Kvæðamannafélagið Iðunn efndi til haustferðar laugardaginn 6. september 2014. Margt var þar kveðið skemmtilegt.
Á leiðinni heim, þegar ekið var í áttina að Þrengslunum, kvað Þórarinn Már Baldursson, hagyrðingur og kvæðamaður, vísur þar sem hann hreytir ónotum í Reykjavík og nágrannabæi hennar. Landsbyggðin fær einnig sinn skammt, enda er hann norðlenskur maðr.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Stjórnmál og samfélag | 7.9.2014 | 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnús Jóel Jóhannsson lést 26. ágúst síðastliðinn. Hann var eðalhagyrðingur Og um árabil einn fremsti kvæðamaður Íslendinga.
Hann kunni góð skil á bragfræði og kenndi hana.
Magnús samdi þar að auki nokkrar stemmur sem eru í kvæðalagasafni félagsins og bera þær vandvirkni hans vitni.
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem haldinn var 9. nóvember 2007, kvað hann nokkrar vetrarvísur sem hann hafði ort. Bragarhátturinn er svokallað Kolbeinslag, kennt við Kolbein jöklaraskáld.
Árið 2010 var hljóðritað talsvert af kveðskap hans og ljóðum. Bíður það efni úrvinnslu og birtingar.
In English
Magnús Jóel Jóhannsson (1922-2014) was one of the best rhapsodists of Iceland. He chanted rhymes in the Icelandic way and even composed some of the melodies himself.
This recording is from a meeting in Kvæðamannafélagið Iðunn on November 9 2007. There Magnús chanted his rhymes about the winter.
Kveðskapur og stemmur | 4.9.2014 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eindregið er mælt með að fólk hlusti á meðfylgjandi tvö hljóðrit í heyrnartólum.
Laugardaginn 23. ágúst var hið árlega hlaup háð í Reykjavík. Rúmlega 1100 manns tóku þátt í maraþon og hálfmaraþon-hlaupinu og rúmlega 8.000 í 10 km skemmtihlaupi. Þetta hlaup hefur verið hljóðritað nokkrum sinnum frá árinu 1998.
fyrra sýnið er frá því kl. 09:05, en þá höfðu fyrstu hlaupararnir farið framhjá. Hávaði frá bifreiðum var of mikill til þess að hljóðritið nyti sín.
Seinna hljóðritið, 10 km hlaup, hófst rétt fyrir kl. 10:00 þegar fyrstu hlaupararnir voru í nánd. Takið eftir hvernig fólk skirrðist ekki við að trufla hlaupið. Bílum var ekið á móti því, fólk lagði leið sína gegn hlaupinu á hjólum og gangandi o.s.frv. En hlaupaniðurinn rennur framhjá eins ot vatnsfall.
Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-upsetningu. Hljóðritinn eins og oft áður Nagra Ares BB+
Hljóðnemarnir voru settir norðan við Tjarnarból 14 við Nesveg á Seltjarnarnesi.
In English
This recording is best enjoyed by using headphones.
The annual Reykjavik Run was held on August 23. More than 1100 people participated in Marathon and Half-Marathon and over 8.000 in 10 km running. The event was recorded as has been done since 1998.
The first sample started around 09:05 when the first runners had arrived. Due to the noise from cars the recording before is not worth listening.
The second sample started around 10:00 when the first runners were approaching. Pay attention to how people tried to disturb the runners by driving, biking and walking against the stream.
The runners pass by like a river of people.
Recorded in an MS-Setup with Røde Nt-2A and NT-55. The recorder is as most often Nagra Ares BB+.
Recorded infront of Tjarnarból 14 at Nesvegur, Seltjarnarnes.
Reykjavík | 24.8.2014 | 11:34 (breytt kl. 12:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.
Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.
Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.
In English.
This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.
In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.
Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.
There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.
Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.
Þetta er síðasta hljóðritið úr Vestfjarðaferðinni í sumar.
Rétt fyrir kl. 7 að morgni 14. júlí var dálítil rigning á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Hljóðnemarnir voru u.þ.b. 12 m frá íbúðarhúsinu og heyrðust regndroparnir lenda á þaki þess.
Það virtist liggja vel á fuglunum. Heyra mátti í kríu, spóa, sendlingi, heiðlóu, skógarþresti, stelki, hrossagauk, sandlóu auk kindar, sem hafði látið heyra til sín nokkrum sinnum um nóttina. Fleiri fuglar koma við sögu í hljóðritinu og væri fróðlegt ef hlustendur spreyttu sig á að þekkja þá og greindu frá því.
In English.
This is the last recording from our trip to Northwest Iceland this summer.
In the morning of July 14, around 7 there was a little rain at Kirkjuból in Steingrímsfjörður, Northwest-Iceland. The drops can be heard on the roof of the guesthouse some 12 m away from the mics.
Many birds entertained us. Just to name some of them: golden plower, ringd plower, arctic tern, whimbrel, snipe, redwing, redshang and some more. A sheep was also heard.
There are some other birds which are not counted. It would be interesting if listeners would try to recognize them.
Recorded with 2 Sennheiser ME-62 on a Nagra Ares BB+.
Fuglar | 20.8.2014 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á sunnanverðu Íslandi verður þetta sumar sjálfsagt kallað rigningarsumarið mikla. En það rigndi víðar.
Aðfaranótt 14. júlí var ýmiss konar veður að Kirkjubóli í Steingrímsfirði: logn, stynningskaldi, dálítil rigning og úrhelli. Meðfylgjandi hljóðrit náðist með herkjum u.þ.b. kl. 14 mínútum fyrir kl. 8 um morguninn. Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 í AB-uppsetningu. Þeir voru huldir loðhlíf frá Rycode. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Mælt er með heyrnartólum og góðri regnkápu.
In English
This summer has been very weat in southern Iceland. But fortunately it has been some rain in other parts of the country.
At Kirkjuból in Steingrímsfjörður near Hólmavík at Northwest-Iceland, there were at least 4 kinds of weather in the night before July 14: calm, strong breeze, a little rain and heavy rain.
This short recording was made just before 8 in the morning. 2 Sennheiser ME 62 were used covered with a Rycode furcode. A Nagra Ares BB+ was used.
Headphones are recommended as well as a waterproof jacket.
d
Strandabyggð | 10.8.2014 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðan við Búrfellsvirkjun eru tvær vindmyllur. Þegar okkur bar að garði 26. þessa mánaðar var vindur um 5-10 m/sek og raforkuframleiðsla einungis um 75 kW. Nokkru norðar er önnur vindmylla, sem ekki var opin, en þar sem enginn var við hana var hún valin til hljóðritunar.
Um það leyti sem hljóðritun hófst jókst vindurinn nokkuð. Það má heyra á hljóðritinu hvernig hljóðið breytist með mismunandi vindstyrk.
Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
Á síðu landsvirkjunar segir m.a.:
Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.
Lokið var við uppsetningu vindmyllanna í desember 2012 og á næstu misserum safnast upplýsingar um það hvort mögulegt sé að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind. Rannsóknirnar snúast ekki síst um rekstur vindmylla við séríslenskar aðstæður, ísingu, skafrenning, ösku- og sandfok. Ef vel gengur er markmiðið að vindorkuframleiðsla verði í framtíðinni mikilvæg viðbót við framleiðslu raforku með vatnsafli og jarðvarma.
Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í framleiðslu vindmylla til nota á landi. Um 60% vindmylla í Þýskalandi eru frá Enercon og um 7% vindmylla í heiminum.
Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð myllunnar 77 metrar. Frekari upplýsingar eru á
http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/throunarverkefni/vindmyllur
In english
Will the wind finally do some good?
In December, Landsvirkjun erected two wind turbines, in an area known as Hafið, within the construction area of Búrfell Power Station, in the south of Iceland. The turbines have a total of 2 MW of installed power. The project is part of Landsvirkjuns research and development project on the advantageous of wind power in Iceland. There are a number of areas in Iceland that show great potential for the successful utilisation of wind energy.
The wind turbines each have a 900 kW capacity and together their generating capacity could be up to 5.4 GWh per year. The masts is 55 metres heigh and each spade measures 22 metres in length. When the spades are at their highest position the unit is 77 metres of height. Wind turbines developed for further energy production will in all likelihood be larger than the most powerful turbines presently operating in Iceland today, reaching 7.5MW.
When we were there on July 26 the wind was only 5-10 mYsec and the average power only about 75kW for each turbine. We went to the turbine further north as there were no tourists. There we captured the sound. It can be heard during the recording that the sound of the spades changes according to the wind.
Good headphones recommended.
For further information, see http://www.landsvirkjun.com/ResearchDevelopment/Research/WindPower/
Vindurinn - The wind | 27.7.2014 | 21:40 (breytt kl. 22:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 22. júlí héldum við hjónin ásamt vinkonu okkar, Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, til Vestmannaeyja. Tilgangurinn var að heimsækja skyldulið auk þess að kanna nýjan veitingastað sem nefnist Gott og er að Bárustíg 11. Matseðillinn er að hætti Berglindar Sigmarsdóttur, hollur og ljúffengur. Eindregið er mælt með staðnum.
Meðfylgjandi hljóðrit er úr Herjólfi. Olympus LS-11 var haldið út fyrir borðstokkinn og numið hvernig sjórinn freyddi meðfram skipinu. Mælt er með heyrnartólum.
In English
On July 22 I and my wife together with our friend, Unnur St. Alfreðsdóttir, went to the Westman Islands to visit some friends and relatives. We also dined at a newly established restaurant, Gott, at Bárustígur nr. 11. The menu is made according to Berglind Sigmarsdóttir's prescriptions. This restaurant is recommended for it's excellent and healthy food.
The attached recording was made onboard the ferry, Herjólfur, while steaming to the Westman Islands. An Olympus LS-11 was held outside the gunnel on the larbourd side capturing the sound of the froathing sea. Headphones are recommended.
Vestmannaeyjar | 23.7.2014 | 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjónin Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson á Kirkjubóli I fyrir sunnan Hólmavík hafa komið upp myndarlegri gistiaðstöðu ásamt ýmsu, sem tengist sögu og menningu Strandamanna.
Við Elín gistum þar aðfaranótt 14. júlí í sumar. Um kl. Hálftvö um nóttina blés hann dálítið upp, en lægði síðan. Upp úr kl. 5 um morguninn fór að rigna og jókst rigningin framundir kl. 8:00.
Við Elín settum upp tvo Sennheiser ME-62 hljóðnema í AB-uppsetningu s.s. 12 metra frá íbúðarhúsinu. Sneru þeir upp í holtið og voru klæddir Rycode vindhlífum. Eins gott miðað við það sem á eftir fór.
Með þessari færslu fylgir 15 mínútna hljóðsýni frá því um kl. 01:23-01:38. Þá héldu fuglar sig fremur fjærri. Flóð var og heyrðist því vel öldugjálfrið frá fjörunni auk lækjarniðar.
Styrkur hljóðritsins hefur verið aukinn mjög mikið. Sum náttúruhljóðin eru svo lág a þau eru vart greinanleg með öðrum hætti. Þeir sem vilja lifa sig inn í hljóðritið ættu að nota góð heyrnartól ef þau eru fyrir hendi. Þá er eins og við heyrum hjal álfanna og annarra landsins vætta.
Þessa nótt voru hljóðritaðar með Nagra Ares BB+um 7 klst af efni. Meira verður birt á næstunni.
In English
At Kirkjubol south of the village of Hólmavík in North-west Iceland is a guesthous run by Jón Jónsson and his Wife, Ester Sigfúsdóttir. I and Elin stayed there the night before July 14 this summer. We set up 2 Sennheiser ME-62 mics in an AB-setup 12-14 m from the house, facing towards the hills. This sample of 15 minutes is from 01:23-01:38.
Just after the recording starts the wind increases. The tide is high and therefore the sound of the waves is heard as well as the klinging sounds of a small stream nearby. Most of the birds were so far away that some of them were hardly audible with human ears. As there are not much contrasts in this recording it was possible to increase the volume greatly.
Those who want to live themselve into the mysterious sounds of the Icelandic summer night can try to listen, if they can hear the sounds of the elfs and other supernatural beings of Iceland.
About 7 hours were recorded during this night with my excellent Nagra Ares BB+. More recordings are to be released later.
Umhverfishljóð | 19.7.2014 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfsagt verður þetta kallað Rigningarsumarið mikla. Víða hafa orðið skemmdir af völdum vatnagangs.
Laugardaginn 5. júlí síðastliðinn brast á með hlýviðri og úrhellis rigningu á Vestfjörðum. Seláin í Skjaldfannardal ærðist og fór hamförum. Allir lækir trylltust og jafnvel bæjarlækurinn varð að stórfljóti.
Hjónin á Skjaldfönn, þau Indriði Aðalsteinsson og Kristbjörg Lóa Árnadóttir, urðu fyrir stórtjóni. Varnargarðar og ýmis mannvirki, sem hafist var handa við fyrir um 60 árum, eru stórskemmd.
Þegar okkur Elínu bar að Skjaldfönn ásamt vinafólki föstudaginn 11.júlí, var bæjarlækurinn en í ham eins og heyra má af meðfylgjandi hljóðriti. Hljóðritaðir voru samtals 2,44 klst af bæjarlæk án nokkurs afskurðar. Hér verða 10 mínútur látnar nægja. Mælt er með góðum heyrnartólum.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME-62 í AB-uppsetningu.
In English
This summer has been warm and extremely weat in some parts of Iceland. On July 5 it burst on with windy warm weather and the extremely heavy rain on the Westfjords in Iceland. Some creeks turned into big and aggressive rivers. On the farm of Skjaldfönn the river, Selá, destroyed a lot of facilities built during the past 60 years to protect the farmland.
Even the creek, just close to the farmhouse, burst into a noisy river. When we came ther on July 11, it was still bulky and angry as can be heard on this recording. Almost 3 hours of the creek were recorder but in this podcast only 10 minutes must do.
Sennheiser ME-62 in an AB-setup were used and a Nagra Ares BB+.
Good headphones are recommended.
Vatnið | 17.7.2014 | 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugarnestangi er eins konar griðastaður. Þar er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og þar er Hrafn Gunnlaugsson.
Við Elín settum upp tvo Senheiser ME-62 hljóðnema í fjöruborðinu rétt vestan við listasafnið. Þegar hljóðritið hófst var hvalaskoðunarbátur á leið í höfn og sigldi til vesturs. Þegar 14 mínútur eru liðnar af hljóðritinu heyrist glöggt að annar bátur stefnir að hljóðnemunum en beygir til norðurs.
Notuð var AB-uppsetning. Einungis voru 16 cm milli hljóðnemanna, en það virðist ekki koma að sök.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.
Hljóðritið kann einhverjum að finnast heldur lágt. Að ásettu ráði var ákveðið að auka ekki styrkinn. Ekkert hefur verið átt við hljóðstillingar.
In english
The Laugarnes in Reykjavik is in a way a quiet place. There is the Art Museum of the sculpture, Sigurjón Ólafsson and there is the world famous filmdirector, Hrafn Gunnlaugsson.
I and my wife, Elin, set up 2 Senheiser ME-62 mics close to the sea a little west from the art museum At the beginning of the recording a sight-seeing ship pas.ses by towards the harbour. Later in the recording (about 14 min) a ships can be heard heading towards the mics, but it turns to the north instead of sailing to the east.
The mics were in an AB-setup with only 16cm between them. S <Nagra Ares BB+ was used.
The recording may seem to be a little low. The volume was not increased to to some hight contrasts. The frequencies have not been cut.
Sjórinn | 7.6.2014 | 23:33 (breytt 9.6.2014 kl. 10:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 65354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar