast fólk saman um helgar og skemmtir sér. Andrúmsloftið er einstakt og einna líkast þjóðhátíð Vestmannaeyja eða menningarnótt í Reykjavík. Þar skemmtir sér hver á sinn hátt. Loftið ómar af alls konar tónlist og hverju því sem lýsir gleði fólks.
Í görðunum eru einnig hljóðir staðir þar sem menn geta notið næðis með ys og þys í fjarska.
Í einu hliðanna að hofinu var 50-100 manna kór sem söng hástöfum ættjarðarsöngva. Leikið var undir á ýmis hljóðfær s.s. ásláttarhljóðfæri, Sheng-munnorgelið, Dizi-bambusflautu, Erhu-fiðlu, harmoniku o.s.frv. Lögin eru þessi.
Söngur úr Kóreustríðinu 1950-53, Óður til þjóðfánans og Fimmtándi máninn.
Þá héldum við áfram göngu okkar um garðinn og námum staðar hjá þremur munnhörpuleikurum. Léku þeir hluta úr fyrsta þætti ballettsins, Hvíthærðu stúlkunnar. Síðan söng fullorðin söngkona ástarsöng, sem vinsæll var í Kína fyrir nokkrum árum.
Ljósmynd birt síðar.
IN ENGLISH
On the Sunday morning of October 31, I went with Lv Yanxia to the gardens surrounding the Temple of Heaven in Beijing. During the weekends people gather there for all kinds of entertainments. The atmosphere is wonderful, just like the greatest festivals in Iceland. The air is filled with the sound of music and everythings which makes people feel enlighted and happy.
In one of the gates to the temple, a quire of 50-100 people sang songs in praise of the heroes from the Corean war 1950-53, a song to the Red flag an finally we recorded the music of The Fifteenth Moon.
Instruments like Sheng, Erhu and accordions could be heard as well as other chinese instruments.
Then we moved on to a more quiet place. There 3 people played the harmonicas. First we recorded a theme from the 1st movement of the ballet of The Whitehaired Girl. Then an elderly woman sang a lovesong, quite popular in China some years ago.
A photo will be added later.
Kínversk tónlist | 12.11.2011 | 14:40 (breytt 22.7.2012 kl. 13:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sitthvað bar til tíðinda á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var í B-sal Gerðubergs föstudagskvöldið 4. nóvember.
Á meðal flytjanda var Eggert Ólafur Jóhannsson, vísnasöngvari, er söng nokkrar vísur eftir Cornelis Vresvijk og lék undir á gíta. Að lokum söng hann lag eftir Magnús Einarsson.
Eggert kom fram á fundi Iðunnar 7. janúar síðastliðinn og vakti þá verðskuldaða athygli.
http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1131854/
Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi og Nagra Ares BB+ hljóðriti. Vegna þess hvað salurinn er hljómlítill var bætt dálitlum endurómi við hljóðritið.
Tónlist | 5.11.2011 | 14:13 (breytt 22.7.2012 kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudaginn 30. október síðastliðinn höfðum við 5 Íslendingar verið á ferð og flugi meðfram austurströnd Kína til þess að leita hugmynda um það hvernig halda megi upp á 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins veturinn 2013-14. Ákveðið var að menn fengju frí á sunnudeginum, sem var síðasti heili dagurinn í Beijing.
Leiðsögumaður okkar og góð vinkona mín, Lv Yanxia, bauð mér að fara með sér á rand og hófumst við handa í Hofi himinsins, sem var eitt meginhofa Beijing á öldum áður.
Garðarnir umhverfis hofið iða af lífi um helgar. Þar kemur fólk saman, gerir margs kyns æfingar, ssyngur af hjartans list, leikur á hljóðfæri eða gengur um og nýtur lífsins. Mjög ber þar á aldurhnignu fólki.
Eftir að hafa verið við hljóðritanir á
söng og hljóðfæraslætti rákumst við á hóp manna sem léku á ýmsar fiðlur, svo sem Jinghu, sem einkum eru notaðar í Pekingóperum. Úr þessu varð hinn skemmtilegasti hljóðhræringur. Í fjarska heyrðust söngvar og jafnvel kínversk rokktónlist.
Þegar nálgast lok hljóðritsins heyrist sungin aría úr byltingaróperunni Hvernig Tigurfjall var tekið með herkænsku.
English
On Sunday October 30, my friend, Lu Yanxia, took me to the gardens of the Temple of Heaven in Beijing where people gather and carry on with all kinds of entertainments as singing, dancing, gymnastics etc. After having recorded some singing we came across a group of men playing Jinhu, the traditional 2 string violine, used in the Peking opera. In the distance all kinds of music were heard. One singer sang wholeheartedly some arias from the opera Taking Tigermountain by strategy.
This all created a wonderful cacophony.
Recorded on an Olympus LS-11.
Kínversk tónlist | 1.11.2011 | 23:13 (breytt 22.7.2012 kl. 13:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halldóra var góður hagyrðingur og birtust vísur hennar víða. Vísur þær, sem Bára kvað á fundinum, voru ortar á árunum 1981-92. Helgi Zimsen tók þær saman úr Fréttabréfi Iðunnar.
Kveðskapur og stemmur | 18.10.2011 | 16:50 (breytt kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum förum við Elín með sjálfrennireiðina Rebba á bílaþvottastöðina Löður. Mig hefur lengi langað til að hljóðrita atganginn og lét verða af því í kvöld.
Mikill munur er á styrk hljóðanna. Upphafið er mjög hljóðlágt og því eru hlustendur beðnir að missa ekki þolinmæðina. Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Hvorki er tekin ábyrgð á heyrn fólks né hljómtækjum.
Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðómshljóðnemi.
Hljóðin eru skemmtilegri en óloftið.
IN ENGLISH
Sometimes I and Elín bring our car to an automatic car wash. I recorded the process this afternoon as I have long desired.
The beginning is very low so please be patient before switching off.
ÐI used Nagra Ares BB+ and recorded on 24 bits, 44,1 kHz. The Microphone was a Shure VP88.
This recording is best enjoyed with good headphones. The recordist takes no responsibility on hearing damages or destroyed laudspeakers.
The sound is better than the smell.
Bílar og akstur | 11.10.2011 | 20:28 (breytt 22.7.2012 kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
IN ENGLISH
Rimur is a special form of Icelandic poetry which can be traced back to the 14th century. In rimur stories are told about heroes mainly from the past.
The rimur are performed in a special way, most often with rather simple melodies and with a distinguished way of using the voice. Here Njáll Sigurðsson performs a new rima by Jón Ingvar Jónsson, who gives his own description of the story of Njáll Þorgeirsson, one of the main persons of the world famous Icelandic saga of Njals saga.
Kveðskapur og stemmur | 8.10.2011 | 14:03 (breytt 22.7.2012 kl. 13:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 65363
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar