Eplaskipið og aðrar sögur af sjó

Hér greinir frá samgöngum á milli Vestmannaeyja og lands á fyrri hluta síðustu aldar. M.a. er lesin frásögn Sigtryggs Helgasonar af siglingu til Eyja með Helga Helgasyni VE 343 rétt fyrir jólin 1947, en Helgi fór þá með rúmlega 60 farþega.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skessan - The Giantess

Hrotur skessunnar berast langar leiðir.

Það er hreinasta firra að tröll séu útdauð á Íslandi eins og Herdís Egilsdóttir, rithöfundur, hefur margsannað með bókum sínum.

Skessan í hellinum á heima í Grófinni í Reykjanesbæ. Þar eignaðist hún heimili árið 2008 og eyðir tímanum mestmegnis við að dorma í eldhúsinu sínu. Hrýtur hún hástöfum og öðru hverju leysir hún vind og ropar.

Haldið var í heimsókn til hennar 23. Júní 2015 og lítill hljóðriti hafður með. Hljóðritið lýsir áhuga tveggja yngis-sveina og ömmu þeirra. Njótið heil.

Notaður var Olympus LS-11. Hljóðritið ber þess glögg merki að hljóðritarinn var hræddur við skessuna.

 

In English

Many foreigners believe that giantesses are now extinct in Iceland, which is of course not true, as the writer of many childrenbooks, Herdis Egilsdottir, has proofed many times. In Reykjanesbær is a recently built cave which is a home of rather a friendly giantess. She has mostly been sleeping since she moved into the cave in 2008, snoring, and now and then farting and burping. Children like to visit her.

The recording was made on an Olympus LS-11, not very professionally as the recordist is afraid of giantesses.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rjúpan og fleiri fuglar - The Ptarmigans and other birds

Tækin tengd. Myndina tók Hrafn Baldursson.

Við Hrafn Baldursson héldum upp á sautjándann með því að fara út í Nýgræðing á Stöðvarfirði að hljóðrita fugla. Hófumst við handa upp úr kl. 9:30. Sá hluti sem hér birtist er frá því um 9:35 þar til umferð um þjóðveginn, sem liggur um þorpið, tók að aukast.

Mest eru áberandi skógarþrestir, rjúpur, lóur, hrossagaukar og fleiri smáfuglar.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Mælt er með góðum heyrnartólum. Gætið þess að stilla hljóðið ekki of hátt.

 

In English

At the eastern part of the village of Stöðvarfjörður en East Iceland there is a little grove where trees which have been planted there for the last 7 decades form a quiet place for people to enjoy the nature and the birds. In the morning of June 17 I and Hrafn Baldursson set up my recording geer. The Redwings were there as well as Ptarmigans, together with snipes, ringed plowers and other birds.

The recording was made with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A and NT-55 mics in an MS-setup.

Good headphones are recommended. The volume shouldn't be too high.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldugjálfur að morgni - Waves playing in the morning

Í morgun fórum við Hrafn Baldursson enn inn á Öldu fyrir botni Stöðvarfjarðar að hljóðrita öldugjálfrið. Sá kafli sem hér er birtur hófst kl. 08:20. Ördauft vélarhljóð heyrðist í fjarska en mestu skiptir að hreyfing öldunnar náðist og muldur æðarblikanna sem voru þarna á sveimi.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 48 kílóriðum. Notaðir voru Nt-2A og Nt-55 hljóðnemar í Blimp-vindhlíf. Hljóðritað var í MS-stereo

Mælt er með góðum heyrnartólum. Ef styrkurinn er ekki hafður of hár njóta menn betur mildi sjávarins.

 

In English

This morning I went with my friend, Hrafn Baldursson, to record the sound of the beech innermost at Stöðvarfjörður in East Iceland. This part of the recording started around 8:20.

The peaceful sounds are best enjoyed in goot headphones with moderate volume.

Recorded on 24 bits 48 kHz with a Nagra Ares BB+ using Røde NT-2A ant NT-55 microphones in an MS setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sjórinn og tvær sandlóur - The sea and 2 ringed plowers

Í dag um kl. 15:30 gengum við Hrafn Baldursson meðfram fjöruborðinu á öldunni innst í botni Stöðvarfjarðar. Könnuðum við öldugjálfrið og hreyfingu öldunnar með það að markmiði að hljóðrita síðar. Við vorum með Olympus LS-11 í vasanum ot tókum meðfylgjandi hljóðsýni. Þegar 1:45 mínútur eru liðnar af hljóðritinu tekur við rölt okkar á eftir tveimur sandlóum.Mælt er með góðum heyrnartólum.

Þetta er 24 bita hljóðrit í fullum gæðum.

 

In English

Today at around 15:30 I walked together with Hrafn Baldursson along the beech innermost at Stöðvarfjörður, Eastern Iceland. The aim was to listen to the sound and the movements of the waves as we think of further recordings in this environment. We had an Olympus LS-11 with us and made a sample recording. After 1.45 minuts we can be heard ambling behind 2 ringed plowers with the sea on our left.

This is a full size 24 stereo recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjölbýlishús í byggingu - Building a new appartment house

Nú er smíði fjölbýlishúss á horni Skerjabrautar og Nesvegar langt komin. Hin fjölbreytilegustu hljóð heyrast í margs konar tólum, tækjum og mönnum.

Í dag var tekið hljóðsýni sem fylgir hér. Einnig heyrist umferðin eftir Nesveginum á bak við, vatn sem drýpur á svalirnar og sumarfuglar láta á sér kræla. Mælt er með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir Røde Nt-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

The construction of a new appartment house at the corner of Skerjabraut and Nesvegur in Seltjarnarnes, Iceland, is now passing well on. All kinds of sounds from various tools, equipments and human beings are heard from the building.

This morning I made some sound tests. The trafic behind is heard as well as some drops and summer birds. Good headphones recommended.

The recorder was Nagra Ares BBB+ with Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. The original recording is in 24 bits.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vindur í húsasundi - The wind between two houses

Það sem af er sumri hefur verið fremur sólríkt, vindasamt og svalt. Í morgun áttaði ég mig á skemmtilegum hljóðum sem norðanvindurinn myndaði á svölunum á Tjarnarbóli 14 sem vísa í suðvestur. Vegna nýrrar byggingar sem er vestan við Tjarnarból 14 þýtur öðruvísi í vindinum en áður.
Notast var við einfaldan búnað, Olympus LS-11 og skorið af 100 riðum. Hljóðritið er í fullum gæðum, 24 bitum og er því niðurhalið fremur hægt.
Mælt er með góðum heyrnartólum.

In English.
This summer has up to now been sunny, cold and windy. I noticed that the wind produced some special sounds on my balkony facing southwest. The northern wind now has to go through between our hous and the new one close to the west.
A simple geer was used, Olympus-11.
The recording is in 24 bits and the download can therefore be a little slow.
Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bilaður kælir og tónelskur frystiskápur - A cooler out of order and a musical freezing cabin

Í verslun Hagkaupa við Eiðistorg var eitthvað að einum kælinum.
Heimilisfrystiskápurinn, sem er fæddur í Tyrklandi er nokkru hljóðlátari en framleiðir unaðsleg hljóð sem mannseyrað heyrir vart en hljóðritinn nemur. Honum var stungið inn í skápinn og látinn dúsa þar í nokkrar mínútur. Kuldinn virtist þrengja nokkuð að efniviði tækisins eins og örlágir smellir bera vitni um.
Hljóðritað með Olympus LS-11 á 24 bitum og 48 kílóriðum.

In English
It could be heard that something was wrong with one of the coolers in the Hagkaup Supermarket at Eiðistorg in Seltjarnarnes, Iceland.
On the other hand the freezing cabin at home, which is of Turkish origin,  is so quite that the human ear doesn't hear the wonderful sounds it composes. Therfore the Olympus LS-11 was place inside for several minutes. The dropping temperatures seemed to affect the recorder's housing as the small snicks confirm.
Recorded with an Olympus LS-11 24 bits, 48 kHz


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofviðrið 14. mars - The Tempest on March 14

Enn eitt óveðrið geisaði á sunnanverðu landinu að morgni 14. Mars 2015. Á Keflavíkurflugvelli var vindhraðinn um 30 m/sek kl. 10:00 og má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður hér á Seltjarnarnesi.

Tækifærið var notað og ósköpin hljóðrituð í stofunni á heimili okkar sem veit mót suðvestri. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti ásamt tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu.

Hljóðritun hófst kl. 09:45.

Upprunalega hljóðritið er 24 bita og 48 kílórið. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðni hljóðritsins, en hin djúpu hljóð, sem steinsteypt hús gefa jafnan frá sér í ofviðri, heyrðust vel og því óeðlilegt að breyta þeim. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

 

In English

Yet another tempest raged in Southwest Iceland in the morning of March 14 ths year. The wind speed was about 30 m/sek.

A recording was made in our living room facing south-west.

A Nagra Ares BB+ was used together with 2 Røde NT1-A microphones in an AB-setup. The original recording is in 48 kHz and 24 bits.

The lower frequencies have not been cut off. Therefore the deep rumbling sounds of the hous are easily heard. We heard them ourselves and therefor I thought it unnecessary to edit the sound.

The recording starts at 09:45.

Good headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Útvarpsviðtal hljóðritað í boston og norður í Bitrufirði - A Radio Interview recorded simultaniously in Boston And Northwest Iceland

Mánudaginn 14. júlí síðastliðinn námum við Elín staðar norður í Bitrufirði á Ströndum til hvíldar frá akstrinum. Rétt eftir að við höfðum hallað okkur hringdi farsíminn og og á línunni var David Leveille, dagskrárgerðarmaður frá Boston, sem vinnur fyrir Public Radio International og BBC. Hann hafði eitt sinn haft samband við mig á póstlista áhugahljóðritara og óskað eftir að fá að nýta sér hljóðrit af hljóðblogginu.

Nú vildi hann fá viðtal. Ég taldi netsambandið varla uppfylla gæði fyrir

Skype. Spurði hann mig þá hvort ég væri ekki með hljóðrita meðferðis. Ég skyldi þá hljóðrita allt saman á meðan á samtalilnu stæði, senda sér síðan hljóðskrána og hann kæmi því svo saman.

Ég hafði heyrt af þessari aðferð og fannst hún athyglisverð, en aldrei reynt hana sjálfur. Afraksturinn fylgir hér. Tekið skal fram að ég var þessu algerlega óviðbúinn.

Ég sendi honum hljóðritið um leið og ég komst í sæmilegt netsamband.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

http://www.pri.org/stories/2014-08-26/name-city-china-where-confucius-lived

 

In English

On July 14 2014 I and my wife were driving en North-west Iceland heading south towards the Gauksmýri Lodge . As we had been travelling for some time we decided to take a rest in Bitrufjörður. We went to a side road and turned off tghe engine.Shortly afterwards the phone played The East is read and when I answered a producer from PRI

In Boston, David Leveille, was on the phone. I had caught his attention on a post list and he had contacted me earlier regarding some of my recordings. Now he wanted to make a Skype interview. As I was a little reluctant, due to the fact that the quality might not be satisfying, he asked if I did have a recorder with me. It would be possible to have the interview. I just needed to have my phone in on hand and the recorder in the other palm. I would record the whole conversation and my voice would later on be mixed together with his voice. As I had heard of this methode before and never used it in my broadcast work, I was eager to try it. The result is here below.

The interview is marked by the fact that I was not quite prepared. But the sound environment is quite interesting.

Recorded with an Olympus LS-11.

The interview was later broadcast on August 26 2014.

http://www.pri.org/stories/2014-08-26/name-city-china-where-confucius-lived

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband