Kínversk málefni | 28.9.2011 | 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugi á tónlist þeirri, sem iðkuð var á tímum Maos í Kína, fer nú vaxandi. Líta menn þá framhjá persónudýrkuninni, en viðurkenna tónlistina sem hluta ákveðins tímabils í sögu landsins.
Í kvöld rakst ég á þetta á Youtube og gladdist vegna þess að enn reyna menn að gera vel við hið unaðslega lag, Austrið er rautt, sem gerbreytti lífi mínu svo að ég hef aldrei orðið samur síðan.
http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw
In English
I was delighted tonight when I found a new version of the most beautiful song of all songs, The East is Red". The lyrics praise chairman Mao Zedong and the Chinese Communist party. Originally the East is Red was a lovesong.
People are still trying to arrange this magnificient melody, which changed my life completely some 45 years ago.
http://www.youtube.com/watch?v=tMlkyKqv8Iw
Kínversk tónlist | 17.9.2011 | 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum fer ég léttvopnaður í leiðangra. Þá er hljóðritun ekki megintilgangur ferðarinnar heldur útivist og það sem að höndum ber.
Í gær drógum við Elín Orminn bláa út úr híði sínu og héldum sem leið lá eftir reiðhjólastígum í austurátt. Skammt fyrir austan brúna, sem liggur yfir umferðarfljótið Kringlumýrarbraut, var mikið starrager og nokkrir skógarþrestir. Þar sem Olympus LS-11 var í rassvasanum var numið staðar og hljóðið fangað. Talsverður gæðamunur er á þessu hljóðriti og þeim sem gerð eru með Nagra Ares BB+ og voldugum hljóðnemum. Samt er gaman að geta deilt með ykkur haustfuglasöng í Reykjavík.
Redwings and starlings
I sometimes leave my heavy recording geer at home but bring with me some light equipments when walking or biking. Then the main purpose is the enjoyment of spending time with my wife and enjoying everything which appears.
Yesterday I and Elin took our tandem, The Blue Dragon, out of its lair and took a ride around Reykjavik. East of the bridge for cyclists and pedestrians, which crosses the trafic ocean Kringlumýrarbrautb there was a flock of starlings and some redwings singing and chatting. As I had an Olympus LS-11 in my pocket the sound was captured.
The quality of the sound cannot be compared with recordings made with Nagra Ares BB+ and some heavy mics. But it is still a pleasure of providing you with some birdsongs from an autumn day in Reykjavík.
Fuglar | 12.9.2011 | 15:49 (breytt 22.7.2012 kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er um ár liðið frá því að leiðsagnarkerfi var tekið í notkun í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Fljótlega eftir að byrjað var að setja það í vagnana bárust kvartanir frá fólki, sem þurfti ekki á kerfinu að halda. Var því haldið fram að kerfið væri of hátt stillt. Starfsmenn á vegum Strætós brugðust vel við og lækkuðu í kerfinu svo að ekki heyrðust orðaskil.
Þá risu upp nokkrir sem áttu hagsmuna að gæta og kvörtuðu og kröfðust þess að hækkað yrði í kerfinu. Enn brugðust starfsmenn Strætós við og hækkuðu dálítið svo að öðru hverju heyrðust orðaskil.
Kvörtunum notenda fjölgaði og svo fór að starfsmenn Strætós báðu um frest fram í júníbyrjun til þess að samræma hljóðstyrk í kerfi vagnanna.
Nú eru bæði maí og júní liðnir og framfarir hafa orðið dálitlar. Þó er enn víða ófremdarástand. Svo virðist sem eigendur Hagvagna, sem eru verktakar hjá Strætó, hafi lítinn skilning á notagildi leiðsagnarkerfisins. Starfsmaður Strætós heldur því fram að farið sé eftir ákveðnum stöðlum en hefur aldrei sagt mér hverjir þeir eru. Enn hef ég allgóða heyrn og heyri þó sjaldnast orðaskil þótt fátt fólk sé í vögnunum.
Ég ferðast iðulega með vögnum nr. 11, 13 og 15. Stundum slæðist ég einnug upp í 12, 14 og 17. Oftast nær er kerfið of lágt stillt.
Hér fylgir hljóðsýni úr vagni nr. 13. Getahlustendur greint nöfn þeirra tveggja biðstöðva, sem eru á hljóðritinu?
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausnum og 44,1 kílóriðum.
Bloggar | 7.9.2011 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðrit dagsins er stutt, einungis ein mínúta og 38 sekúndur.
Við Elín fórum með sonarsynina Birgi Þór og Kolbein Tuma í fjöruna við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Þegar okkur bar þar að var hópur af sandlóum í fjöruborðinu. Það tók sinn tíma að setja upp vindhlífina og klæða hana í loðfeld. Stynningsgola var á og umferð talsverð um fjöruna. Þessi rúma mínúta er þó þess virði að á hana sé hlustað.
eins og áður notaði ég Røde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu.
In English
Today I and Elin took our two grandsons to the beech at Seltjörn in Seltjarnarnes, west of Reykjavik. When we arrived a flock of ringed glovers were on the seashore. While Elin was playing with the boys I set up the Blimp, covered it with a fur and started recording. Due to the wind which was a little more than a moderate breaze and a lot of people on the beech, the recording is only 1,38 minutes long. It is still worth the listening.
A Nagra Ares BB+ was used and Røde NT-1A and NT-45 in a MS setup
http://travelingluck.com/Europe/Iceland/(IC15)/_3425321_Seltj%C3%B6rn.html#local_map
Fuglar | 2.9.2011 | 22:03 (breytt 22.7.2012 kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta hljóðrit byggir á hljóðum og hreyfingu.
Menningarnótt var haldin í Reykjavík að þessu sinni í indælu veðri frá því kl. 10 að morgni fram um kl. 23. Við hjónin áttum þess ekki kost að fylgjast með mörgum atriðum hennar.
Við hófum leikinn í Hallgríjmskirkju um kl. 16:00, en okkur sóttist ferðin upp Skólavörðuholtið seint vegna fjölda fólks sem varð á vegi okkar og við þurftum að spjalla við.
Frá Hallgrímskirkju var haldið niður skólavörðustíginn, þaðan út á Laugaveg, niður Bankastræti að Hörpu, en þangað komum við skömmu fyrir kl. 18 og hlýddum á lokatóna Óperukórsins sem Garðar Cortez stjórnaði af sínum alkunna myndugleik.
Að þessu sinni var Nagra Ares BB+ með í för og tveir örhljóðnemar frá Sennheiser, sem festir voru á gleraugu. Nýtur hljóðritið sín best í góðum heyrnartólum.
- 1. Sálmasöngur í Hallgrímskirkju við orgelundirleik. Við sátum framan við miðja kirkju og sneri ég mér í ýmsar áttir til þess að prófa hljómburðinn.
- 2. Á skólavörðustígnum varð fyrir okkur ung stúlka, sem lék á fiðlu og styrkti þannig söfnun til handa Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef.
- 3. Næst nam hljóðneminn hluta samræðna milli tveggja öndvegiskvenna, sem staddar voru á Laugaveginum.
- 4. Þá gengum við áleiðis niður Bankastrætið framhjá hljómsveit sem lék af miklu listfengi.
- 5. Að lokum var staðnæmst við tónlistarhúsið Hörpu og hlýtt á Kór Íslensku óperunnar sem söng af miklum móð og tóku áheyrendur undir.
In English
This recording is mainly based on movements and is best enjoyed with good headphones.
The Cultural Night in Reykjavik was held on August 20 this year, starting at 10:00 and closing around 23:00. http://menningarnott.is/. Hundreds of all kinds of performances could be enjoyed all over the town.
- 1. I and Elín started in Hallgrims Church where there was a continious performance of Icelandic and foreign church music. I carried a Nagra Ares BB+ recorder and had with me two Sennheiser Lavalia mics mounted on eye glasses. When I carry this together with big headphones many people think that I have now got a new visual aid, while other know quite well that I might be recording.
- 2. from there we walked down Skólavörðustígur where we saw a young girl playing violine as she was collecting money for Unicef.
- 3. Then down at Laugavegur, the mics picked up the conversations of two ladies.
- 4. Walking down Bankastræti we passed a rockband playing Icelandic rock music.
- 5. At last we stopped at the concert house Harpa where the Quire of The Icelandic Opera finished with two Icelandic songs with the participation of the audience.
Bloggar | 28.8.2011 | 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í þeim bátum og skipum, sem Helgi Benediktsson, faðir minn, lét smíða í Vestmannaeyjum og Svíþjóð, voru June Munktell vélar. Ég man enn eftir hljóðinu í vélinni í Skaftfellingi (June Munktell held ég að hafi verið sett í Skafta árið 1948), Gull-Þóri, Hildingi, Frosta og Fjalari, að ógleymdum Hringver. Þetta fann ég á netinu og hoppaði þá heldur í mér hjartað.
http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU
Njótið myndskeiðsins og setjið á ykkur góð heyrnartól.
Ef einhver veit um gangfæra June Munktell vél væri gaman að fá að hljóðrita ganginn.
In English
My fathers fishing boats were equipped with June Munktell machines. My heart jumped when I found this on Youtube
http://www.youtube.com/watch?v=ZS-WoGIliPU
If anyone knows about recordings of old June Munktell machines, please inform.
Sögur af sjó | 22.8.2011 | 21:16 (breytt 28.7.2012 kl. 20:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aldrei hafa fleiri skráð sig í Maraþon og hálf-Maraþon Íslandsbanka en í gær, 20. ágúst. Hið sama átti við um 10 km hlaupið.
http://mbl.is/mm/greinilegur/frett/1588519/
Nokkrum sinnum hefur undirritaður reynt að hljóðrita skemmtiskokkið og eru hljóðrit frá árinu 1998 og 2010 á þessum síðum. Í gær, laugardaginn 20. ágúst, viðraði einstaklega vel. Fyrstu Maraþonhlaupararnir fóru vestur Nesveginn við Tjarnarból 14 um kl. 08:50. Komið var fyrir Røøde NT-2A og NT-55 hljóðnemum í vindhlíf. Notuð var MS-uppsetning. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.
Óvænt truflun
skemmtiskokkið var einnig hljóðritað. Rétt áður en það hófst hljómaði lagið Austrið er rautt í farsímanum, en ég hafði gleymt að slökkva á honum. Glöggum hlustendum, sem hlusta á hljóðritið með heyrnartólum, skal bent á að vel heyrist að ég sat fyrir aftan hljóðnemana. Hlustendur eru hvattir til að láta ekki hávaða vélknúinna ökutækja fæla sig frá því að hlusta á hljóðritið.
In English
The day of Reykjavik is 18. August. The first Satureday after 18. August is called Cultural night" probably because when it was first celebrated the main emphasis was on evening and night activities. But now the festival takes place during the day.
Before the start of the cultural activitees there are some sport events organized by the Bank of Iceland - Marathon, Half-Marathon and 10 km run. On August 20 this year 684 people took part in the Marathon, 1852 in half-Marathon and 4.431 in the 10 km run.
First the Marathon and Half-Marathon runners passed by my house at around 08:30 (the first recording) and at around 09:40 both the Marathon runners as well as 10 km runners starting flowing from east to west.
Unexpected Disturbance
Just after the second recording was started my mobile phone began playing The East is Red as I had forgotten to turn it off. Those, who listen to the recording with stereo headphones, will notice that I was sitting behind the microphones.
I used the same setup as in previous recordings.
Do not let the noise from passing cars disturbing you from enjoying the recording and the atmosphere.
Heilsa og heilsuvernd | 21.8.2011 | 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sundlaugar landsins eru einstakir skemmtistaðir. Þar una sér þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir saman.
Laugardaginn 13. ágúst vorum við Elín á ferð um Suðurland ásamt Árna, Elfu og piltunum þremur, Hring, Birgi Þór og Kolbeini Tuma. Að sjálfsögðu var komið við á Selfossi og notið skemmtunar í Sundhöll Selfoss. Hún er í raun skemmtigarður með góðri aðstöðu handa börnum og fullorðnum, vatnsrennibrautum, heitum pottum og öðrum leiktækjum.
Reynt var að fanga andrúmsloftið. Hljóðritað var í námunda við barnasvæðið og þaðan haldið í innisundlaugina. Þar var ekki eins mikið um að vera og hreyfingu þeirra fáu, sem syntu, nnámu hljóðnemarnir ekki sem skyldi. Sennilega hefði ég þurft að færa þá neðar og alveg að sundlaugarbarminum.
Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.
In English
The swimming pools in Iceland are very popular. There 3 generations or even 4 can find something for every age: warm pots, waterglides of different sizes and both indoor and outdoor pools.
The Swimming pool at Selfoss, Southern Iceland, is a very popular one and actually an amusement park with an outdoor and indoor pool, childrens pool, 3 waterglides of different sizes and much more. There I and Elin went with our grand children and their parents who had a big fun there while I tried to catch the atmosphere with assistance from elin, who also was the photographer.
The recording was made near the childrens pool and later indoors using Røde NT-2A and NT55 mics in an MS-setup..
Vatnið | 16.8.2011 | 22:03 (breytt 28.7.2012 kl. 20:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti," kvað Sigurður Ágústsson forðum daga eins og þeir vita sem kunna og syngja Kötukvæði.
Sunnudaginn 7. ágúst lögðum við hjónin leið okkar austur í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Þegar okkur hjónin bar að Skaftholti stóð heyskapur sem hæst. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, flutti heyið að. Það var sett af heyvagninum á færiband og blásið í hlöðu. Því fylgdi talsverður fyrirgangur og hávaði.
Þegar leið á hljóðritið var afstöðu hljóðnemans breytt örlítið og heyrist það greinilega. Logi Pálsson greindi að lokum frá því hvað menn höfðust að þennan dag.
Gríðarlegur styrkmunur er á hljóðritinu innbyrðis og hefur ekki verið reynt að takmarka hann með styrkjafnara. Þeir, sem eru hugfangnir að tækninni, geta leikið sér að því að bæta þar úr.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.
Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Ljósmyndari og staðarvalsmaður hljóðnema var Elín Árnadóttir.
In English
Many Icelandic poems from the 20th century tell about the romantic times when people were making hayy in August, while the dusk covered something which should be hidden.
Today the machinery has taken over with all its noise. When I and Elin visited Skaftholt in Skeiða- and Gnúpverjarheppur in Southern Iceland (see liknks above) the farmer and his assistants were flowing the hay from a conveyor belt into the barn. The process was recorded using Nagra Ares BB+ with Røde NT-2A and NT-55 in a MS Stereo setup. There is much difference between the low and high peaks of the recording which is best enjoyed in good headphones.
At the end of the recording Logi Pálsson tells the listeners what they are doing.
Vélar | 11.8.2011 | 21:45 (breytt 28.7.2012 kl. 20:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 65364
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar