Fimmtudaginn 8. október 2008 útvarpaði ég stuttum þætti um börnin í leikskólanum í Tjarnarási í Hafnarfirði. Þátturinn hverfðist um Birgi Þór, barnabarn okkar Elínar sem þá var þriggja ára. Sagði hann mér þá söguna um apann sem keypti bæði grænmeti og aura og Krista Sól Guðjónsdóttir sagði frá músinni sem renndi sér niður rennibrautina.
Í morgun bauð Hrafnkell Daði, yngsti bróðir Birgis Þórs okkur föður sínum í morgunmat. Hann er nú í Tjarnarási eins og eldri bræðurnir, Birgir Þór og Kolbeinn tumi.
Þátturinn er í fullum hljóðgæðum. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var með Sennheiser MD21U og Shure VP88 hljóðnemum.
Vinir og fjölskylda | 23.1.2015 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustið 1996 fótbrotnaði ég og lá á Borgarspítalanum í tæplega viku. Um svipað leyti stórslasaðist Jóhann Páll Símonarson, sjómaður, um borð í Brúarfossi er hann var við störf í Færeyjum. Hann var fluttur til Íslands og lenti á sömu stofu. Með okkur tókst vinátta.
Við ræddum saman um öryggismál sjómanna og árið 1999 gerði ég útvarpsþáttinn Vinnuslys á sjó. Þættinum var útvarpað í dymbilviku þegar fá skip voru á sjó og á þeim tíma sem flestir eyða fyrir framan sjónvarpstækin. Því hlustuðu fáir sjómenn.
Ýmislegt hefur gerst síðan þessum þætti var útvarpað og margt breyst til betri vegar. Þessir eru viðmælendur í þættinum:
Jóhann Páll Símonarson les skeyti sem hann sendi Halldóri Blöndal, samgöngumálaráðherra, , Örn Hilmisson, Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun, Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna, Gunnar Tómasson, þáverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, Jóhann Páll símonarson, Eyþór Ólafsson hjá Eimskipafélagi Íslands, Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs.
Tónlistin í þættinum er eftir Sigfús Halldórsson.
Notaðir voru Sennheiser ME62 og ME65 hljóðnemar. Hljóðritað var með Sony MD30 minidisktæki.
Sögur af sjó | 11.1.2015 | 00:49 (breytt kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og undanfarin ár var áramótaflugeldaskothríðin hljóðrituð. Að þessu sinni voru notaðir tveir Sennheiser ME-62 hljóðnemar með barnabolta (babyball) sem þakinn var loðveldi þar sem öðru hverju gustaði talsvert um hljóðnemana. Þeim var komið fyrir norðaðn við húsið að Tjarnarbóli 14 í AB-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.Hljóðritið hefst l. 23:22 og endar kl. 20 mínútur yfir miðnætti. Skothríðin nær hámarki þegar um 31 mínúta er liðin af hljóðritinu.
In English
The world famous display of fireworks in the Reykjavik area was recorded as in the previous years. This time 2 Sennheiser ME-62 mics were used ina AB-setup with 30 cm spacing. Babyballs with a fur protected them against the wind. The recorder was Nagra Ares BB+
Good headphones are recommended. The recording starts at 23:22 and ends ad 00:20. The climax of the noise is around minute 31.
Áramótahljóð | 1.1.2015 | 13:14 (breytt 4.1.2015 kl. 00:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að kvöldi 6. desember 2014 kom ég fyrir tveimur Sennheiser ME-62 hljóðnemum utan við svalirnar á 3. hæð að Tjarnarbóli 14. Voru þeir í AB-uppsetningu með 30 cm bili og þaktir loðfeldi frá rycote.
Um kl. 4:25 var vindur um 6-10 m/sek að norðaustan. Ætlunin hafði verið að fanga þungan nið hafsins í fjarska en í staðinn yfirgnæfði vifta í nýbyggingu náttúruhljóðin. Ef grannt er eftir hlustað heyrist vindurinn þyrla upp snjókornum, álftir fljúga hjá lengst í vestri og alls kyns skrölt í nýbyggingunni.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum og athyglin þarf að vera óskert.
IN ENGLISH
In the evening on December 6 2014 I placed 2 Sennheiser ME-62 mics outside the balcon on our flat in Seltjarnarnes, Iceland, in an AB-setup with 30 mm spacing. They were covered with a fur from Rycote.
At 4:25 in the morning the wind had started blowing from the north-east. Instead of the deep sound of the ocean som 1 km away the sound of a fan in a nearby house under construction was overwhelming.
If the listener uses all his/her attention the wind can be heard whirling some snowflakes around and swans flying to the south in the far west. All kinds of sounds from the building is also here and there.
Good headphones are strongly recommended.
Vindurinn - The wind | 7.12.2014 | 17:07 (breytt kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kvöldi sunnudagsins 1. desember gekk ofviðri yfir vestanvert landið. Á Keflavík varð veðurhæðin allt að 30 m. Má því búast við að veðurhæðin hafi verið svipuð á Seltjarnarnesi, en veðurfari þar svipar mjög til Keflavíkur.
Ég kom fyrir tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu með um 30 cm millibili á borðstofuborðinu u.þ.b. 2 m frá gluggunum. Athyglisvert er að heyra hina djúpu undirtóna hússins sem undirleik vindsins og ýmissa smáhluta sem reyna að rífa sig lausa. Þessar 11 mínútur gefa ágæta mynd af því hvernig er að vera einn heima í slíku veðri.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
In the evening of December 1, 2014, we had a tempest from southwest in Southern Iceland. At Keflavik Airport the strongest blasts were at least 30 m/sec (108 km per hour). The weather is quite similar where I am living at Seltjarnarnes.
I placed 2 Røde NT1-A microphones in an AB-array with 30 cm spacing in the livingroom aproximately 2 m from the windows. It is quite interesting to sense the deep roaring of the house as an accompaniment to the wind, pressing through and some objects outside trying to leave the balcony. This recording describes what it is like staying alone at home as the tempest is raging outside.
Good headphones are strongly recommended.
Vindurinn - The wind | 1.12.2014 | 23:57 (breytt 2.12.2014 kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 3. október síðastliðinn kvað Þórarinn Már Baldursson vísur um matseldina hjá Guðrúnu konu sinni, sem fer mjög að matarsmekk hans samanber Súrmetisvísur, sem Þórarinn kvað á Iðunnarfundi í upphafi Þorra, 7. febrúar síðastliðinn.
Kveðskapur og stemmur | 7.10.2014 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útvarpsleikhúsið frumflutti leikritið Rökrásina eftir Ingibjörgu Magnadóttur. Með aðalhlutverkin fóru þau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Tónlist samdi Kristín Anna Valtýsdóttir og Harpa Arnardóttir var leikstjóri.
Leikritið er margslungið snilldarverk um öldruð hjón sem starfrækja útvarpsstöð á heimili sínu. Brugðið er upp svipmynd af hjónunum og hlustendur fá að heyra hvernig þau liðsinna hlustendum sínum. Einnig bregða þau á leik og samfarir gömlu hjónanna í beinni útsendingu voru mjög sannfærandi.
Tæknivinnslan var innt af hendi af mikilli prýði, enda undir stjórn Einars Sigurðssonar.
Hlustað var á leikritið í vefvarpi Ríkisútvarpsins og valinn kosturinn Netútvörp. Útsendingin á netinu var afleit. Svo mikið er hljóðið þjappað að ýmsir aukadónar fylgja með tónlistinni og s-hljóðin verða hálfgert hviss. Nýmiðladeild Ríkisútvarpsins hlýtur að gera grein fyrir þessum löku hljóðgæðum. Breska útvarpið BBC sendir út í miklum hljóðgæðum og hið sama á við um fjölda tónlistarstöðva sem eru á netinu.
Hlustendum til fróðleiks fylgir hljóðsýni.
Útvarp | 28.9.2014 | 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1999 gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið sem nefndist Suð fyrir eyra. Fjallaði hann um þennan leiða kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í þættinum er lýst súrefnismeðferð og rætt við lærða og leika um fyrirbærið.
Í upphafi þáttarins heyrist suð, en mér tókst að búa það til með því að setja hljóðnema innan í heyrnartól og skrúfa síðan upp styrkinn á hljóðrituninni. Þegar ég leyfði Garðari Sverrissyni að heyra suðið, hrópaði hann: Þetta er suðið mitt!
Og þetta er einnig suðið mitt.
Tæknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tæknimaður Ríkisútvarpsins sá um að færa þáttinn á segulband.
Fjöldi fólks hefur fengið afrit af þættinum. Nú er talin ástæða til að setja hann á netið.
Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er þess óskað að getið sé hvaðan þátturinn sé kominn.
Eindregið er mælt með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.
Heilsa og heilsuvernd | 16.9.2014 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nokkur umræða hefur orðið um hversu lengi efni varðveitist á geisladiskum. Fyrir nokkru tók ég fram disk sem ég hafði fengið frá tæknimanni Salarins í Kópavogi. Á diskinum voru hljómleikar sextetts úr Hinni þjóðlegu hljómsveit kvikmyndaversins í Beijing sem kom hingað til lands árið 2002 á vegum Utanríkisráðuneytisins og Kím. Diskurinn reyndist skemmdur.
Í dag tók ég hann fram og áttaði mig þá á því að miði með upplýsingum um efni hans var örlítið krumpaður. Nú gekk afritunin vel. Hugsanlega var það einnig vegna þess að nýtt drif var notað.
Á meðal þess sem Kínverjarnir fluttu voru lögin Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason og Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason.
In English
A lot of discussions has ben going on about how long materials will last on Cd-disks.
Some time ago I tried to copy a 10 years old cd with a concert given by a group of 6 musicians of The Traditional Music Ensemble of The Beijing Film Studio who gave a concert in Iceland in 2002. It was damaged.
Today I decided to try again. I found out that the piece of paper, containing som information about the contents, was a little uneven. After fixing this the disk could be copied. Maybe a new diskdrive made it also possible.
The musicians played 2 Icelandic melodies: I looked for blue flowers by Gylfi Þ. Gíslason and The Westman Islands by Arnthor Helgason
Kínversk tónlist | 11.9.2014 | 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í haustferð Kvæðamannafélagsins Iðunnar 6. september var fyrst áð við kapellu heilagrar Barböru í Kapelluhrauni við Reykjanesbraut, en Barbara var dýrlingur ferðamanna. Þar var sungið úr Barbörukvæði, sem varðveittist á Austurlandi ásamt þjóðlagi í lydískri tóntegund. Bára Grímsdóttir söng fyrir og tóku ferðafélagar undir í viðlaginu. Undirleik annaðist fjöldi bifreiða.
Þau erindi sem sungin voru eru birt hér fyrir neðan.
In English
St. Barbara is the saind of travellers. In a small chapel, on the way to Keflavik airport, an old poet about Barbara was chanted by Bára Grímsdóttir, a known composer and specialist on Icelandic Folk music. Members of Kvæðamannafélagið Iðunn chanted with her in the refrain.
The poem and melody come from Eastern Iceland.
Barbörukvæði.
Dyspoteus hét drengurinn heiðinn
af djöflinum var hans maktar seiðinn
í huganum var hann harla reiðinn
hans var dóttir dýr að sjá
blessuð meyjan Barbará
Ólst þar upp hinn unga svanni
lof hún bar af hverjum manni
lausnara himna dyggð með sanni
lá hún jafnan bænum á. Blessuð .....
Hennar biðja höldar teitir
hæversk brúðurin þessum neitir
og þeim öllum afsvör veitir
engan þeirra vill hún sjá. Blessuð.....
Heiðin maður lét höllu smíða
hugði sjálfur í burt að ríða
fullgjörð innan fárra tíða
formanns hús hún vildi sjá. Blessuð.....
Glugga tvo á glæstum ranni
gjörði að líta hin unga svanni
mælti hún þá með miklum sanni
að minni skipan gjörið þér þrjá. Blessuð...
Smiðirnir játa því sæta beiðist
en svara þú fyrir ef faðir þinn reiðist
svo merkilega mál vor greiðist
muntu verða fram að stá. Blessuð.....
Allt var gjört að ungfrúr ráði
engin annað hugsa náði
heim á torg kom hilmir bráði
hallar smíðið lítur á. Blessuð.....
Garpurinn lítur glugga þrenna
gjörði heift í brjóst að renna
eftir spurði um atburð þennan
allt hið sanna greindu frá. Blessuð.....
Kölluð var þangað kæran fína
keisarinn talar við dóttur sína
formáð hefur þú fyrirsögn mína
fylltist upp með forsi og þrá. Blessuð.....
Auðgrund svarar og hlær á móti
hlýddu faðir með engu hóti
gef ég mig ekki að goðanna blóti
því guð hefur valdið himnum á. Blessuð.....
Hyggur hann þá með heiftar lundu
höggva víf á samri stundu
borgarmúrinn brast á grundu
brúðurin fékk í burt að gá. Blessuð.....
Himna guð sem hér skal greina
hóf hana upp í fjallshlíð eina
þar verandi vífið hreina
hirðar tveir að þetta sjá. Blessuð.....
Eftir spyr hinn armi herra
ekki lét sér skorta verra
grimmdar maður með giftina þverra
greindi hinn sem hana sá. Blessuð.....
Annar var sem ei vildi greina
þó hann vissi um vífið hreina
honum varð ekki margt til meina
mildin guðs er mikið að sjá. Blessuð.....
Ótrúr var sá til hennar sagði
Snarlega fékk hann hefnd að bragði
og svo strax í hugsótt lagðist
hjörð hans varð að flugum smá. Blessuð.....
Milding eftir meynni leitar
margfaldlega siðunum neitar
hans mun spyrjast heiftin heita
í helli einum hún lét sér ná. Blessuð.....
Vendir hann heim með vífið bjarta
sárlega bjó honum grimmd í hjarta
hann bauð henni til heims að skarta
en hverfa Jesú siðunum frá. Blessuð.....
Hún kvaðst ekki þjóna fjanda
þó hún kæmist í nokkurn vanda
eilífur mun þeim eldurinn granda
öllum er goðin trúa á. Blessuð.....
Brjóstin skar hann af blíðum svanna
bragna var þar enginn manna
helst mun þetta hróðurinn sanna
sem haldið gátu vatni þá. Blessuð.....
Hún kvaðst ekki heldur blóta
þó hún yrði pínu að hljóta
hún kvað sér það helst til bóta
að sviptast skyldi heiminum frá. Blessuð.....
Hilmir biður að höggva mengi
halurinn vafin glæpa gengi
vildi til þess verða enginn
varð hann sjálfur fram að gá . Blessuð.....
Heggur hann þá með hjaltaskóði
höfuðið burt af sínu jóði
sætu léttir sorg og móði
sálin fór til himna há. Blessuð.....
Dárinn varð fyrir drottins reiði
dró þá myrkur yfir sól í heiði
eldurinn grandaði örfa meiðir
enginn mátti fyrir ösku sjá. Blessuð.....
Eilífur guð og englar blíðir
annast fljóð sem engu kvíðir
seggir hver henni signa tíðir
sál þeirra láttu friðnum ná
heilög meyjan Barbará
Kveðskapur og stemmur | 8.9.2014 | 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 65354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar