Árný Elínborg Ásgeirsdóttir, meistaranemi í frétta- og blaðamennsku, tók við mig útvarpsviðtal fyrir vefinn student.is og læt ég það fljóta hér með.
Bloggar | 17.3.2010 | 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudaginn 14. febrúar komu menn saman og sungu ýmis lög sem tengdust eyjum. Þó bar þar ýmislegt annað fyrir eyru. Þar á meðal sagði Pétur Eggerz þjóðsögu.
Hér verður birt örlítið sýnishorn. Það eru dansar frá Hjaltlandseyjum, búlgarskt þjóðlag sem íslenskum áheyrendum var kennt og tvö lög í lokin sem menn sungu við raust.
Hljóðritað var með Nagra Ares-M hljóðpela. Festur var á hann víðóms-hljóðstútur.
Tónlist | 14.3.2010 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gerði göngunni örlítil skil í stuttum pistli fyrir þáttinn Vítt og breitt. Hann fær að fljóta inn á þessa síðu. Í lokin er rætt við séra Jón Ragnarsson.
Notaður var Nagra Ares-M hljóðriti með áfestum víðómshljóðnema.
Umhverfismál | 14.3.2010 | 17:18 (breytt 4.4.2010 kl. 13:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leikurinn hófst í sundlaug Seltjarnarness einn lygnan laugardagsmorgun í október. Við vorum tveir í sturtunni og bað ég félaga minn, hver sem hann var, að veita mér viðtal en hann kvaðst of feiminn til þess. Ég var á leiðinni út og vildi fá hljóðmyndina af gönguferðinni. Því setti ég tækið á hljóðritun. Og viti menn. Maðurinn byrjaði að tala og úr varð þetta ágæta samtal sem hann vissi ekki að hefði verið hljóðritað.
Leikurinn barst svo austur að Geysi, Hringur Árnason, sem þá var 5 ára, sagði mér frá því til hvers hann notaði vatnið, litið var við á kínverska ballettinum Rauðu kvennaherdeildinni, haldið vestur í Skjaldfannardal og lækir látnir dansa saman, hverasvæði í Krísuvík skoðuð og loksins staðnæmst úti við Gróttu. Þar naut ég liðsinnis vinar míns, Magnúsar Bergssonar, hljóðlistarmanns, en hann hljóðritaði öldugjálfrið eina sumarnótt árið 1994. Vek ég sérstaka athygli á þeim hluta þáttarins.
Móðursystir mín, Guðfinna Stefánsdóttir, sagði mér einnig í þættinum hvernig fólk í Vestmannaeyjum hefði margnýtt vatnið á æskuárum sínum. Einnig greindi einn bræðra minna frá víngerð, en málrómi hans var breytt svo að hann yrði ekki lögsóttur. Nú er óhætt að upplýsa að hann heitir Páll Helgason, enda er málið fyrnt.
Heil mikið tilstand var vegna þessa þáttar. Ég hélt að ég gæti rumpað honum af eins og ég var vanur enda kom ég með allt efnið klippt og vandlega undirbúið. En tæknimaður Ríkisútvarpsins, Björn Eysteinsson, var mér ekki sammála og taldi handritið bjóða upp á flest annað en hroðvirkni. Eina ráðið væri að tölvuvinna þáttinn. Endirinn varð um 10 klst. vinna í hljóðveri.
Mælt er með því að fólk hlusti með góðum heyrnartólum. Dans lækjanna skilaði sér ekki nægilega vel í útsendingu útvarpsins, en hann fór þannig fram að ég stóð á mótum tveggja lækja og sneri mér nokkra hringi. Hlusti menn grannt geta þeir heyrt að tvö systkini, börn Lóu á Skjaldfönn, spyrja furðulostinn hvað ég sé eiginlega að gera.
Einn af dagskrárgerðarmönnum BBC, sem hélt námskeið fyrir starfsmenn Ríkisútvarpsins, tók þennan þátt sem dæmi um það sem hægt væri að gera með einu md-tæki og víðómshljóðnema.
Vatnið | 9.3.2010 | 22:28 (breytt 4.4.2010 kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gerði nokkra vinkilsþætti árin 1998-2000. Hér birtist einn þeirra, Kínavinkill sem útvarpað var í júní 2000.
Í aprílmánuði vorum við þrenn hjón saman á ferðalagi um Kína. Í þættinum birtast nokkrar svipmyndir.
1. Forvitnast er um efni útvarpsstöðva í Beijing 11. apríl árið 2000.
2. Svipast er um við hótel í qingdao.
3Farið er í heimsókn í skóla fyrir þroskahefta.
4. Að lokum er komið við í Xi'an og leirherinn skoðaður. Wang Fanje segir frá því er hann fann menjar um leirherinn mikla árið 1974. Síðan eru nokkrar leirstyttur skoðaðar nákvæmlega. Ung stúlka, sem var túlkur á safninu, var svo ötul að vekja athygli mína á því sem fyrir augu bar að ég gafst upp á að þýða það sem hún sagði. Þetta var í annað skipti sem ég fékk að skoða þennan leirher og snerta það sem mig lysti. Einkennileg er sú tilfinning að standa frammi fyrir leirhernum og skoða nákvæmlega hvernig stytturnar voru gerðar. Maður skynjar hnoðnaglana í brynjunum, naglræturnar o.s.frv. Allt þetta og meira til, sem er luti 8. undurs veraldar, var framið 1000 árum fyrir byggð Íslands.
Menning og listir | 6.3.2010 | 22:56 (breytt 4.4.2010 kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hafði þá fyrir nokkru fengið lánaðan Sony SM-57 víðómshljóðnema og datt í hug að sjóða saman dálítinn leikþátt. Hófst ég handa við að búa til grunninn, sem gerður var úr hljóðm sem ég hafði hljóðritað sjálfur auk hljóðrits frá danska ríkisútvarpinu.
Einn góðan veðurdag, þegar tíminn silaðist áfram, hrinti ég framkvæmdum af stað og lauk við þáttinn samdægurs eða daginn eftir. Hér gefur á að hlýða. Fordómar sögumanns ríða vart við einteyming.
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2010 | 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 10. febrúar árið 2009 hitti ég að máli Ólaf Nielsen og fékk hann til að segja mér frá hrafninum. Var samtalinu útvarpað tveimur dögum síðar.
Í upphafi syngur Elín Árnadóttir, eiginkona mín, hjálparhella og vinurinn besti, lagið Krummi krunkar úti sem ég gerði handa Birgi Finnssyni, systursyni mínum árið 1967, en þá var hann á þriðja ári. Lagið er samið eftir 5 tóna skalanum og ar einhver baráttusöngur rauðu varðliðanna fyrirmyndin, en ég var þá orðinn Maoisti sem ég hef verið síðan.
Hrafnana, sem koma fram í þættinum, hljóðrituðum við Pétur Halldórsson. Notaði hann Shure VP88 en ég beitti tveimur Sennheiser ME62 sem mynduðu um 100° horn og vísuðu hvor frá öðrum. Samtalið var hljóðritað með Sennheiser ME-65, en hljóðrýmið var þess eðlis að nota varð stefnuvirkan hljóðnema.
´Serstök athygli er vakin á lokum þáttarins. Þá kemur hrafn aðvífandi, sest á handriðið, gaumgærir hljóðnemana og flýgur svo á brott í skyndi. Setjið því á ykkur góð heyrnartól og njótið hreyfingarinnar í hljóðritinu.
Fuglar | 3.3.2010 | 23:21 (breytt 4.4.2010 kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um svipað leyti brast á mikið ofviðri í Vestmannaeyjum sem enn er í minnum haft.
Með Helga fórust 10 menn. Tveir skipverjar komust upp í Faxasker en lík þeirra náðust ekki þaðan fyrr en um 40 stundum eftir að Helgi fórst.
Fyrri þátturinn, sem fylgir þessari færslu, fjallar um sögu Helga allt frá því að kjölur var lagður og þar til yfir lauk. Listi yfir sögumenn og aðra, sem komu að gerð þáttarins, er birtur í lok þáttarins.
Sigtryggur Helgason styrkti gerð þessa þáttar og var höfundi ómetanleg stoð og stytta. Einnig var Sigrún Björnsdóttir, fjölmiðlafræðingur, mér innan handar og gerðist sögumaður þáttarins.
Seinni þátturinn fjallar um þau þrjú skip sem fórust við Faxasker á 20. öld, en þau voru Esther, dönsk skúta, Helgi og Eyjaberg.
Þar segir m.a. frá mikilli svaðilför er Helgi fór til Bretlands í febrúar árið 1943. gunnþóra Gunnarsdóttir var lesari í þættinum ásamt höfundi.
Sögur af sjó | 27.2.2010 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vænti þess að þáttur sá sem hér er birtur virði til þess að einhverjir njóti sýningarinnar. Við hjónin höfum sótt hana nokkrum sinnum og finnum ætíð eitthvað nýtt.
Öll viðtöl og kynningar voru hljóðrituð með Nagra Ares-M. Notaðir voru Sennheiser ME62, ME65 og víðómshljóðnemi sem festur var á tækið (viðtalið við Orra Vésteinsson).
Þátturinn var unninn í Soundforge og kynningar lesnar í svefnherbergi okkar hjóna.
Menning og listir | 26.2.2010 | 19:10 (breytt kl. 19:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1992 bað ég Venna að rifja upp kynni sín af föður mínum, Helga Benediktssyni, athafnamanni í Vestmannaeyjum. Venni kunni einhver reiðinnar býsn af sögum og sagði betur frá en flestir sem ég hef þekkt. Varð hann vel við bón minni.
Sjö árum síðar tók ég hann enn tali og bað hann að segja mér frá kynnum sínum af vélskipinu Helga VE 333 sem fórst við Faxasker 7. janúar árið 1950. Notaði ég brot úr þeirri frásögn í útvarpsþætti sem ég gerði um slysið.
Frásagnir Venna frænda hafa aldrei verið birtar í heild. Birti ég þær nú algerlega óklipptar í minningu þeirra frændanna, föður míns og hans. Þeir áttu margt saman að sælda og þótti vænt hvorum um annan. Og móðir mín sagði um Venna að hann væri ráðabesti maður sem hún hefði þekkt og oft óskaði hún þess að Venni réði öllu hér á landi.
Njótið heil.
Sögur af sjó | 25.2.2010 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar