Færsluflokkur: Tónlist
Hljóðritað var með hljóðnema og snældutæki frá Philips.
Tónlist | 22.3.2010 | 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudaginn 14. febrúar komu menn saman og sungu ýmis lög sem tengdust eyjum. Þó bar þar ýmislegt annað fyrir eyru. Þar á meðal sagði Pétur Eggerz þjóðsögu.
Hér verður birt örlítið sýnishorn. Það eru dansar frá Hjaltlandseyjum, búlgarskt þjóðlag sem íslenskum áheyrendum var kennt og tvö lög í lokin sem menn sungu við raust.
Hljóðritað var með Nagra Ares-M hljóðpela. Festur var á hann víðóms-hljóðstútur.
Tónlist | 14.3.2010 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi ofn hefur sjaldan verið til friðs og fyllist iðulega af lofti. Við reyndum að auka innstreymið inn á hann og mér skilst að aukinn hafi verið þrýstingur á húskerfinu. En loftið myndast ævinlega.
Ofninn hefur nú tekið að semja sjálfur lágvær tónverk. Hér birtist eitt þeirra. Ef til vill getur einhver pípulagningarmaður greint verkið.
Ofninn krefst engra stefgjalda og þess vegna er hljóðverkið birt á þessari síðu.
Hljóðritað á Nagra Ares BB+ með tveimur Sennheiser ME64.
Tónlist | 25.2.2010 | 09:38 (breytt 15.5.2012 kl. 22:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Iðunnar, 5. Febrúar síðastliðinn, kvað hann úr kosningarímum séra Guðlaugs Guðmundssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði, sem hann orti vegna kosningar sýslunefndarmanns, sem fram fór að Hrófbergi á Jónsmessunni 1912. Guðlaugur orti þessa rími í riddarasagnastíl til þess að spauga með þá sem að þessari kosningu stóðu.
Hljóðrit þetta er birt með samþykki Steindórs.
Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi.
Tónlist | 22.2.2010 | 22:17 (breytt 10.4.2010 kl. 12:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin leirskáldin voru Arnþór Helgason, Hallmundur Kristinsson, Jón Ingvar Jónsson, Pétur Stefánsson, Árni Jónsson, Davíð Hjálmar Haraldsson og Sigrún Haraldsdóttir.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME-64 hljóðnemar sem mynduðu u.þ.b. 90°horn og vísuðu hvor að öðrum.
Tónlist | 21.2.2010 | 21:34 (breytt kl. 22:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir kvöldverð settumst við niður á bar hótelsins. Í salnum léku þrír hljómlistarmenn vestræna tónlist með kínversku ívafi. Sumt var harla gott en annað skemmtilegt. Hljóðrit dagsins er alkunnugt, bandarískt dægurlag frá 7. áratugnum. Notað var Sony b-100 minidisktæki með innbyggðum hljóðnemum.
Tónlist | 13.2.2010 | 11:06 (breytt 25.6.2010 kl. 22:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flest sem kom fram í þættinum á enn við 12 árum síðar. Kvæðamannafélagið Iðunn hefur nú eignast heimasíðuna
http://rimur.is/
þar sem ýmiss konar fróðleik er að finna um bragfræði og íslenskan kveðskap.
Tónlist | 6.2.2010 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýringin reyndist vera sú að lambhrútur, sem nefndist Þorkell, varð móðurlaus og tók heimilisfólkið á Hala hann í fóstur. Gamalær þessi var sett honum til samlætis í stekkinn og er löng saga af því sem ekki verður rakin hér.
Ég hljóðritaði lambsjarminn, tók síðan einn jafminn, teygði og togaði þannig að úr varð að Þorkell jarmaði íslenska þjóðlagið, Gimbillinn mælti og grét við stekkinn.
Tónlist | 28.1.2010 | 21:48 (breytt 25.6.2010 kl. 22:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar