Þessi ofn hefur sjaldan verið til friðs og fyllist iðulega af lofti. Við reyndum að auka innstreymið inn á hann og mér skilst að aukinn hafi verið þrýstingur á húskerfinu. En loftið myndast ævinlega.
Ofninn hefur nú tekið að semja sjálfur lágvær tónverk. Hér birtist eitt þeirra. Ef til vill getur einhver pípulagningarmaður greint verkið.
Ofninn krefst engra stefgjalda og þess vegna er hljóðverkið birt á þessari síðu.
Hljóðritað á Nagra Ares BB+ með tveimur Sennheiser ME64.
Heimilishljóð | 25.2.2010 | 09:38 (breytt 15.5.2012 kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðtölin voru hljóðrituð í maílok 1999 og þættinum útvarpað þá um sumarið. Einsöngvarar þáttarins voru þau Elín Árnadóttir og Hringur Árnason sem þá var á 5. ári.
Sögur af sjó | 24.2.2010 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið eftir að þátturinn var gerður var Skaftfellingur fluttur austur í Vík í Mýrdal. Þar er hann nú geymdur í gamalli skemmu og bíður þess er verða vill.
Flest viðtölin voru tekin með Sennheiser ME-65 og notað var Sony md-tæki.
Hægt er að fá hljóðrit í fullum gæðum hjá höfundi þáttarins.
Sögur af sjó | 23.2.2010 | 20:20 (breytt 24.2.2010 kl. 06:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Iðunnar, 5. Febrúar síðastliðinn, kvað hann úr kosningarímum séra Guðlaugs Guðmundssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði, sem hann orti vegna kosningar sýslunefndarmanns, sem fram fór að Hrófbergi á Jónsmessunni 1912. Guðlaugur orti þessa rími í riddarasagnastíl til þess að spauga með þá sem að þessari kosningu stóðu.
Hljóðrit þetta er birt með samþykki Steindórs.
Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi.
Kveðskapur og stemmur | 22.2.2010 | 22:17 (breytt 10.4.2010 kl. 12:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin leirskáldin voru Arnþór Helgason, Hallmundur Kristinsson, Jón Ingvar Jónsson, Pétur Stefánsson, Árni Jónsson, Davíð Hjálmar Haraldsson og Sigrún Haraldsdóttir.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME-64 hljóðnemar sem mynduðu u.þ.b. 90°horn og vísuðu hvor að öðrum.
Tónlist | 21.2.2010 | 21:34 (breytt kl. 22:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þættinum, sem hér er birtur, segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einn þeirra, sem komust af, frá þessum atburðum og draumum sem honum tengdust. Einnig er skotið inn athugasemdum Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð o.fl.
Þátturinn er birtur á mp3-sniði í 56 bita upplausn. Þeir, sem hafa hug á hljómbetra eintaki, geta haft samband við ritstjóra þessarar bloggsíðu.
Hlustendum skal bent á að þeir geta halað niður mp3-skránni og er það e.t.v. betra en að hlusta beint af netinu. Þátturinn er rúmar 43 mínútur og frásögnin tekur á.
Sögur af sjó | 20.2.2010 | 22:14 (breytt 20.8.2010 kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekkert vekur mönnum innilegri gleði, þakklæti og djúpa lotningu en þegar barn fæðist. Amma og afi verða ung aftur og þakka fyrir að eiga hlutdeild í þessari dásemd.
Haustið 2008 gerði ég örstuttan útvarpsþátt um Birgi Þór sem þá var á fjórða ári. Auk hans komu nokkur leikskólabörn við sögu í leikskólanum tjarnarási, þar sem Birgir litli stundar nám.
Notaðir voru þrír hljóðnemar. Sennheiser MD-21U við útihljóðritanir, AKG DM-230 í samtölum og Shure VP88 á leikskólanum. Hljóðritinn sjálfur er af tegundinni Nagra Ares BB+.
Bloggar | 14.2.2010 | 14:12 (breytt 16.2.2010 kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Notað var Sony B-100 minidiskatæki.
Bloggar | 13.2.2010 | 23:54 (breytt 25.6.2010 kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir kvöldverð settumst við niður á bar hótelsins. Í salnum léku þrír hljómlistarmenn vestræna tónlist með kínversku ívafi. Sumt var harla gott en annað skemmtilegt. Hljóðrit dagsins er alkunnugt, bandarískt dægurlag frá 7. áratugnum. Notað var Sony b-100 minidisktæki með innbyggðum hljóðnemum.
Tónlist | 13.2.2010 | 11:06 (breytt 25.6.2010 kl. 22:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seinna um kvöldið fórum við vestur á Seltjarnarnes að horfa á sólarlagið. Þegar við hjóluðum eftir göngustígnum yfir nesið flaug mér í hug að setja lítið minidisk-tæki í hjólatöskuna og vita hvernig til tækis. Þegar hlustað er á hljóðritið er ótrúlegt að heyra öll hin margbreytilegu hljóð sem eitt reiðhjól gefur frá sér. Það er sem heil verksmiðja fari í gang. Sá, sem er utan töskunnar, heyrir hins vegar fæst þessara hljóða.
Samgöngur | 10.2.2010 | 21:24 (breytt kl. 21:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar