Já, þetta voru frábærar aðstæður, steypt bryggja út í sjó, öldurnar brotnuðu beggja vegna og nokkru fjær var sandfjara þar sem öldurnar brotnuðu mjúklegar. Fuglarnir voru svona þrjátíu metra frá landi. Þarna var mjög hægur vindur svo að lítið sem ekkert vindhljóð kom með á upptökuna. Heldur engin truflandi bílaumferð.. Ég stillti hljóðnemann á víðustu stillinguna.
Þess skal getið að Pétur hefur notað Shure VP88 um 5 ára skeið með undraverðum árangri eins og þetta snilldarhljóðrit ber vitni um.
Það er mér bæði sérstakur heiður og ánægja að kynna Pétur sem fyrsta gestahljóðritara Hljóðbloggsins.
Pétur bætti við tveimur hljóðritum. Í öðru hljóðritinu heyriist hvernig sjórinn leikur sér við grjótgarðinn á Grenivík. Í því þriðja brotna öldurnar með hefðbundnum hætti, ördauft vélarhljóð heyrist í vinstri rás og greina má hljóð í mávum og hávellu.
Þessi hljóðrit fá best notið sýn í góðum heyrnartólum eða hátölurum.
Sjórinn | 10.10.2010 | 00:52 (breytt 11.10.2010 kl. 17:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kveðskapur og stemmur | 9.10.2010 | 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðmundur var eitt merkasta rímnaskáld 17. aldar, hafsjór af fróðleik og kennari víðfrægur. Hann var mjög fatlaður.
Vatnsnesingar studdu þá Steindór með ráðum og dáð og bóndinn á Stöpum léði land undir minnismerkið. Eitthvað þótti honum 8 manna flokkur letilegur við framkvæmdirnar þegar minnismerkinu var komið fyrir. Um þann atburð orti Agnar J. Levy, bóndi í Hrísakoti, vísur sem kveðnar voru þegar minnisvarðinn var afhjúpaður. Á fundi Iðunnar 8. október kvað Steindór Andersen vísurnar og skaut inn nokkrum skýringum.
Kveðskapur og stemmur | 9.10.2010 | 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elsa tók myndir á tónleikunum og faðir hennar, sem var ljósmyndari, hjálpaði henni við að framkalla þær og lagfæra.
Minningar | 28.9.2010 | 22:12 (breytt 1.11.2010 kl. 22:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notaðir voru tveir Sennheiser Me62 hljóðnemar með 90° horni.
Við gleymdum að hafa myndavél með okkur og er meðfylgjandi mynd fengin af netinu.
Vatnið | 24.9.2010 | 22:45 (breytt kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Fimmtudaginn 16. september síðastliðinn löguðum við Ingi Heiðmar Jónsson land undir fót og héldum norður í Austur-Húnavatnssýslu að hljóðrita. Árangur ferðarinnar varð meiri en við bjuggumst við og verður afraksturinn birtur á þessum síðum eftir því hvernig vinnslu efnisins vindur fram.
Í morgun var tekið hús á Jóhanni Guðmundssyni, landskunnum hagyrðingi, Jóa í Stapa, sem býr að Norðurbrún 9 í Varmahlíð. Á leið okkar hirtum við upp Álftagerðisbróðurinn Sigfús Pétursson. Jóii í Stapa var svo vinsamlegur að fara með nokkrar vísur. Þar af eru tvær sem aldrei hafa birst áður.
Jóhann er fæddur árið 1924 og yrkir sem aldrei fyrr. Hann er ótrúlega vel á sig kominn og stundar enn smíðar.
Ljósmyndina sendi Anna Heiðrún Jónsdóttir. Hún var tekin í Hótel Varmahlíð vorið 2006 þegar sveitungar hans glöddust með Jóhanni vegna útgáfu ljóðmæla hans sem nefnas Axarsköft.
Í upphafi viðtalsins spurði ég hvort Jóhann hefði ort eitthvað nýlega.
Bloggar | 18.9.2010 | 22:57 (breytt 19.9.2010 kl. 00:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við Elín vorum að ganga frá í kvöld upp úr kl. 23 þegar dásamlegur söngur barst að utan. Elín hvatti mig eindregið til þess að nýta tækifærið og hljóðrita. Ekki var vitað hve lengi söngskemmtan þessi stæði yfir og því var gripið það sem hendi var næst, Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD21U hljóðnemi.
Ég vona að hlustendur njóti sönglystarinnar þrátt fyrir vindgnauðið.
Ljósmyndin, sem prýðir þessa færslu, er fengin úr safni Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Skuggi vann um nokkurra ára skeið á verkstæði Síldarbræðslunnar á Fáskrúðsfirði, en Hrafn Baldursson, eiginmaður Maríu, var vinnufélagi hans. Skuggi fylgdi Hrafni gjarnan heim um helgar og naut þar góðs atlætis. Myndina sendi Þorgeir Eiríksson, Toggi, mikilvirkur ljósmyndari.
Spaugilegt | 5.9.2010 | 00:47 (breytt 7.9.2010 kl. 17:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Í kvöld komu til okkar hjónin Páll og Gabriele Eggerz, en þau eru búsett í Þýskalandi. Páll er sonur Péturs Eggerz, sendiherra og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálsdóttur. Þau Páll og Elín eru skyld.
Þau hjónin eignuðust nýlega sitt fyrsta barnabarn, stúlku sem heitir þremur nöfnum en gegnir fyrsta nafninu sem er Maja. Þær ömmurnar nutu þess að skoða myndir af barnabörnunum og máttum við Páll glöggt heyra að þar spjölluðu ömmur saman.
Gabriele Eggerz er ýmislegt til lista lagt. Hún hefur unun af söng og orti sonardóttur sinni þessa vögguvísu sem fylgir þessari færslu. Lagið samdi hún sjálf.
Þessi barnagæla er vel þess virði að einhver þýðii hana á íslensku svo að afinn geti sungið hana á móðurmáli sínu.
Notaður var Sennheiser MD21U og hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Tónlist | 31.8.2010 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þannn 2. janúar árið 1999 var Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs vígður, en hann markaði þáttaskil í tónlistarlífi landsmanna. Af því tilefni gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið þar sem borinn var saman hljómburður Salarins og Hallgrímskirkju. Sigurður Rúnar Jónsson kom mér til aðstoðar. Auk þess ræddi ég við arkitekta hússins, hljómburðarhönnuð Hallgrímskirkju, Bjarna Rúnar Bjarnason, tónmeistara Ríkisútarpsins o.fl. Vakti þessi þáttur mikla athygli enda voru um margt fetaðar ótroðnar slóðir við gerð útvarpsþátta.
Á þessum tíma hafði ég yfir að ráða Sony minidisktæki og litlum Audiotechnica hljóðnema. Hefðu gæði hljóðritanna ef til vill orðið meiri hefði tækjakosturminn og reynsla verið önnur.
Ég hvet hlustendur eindregið til þess að hlýða á þáttinn með góðum heyrnartólum eða hátölurum. Hér að neðan eru birtar upplýsingar um Salinn í Kópavogi.
Salurinn, Tónlistarhúsi Kópavogs fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins, var tekinn í notkun 2. janúar 1999. Tónlistarhús Kópavogs er hluti af menningarmiðstöð bæjarins sem stendur á Borgarholtinu við hlið Gerðarsafns og í nágrenni Kópavogskirkju, en hún er eitt helsta tákn bæjarfélagsins.
Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir að meðaltali tvennir tónleikar í viku, fjöldi ráðstefna af ýmsu tagi, námskeið, verðlaunaafhendingar, alþjóðlegt skákmót, píanókeppni og svo mætti áfram telja. Salurinn rúmar 300 manns í sæti, 200 í sal og 100 á svölum. Lögun Salarins, hallandi gólf og þægileg sæti, skapa nálægð og góð tengsl á milli flytjenda og áheyrenda, en auk þess hefur Salurinn verið rómaður fyrir fallegt útlit og góðan aðbúnað.
Forrými Salarins rúmar einnig 300 manns og hentar vel fyrir kynningar og móttökur af ýmsu tagi. Gott aðgengi er fyrir fatlaða.
Tónleikar
Tónleikahald í Salnum er afar fjölbreytt, einleikstónleikar, söngtónleikar, jazztónleikar, kammer- og kórtónleikar, svo eitthvað sé nefnt, þar sem fram koma innlendir og erlendir tónlistarmenn. Salurinn hefur hlotið mikið lof fyrir góðan hljómburð og vandaða tónleika.
Hljóðfæri
Tveir níu feta flyglar eru í Salnum, STEINWAY & SONS, model D, sem tekinn var í notkun 7. september 2001 og BÖSENDORFER, en tilkoma hans breytti miklu um tónlistarlíf í Kópavogi, því segja má að margþætt tónleikahald bæjarins, allt frá árinu 1994, sé að verulegu leyti byggt upp í kringum það hljóðfæri. Það er ánægjulegt að geta boðið flytjendum að velja á milli þessara tveggja hljóðfæra eftir því sem henta þykir og fyrir áheyrendur að njóta afrakstursins. Að auki er í Salnum gott píanó í æfingarherbergi baksviðs.
Þegar Tónlistarskóli Kópavogs fagnaði 40 ára afmæli árið 2003 fékk skólinn, og Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs, nýjan sembal að gjöf frá bæjarfélaginu. Semballinn var vígður af Jory Vinikour semballeikara á fimmtugasta afmælisári bæjarins, 17. desember 2005. Hljóðfærið er af fransk-flæmskri gerð, smíðað á vinnustofu Marc Ducornet í París, hefur tvö hljómborð (63 nótur) og spannar rúmar fimm áttundir, en slíkt hljóðfæri gefur möguleika á flutningi allra þeirra verka sem samin hafa verið fyrir sembal. Þessi gerð hefur því mikið notagildi og hefur verið valið af fjölmörgum tónleikasölum og hljómsveitum víða um heim, svo sem fílharmóníusveitum í Leningrad og Kiev, Japan, Finnlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, en einnig af fjölmörgum semballeikurum, tónlistarháskólum og öðrum stofnunum.
Upptökur
Fullkomið fjölrása upptökuver er tengt Salnum. Einstaklega vandað hljóðkerfi Salarins gerði það m.a. mögulegt að halda fyrstu Alþjóðlegu Raf- og Tölvutónlistarhátíðina, ART2000, sem haldin hefur verið hér á landi. Hátíðin hlaut menningarverðlaun DV fyrir markverðasta tónlistarviðburðinn á sjálfu Menningarárinu 2000. Bókanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 5 700 400.
Um bygginguna
Arkitektar hússins eru þeir Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson. Við hönnun Salarins var lögð áhersla á að tryggja sem bestan hljómburð og leitað ráðgjafar færustu sérfræðinga á því sviði. Hljóð- og hljómhönnun var í höndum verkfræðinganna Stefáns Einarssonar og Steindórs Guðmundssonar.
Byggingin sjálf er um margt sérstæð. Áhersla hefur verið lögð á íslenskan efnivið. Á innveggjum Salarins er greni úr Skorradal, malað grjót úr grunni hússins er í gólfum og glerveggurinn á vesturhlið er að hluta til klæddur með rekavið frá Langanesi. Þessi "íslenski nytjaviður" er ómeðhöndlaður og mun verða silfurgrár í tímans rás. Viðurinn er gegnvarinn eftir velting í söltum sjónum og þarf því ekki viðhald. Þegar inn í Salinn er komið eru veggir klæddir með öðrum íslenskum nytjavið, þ.e. greni úr Skorradal. Þetta er fyrsta uppskeran af greni sem nytjavið og vegna smæðar bolanna er viðurinn unninn í rimla. Viðurinn er hafður stórskorinn, grófur og veðurbarinn úti, en smágerður, slípaður og lakkaður inni.
Hljómburður
Salurinn er sérhannaður til tónlistarflutnings og komu færustu sérfræðingar Íslendinga á sviði hljómburðar að hönnun hans. Hljómfræðilega var stefnt að ómtíma 1,2 -1,8 sekúndum. Það er í samræmi við þá stærð flytjendahópa sem sviðið ber og þá stærð flytjendahópa sem rúmmál Salarins nýtist hvað best fyrir. Sú tónlist sem berst frá stærstu kórum og hljómsveitum þarf mun meira rúmmál. Lofthæðin er um 14 metrar og eru flekar í lofti og stillanleg hljóðtjöld við veggi. Flekarnir í loftinu endurvarpa háu tónunum, en djúpu tónarnir fara upp í hvelfinguna ofan við flekana og bergmála þar. Hljóðtjöldin draga aftur á móti úr ómtímanum. Þannig er Salurinn sjálfur hljóðfæri og tónlistarmenn almennt á einu máli um að hljómburðurinn sé einstaklega góður. Salurinn er tvískiptur, annars vegar rými sem tekur um 200 manns í sæti og hins vegar svalir með sætum fyrir um 100 áheyrendur.
Helstu áhrifavaldar á hljómburð í Salnum eru þessir:
Fljótandi skermar í lofti stilla dreifingu hljóðsins eftir Salnum endilöngum og afmarka 1/3 af rúmmáli hans sem hljómkassa.
Formbeygðir s-laga hljóðskermar á hliðarveggjum stilla dreifingu og gæði hljómsins þvert á Salinn.
Stillanlegir bak- og hliðarskermar á sviði jafna dreifingu hljóðsins frá sviði út í sal.
7500 grenistafir á veggjum Salarins mýkja tóninn og koma í veg fyrir bergmál.
Sviðstjöld og stillanleg hljóðtjöld á hliðarveggjum gera ómtímann breytilegan frá 1.1 sek. - 1.7 sek. og eru notuð eftir þeirri tegund tónlistar sem flutt er hverju sinni.
Bólstrun og bygging stóla er gerð með tilliti til þess að tóngæði séu söm í tómum og fullsetnum Salnum.
Annar búnaður í Salnum
Af öðrum búnaði Salarins má nefna 250 loftræsti inntök í stólfótum bekkja, sem tryggja jafna og hljóðlausa dreifingu á fersku lofti inn í salinn. Góður sviðslýsingarbúnaður er fyrir hendi og góð aðstaða og tengibúnaður fyrir útvarp og sjónvarp. Stórt sýningartjald (3 x 5 m ) er í Salnum auk annars útbúnaðar til fundahalda. Fullkomið upptökuherbergi er tengt Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs með glugga inn í Salinn.
Meira um Salinn
Salurinn hefur allt frá opnun í janúar 1999 gengt þýðingarmiklu hlutverki í tónlistarlífi landsins. TÍBRÁ tónleikaröð Salarins hefur verið burðarásinn í tónleikahaldinu frá byrjun og heldur af miklum myndugleik undir eitt hornið á íslensku tónlistarlífi. TÍBRÁin heldur líka opnum glugga út í heim og hafa fjölmargir erlendir gestir látið í sér heyra á hennar vegum. Tónleikahald á vegum Kópavogs á sér reyndar lengri sögu, en það hófst með markvissum hætti árið 1993.
Starfsár Salarins hefst formlega með fyrstu TÍBRÁR tónleikunum þann 7. september á afmælisdegi Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og heiðursborgara Kópavogs og lýkur með hátíðartónleikum á afmæli bæjarins þann 11. maí. Tónleikahald á vegum TÍBRÁR er kynnt í vönduðu riti sem gefið er út í ágúst og hefst þá einnig miðasala á TÍBRÁR tónleika komandi starfsárs.
Salurinn er leigður út til almenns tónleikahalds og er meirihluti tónleika sem fluttir eru þar árlega utan TÍBRÁR raðarinnar. Frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir að meðaltali þrennir tónleikar í viku yfir starfsárið, einleikstónleikar, söngtónleikar, jazztónleikar, kammer- og kórtónleikar og fjölbreyttir útgáfutónleikar svo fátt eitt sé nefnt. Árlega eru haldin meistara-námskeið (masterclass) í Salnum undir handleiðslu færustu tónlistarmanna og píanókeppnir og ýmis námskeið um tónlist eru haldin reglulega. Þrisvar á ári er öllum skólaskyldum börnum í Kópavogi boðið að sækja sérstaka tónleika í Salnum undir kjörorðinu TÓNLIST FYRIR ALLA, þar sem börnin fá tækifæri til að njóta fjölskrúðugs tónlistarflutnings hæfustu tónlistarmanna. Einnig er elsta árgangi leikskólabarna í Kópavogi boðið til menningarhátíðar í Salnum á hverju ári. Sérstakir fyrirtækjatónleikar hafa einnig færst talsvert í vöxt, en þá er starfsfólki og/eða viðskiptavinum boðið til sérstakrar dagskrár í Salnum og hefur þetta framtak mælst afar vel fyrir. Hljóðfærakostur Salarins er eins og best gerist; tveir níu feta konsert-grand flyglar í hæsta gæðaflokki og nýr semball af fransk-flæmskri gerð, sérsmíðaður á vinnustofu Marc Ducornet í París. Einnig er í Salnum fullkomið hljóðver sem stendur flytjendum og öðrum til boða og hafa bæði innlend og erlend útgáfufyrirtæki gert fjölmargar hljóðritanir þar, enda hljómburðurinn einstakur.
Þótt Salurinn sé fyrst og fremst tónleikasalur er hann einstaklega vel búinn til ráðstefnu-, námskeiðs- og fundarhalda, og hafa fjölmörg framsækin fyrirtæki og stofnanir nýtt sér þessa góðu aðstöðu. Einnig hefur Salurinn þótt henta vel fyrir móttökur erlendra þjóðhöfðingja og annarra tiginna gesta. Heimilisfang Hamraborg 6, 200 Kópavogi Miðasala 5 700 400 Netfang salurinn@salurinn.is
Tónlist | 31.8.2010 | 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bílar og akstur | 23.8.2010 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar