Færsluflokkur: Minningar

Kvartsár jólasveinn og fótspor

Birgir að fylgjast með Bjúgnakræki 

Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.

Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.

 

Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.

 

 

Kvöldstund hjá ömmu og afa.

 

Birgir Þór 6 ára.

 

Jólavænting.

 

Birgir Þór er býsnastór.

 

Apinn sem keypti grænmeti og aura.

 

Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.

Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.

 

Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.

  

Kvöldstund hjá ömmu og afa.

 

Birgir Þór 6 ára.

 

Jólavænting.

 

Birgir Þór er býsnastór.

 

Apinn sem keypti grænmeti og aura.

  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Viltu ekki spila fyrir þá nýja þjóðhátíðarlagið?"

Í dag er þess minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar, þess manns sem einn getur kallast þjóðartónskád Vestmannaeyinga.

Oddgeir setti sterkan svip á bæjarlífið í Vestmannaeyjum. Hann stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja í tæpa þrjá áratugi, lék í hljómsveitum, samdi þjóðhátíðarlög áratugum saman, kenndi söng í Barnaskóla Vestmanneyja, þjálfaði hljóðfæraleikara og var hvarvetna hrókur alls fagnaðar þar sem hann átti leið um. Oddgeir var, auk þess að vera tónskáld, orðhagur maður og setti einatt saman kviðlinga sem flugu víða.

Oddgeir Kristjánsson hafði áhrif á alla sem kynntust honum og þegar hann lést, 18. febrúar árið 1966, varð almenn sorg í Vestmannaeyjum. Allir vissu að skaparinn hafði hrifið til sín einn af eyjanna bestu sonum.

Í morgun rifjaðist upp fyrir mér dálítið atvik frá sumrinu 1962. Ég sótti þá píanótíma hjá Hrefnu, dóttur Oddgeirs. Einhvern tíma miðsumars, þegar við tvíburarnir vorum stadir hjá Hrefnu, kom Oddgeir inn í stofuna og spurði hvort hún vildi ekki spila fyrir okkur nýja þjóðhátíðarlagið. Það hét þá ekkert annað, því að textinn var ekki tilbúinn, en hlaut svo nafnið "Ég veit þú kemur".

Í minningu minni hafði Hrefna stutt forspil að laginu. Okkur ber ekki saman um upphafið, en í huga mínum mótaðist minningin með þeim hætti sem meðfylgjandi hljóðrit ber með sér.

Lag þetta varð síðan eitt af fyrstu lögunum sem Gísli Helgason, blokkflautuskáld úr Vestmannaeyjum, lærði og olli tímamótum í lífi hans.

Í kvöld verður efnt til tónleika í eldborgarsal Hörpu, þar sem flutt verða lög Oddgeirs Kristjánssonar. Er það tilhlökkunarefni hverjum þeim, sem ann tónlist þessa merka manns og tónlistarfrömuðar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kínverskir ættjarðarsöngvar og fleira gott í Hofi himinsins

Loftið ómar af ljúfum söng (ljósmynd: Lv Yanxia) 

 

 

Sunnudagsmorguninn 30. október síðastliðinn lögðum við Lv Yanxia leið okkar í garðana við Hof himinsins í Beijin, en þar safnast fólk saman um helgar og skemmtir sér. Andrúmsloftið er einstakt og einna líkast þjóðhátíð Vestmannaeyja eða menningarnótt í Reykjavík. Þar skemmtir sér hver á sinn hátt. Loftið ómar af alls konar tónlist og hverju því sem lýsir gleði fólks.

Í görðunum eru einnig hljóðir staðir þar sem menn geta notið næðis með ys og þys í fjarska.

Í einu hliðanna að hofinu var 50-100 manna kór sem söng hástöfum ættjarðarsöngva. Leikið var undir á ýmis hljóðfær s.s. ásláttarhljóðfæri, Sheng-munnorgelið, Dizi-bambusflautu, Erhu-fiðlu, harmoniku o.s.frv. Lögin eru þessi.

Söngur úr Kóreustríðinu 1950-53, Óður til þjóðfánans og Fimmtándi máninn.

 

Þá héldum við áfram göngu okkar um garðinn og námum staðar hjá þremur munnhörpuleikurum. Léku þeir hluta úr fyrsta þætti ballettsins, Hvíthærðu stúlkunnar. Síðan söng fullorðin söngkona ástarsöng, sem vinsæll var í Kína fyrir nokkrum árum.

 

Ljósmynd birt síðar.

 

IN ENGLISH

 

On the Sunday morning of October 31, I went with Lv Yanxia to the gardens surrounding the Temple of Heaven in Beijing. During the weekends people gather there for all kinds of entertainments. The atmosphere is wonderful, just like the greatest festivals in Iceland. The air is filled with the sound of music and everythings which makes people feel enlighted and happy.

 

In one of the gates to the temple, a quire of 50-100 people sang songs in praise of the heroes from the Corean war 1950-53, a song to the Red flag an finally we recorded the music of The Fifteenth Moon.

Instruments like Sheng, Erhu and accordions could be heard as well as other chinese instruments.

 

Then we moved on to a more quiet place. There 3 people played the harmonicas. First we recorded a theme from the 1st movement of the ballet of The Whitehaired Girl. Then an elderly woman sang a lovesong, quite popular in China some years ago.

 

A photo will be added later.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um stofnun Kínversk-íslenska menningarfélagsins

Haustið 1993 var haldin hátíðarsamkoma til að minnast 40 ára afmælis Kínvnersk-íslenska menningarfélagsins, sem stofnað var 20. október árið 1993. Þar flutti dr. Jakob Benediktsson, fyrsti formaður þess og þáverandi varaformaður, erindi um aðdragandann að stofnun félagsins og fyrstu ár þess.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sundhöllin á Selfossi, sælustaður þriggja kynslóða

 

Sundlaugar landsins eru einstakir skemmtistaðir. Þar una sér þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir saman.

Laugardaginn 13. ágúst vorum við Elín á ferð um Suðurland ásamt Árna, Elfu og piltunum þremur, Hring, Birgi Þór og Kolbeini Tuma. Að sjálfsögðu var komið við á Selfossi og notið skemmtunar í Sundhöll Selfoss. Frá Sundlaug Selfoss (ljósmynd: Elín Árnadóttir)Hún er í raun skemmtigarður með góðri aðstöðu handa börnum og fullorðnum, vatnsrennibrautum, heitum pottum og öðrum leiktækjum.

Reynt var að fanga andrúmsloftið. Hljóðritað var í námunda við barnasvæðið og þaðan haldið í innisundlaugina. Þar var ekki eins mikið um að vera og hreyfingu þeirra fáu, sem syntu, nnámu hljóðnemarnir ekki sem skyldi. Sennilega hefði ég þurft að færa þá neðar og alveg að sundlaugarbarminum.

Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

The swimming pools in Iceland are very popular. There 3 generations or even 4 can find something for every age: warm pots, waterglides of different sizes and both indoor and outdoor pools.

The Swimming pool at Selfoss, Southern Iceland, is a very popular one and actually an amusement park with an outdoor and indoor pool, childrens pool, 3 waterglides of different sizes and much more. There I and Elin went with our grand children and their parents who had a big fun there while I tried to catch the atmosphere with assistance from elin, who also was the photographer.

The recording was made near the childrens pool and later indoors using Røde NT-2A and NT55 mics in an MS-setup..

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áhrifamikið viðtal

 

Valdar greinar úr dagblöðum og tímaritum, hljóðtímarit Blindrafélagsins, hafa komið út frá árinu 1976. Upphafsmenn þeirra voru Gísli Helgason og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Um þessar mundir er Gísli ritstjóri hljóðtímaritsins.

Í síðasta tölublaði birtist athyglisvert viðtal við Ásrúnu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðing. Hún er með svokallaðan RP-augnsjúkdóm og missti nær alveg sjón um fertugt. Ásrún gekk til liðs við Blindrafélagið árið 1971, þá 27 ára gömul og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það. Í viðtalinu segir hún sögu sína. Hér fyrir neðan er krækja í viðtalið

http://www.blind.is/valdar_greinar/nr/1238


Kvöldstund hjá ömmu og afa

Bræðurnir Birgir Þór, 6 ára og Kolbeinn Tumi, þriggja ára, synir Árna og Elfu Hrannar, komu í heimsókn til ömmu og afa í kvöld ásamt föður sínum og Hring, stóra bróður. Þeim bræðrum var boðið að gista.

Afi stóðst ekki mátið og greip hljóðritann þegar verið var að bursta tennurnar. Allt of lítið er gert af því að hljóðrita ærsl og gleði barnanna og samskipti þeirra við góða ömmu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Merk tímamót

Í gærkvöld hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu tónleika sína í Háskólabíói og í morgun flutti hljómsveitin í Hörpu.

 

Í tilefni þessa var haldið með Nagra Ares-M hljóðpela í Háskólabíó í gær og síðasta verkið hljóðritað. Með þessari færslu eru birtar síðustu þrjár mínútur fyrstu sinfóníu Jóhannesar Brahms, en þar koma fram ýmis einkenni hljómsins í húsinu. Í kynningunni, sem var hljóðrituð í dag með Røde NT-2a er einkennum hljómsins lýst og þar á meðal ákveðinni bjögun sem ritstjóri þessarar síðu hefur ítrekað orðið var við.

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands eru fluttar einlægar árnaðaróskir og undirritaður hlakkar mjög til hljómleikanna 4. maí.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þorsteinn Glúmsson segir frá upphafi kvikmyndasýninga að Laugum í Reykjadal

 

Árið 1945 gáfu fóstursystkinin, Helgi Benediktsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir, sem þá var matráðskona Landspítalans, Laugaskóla tvær 35 mm kvikmyndasýningarvélar af tegundinni Peerles. Voru vélarnar settar upp í íþróttahúsi skólans og sýningar hafnar um haustið. Svo segir í einni heimild:

 

Laugaskóla gefnar Kvikmyndavélar

 

„Laugaskóla hafa verið gefnar tvær vélar til kvikmyndasýninga. Voru það Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir fóstursystir hans sem færðu skólanum þessa rausnarlegu gjöf. Vélarnar voru sendar til Húsavíkur með skipi og þaðan fluttar til Lauga. Og ekki var lokið höfðingsskap Helga og Kristbjargar því þau báru einnig kostnað af uppsetningu vélanna og þeim lagfæringum sem gera þurfti á þeim, en skólinn greiddi fyrir breytingar sem gerðar voru á Þróttó svo það hentaði til kvikmyndasýninga. Var vélunum fundinn staður á svölum miðhæðar Þróttó og er nú hægt að sýna kvikmyndir í salnum. Kvikmyndasýningar hafa verið tíðar í vetur og Laugamenn verið duglegir að mæta í bíó."

 

Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, sem nú stýrir kvikmyndasýningum að Laugum, voru vélarnar notaðar framundir 1970, en þá hafði ný tækni rutt sér til rúms. Árið 2005 var ráðist í breytingar á íþróttahúsi skólans, samanber heimasíðu hans, http://laugar.is/

Þá var önnur vélin gerð upp og er nú til sýnis í glerskáp. Var hin vélin notuð sem varahlutir.

 

Gísli Helgason, sem áður hefur birt pistla á þessari síðu, hitti um daginn Þorstein Glúmsson frá Vallarkoti í Reykjadal, en hann man vel eftir því er kvikmyndasýningar hófust á Laugum.

 

Stefnt er að því að ná tali af Snæbirni Kristjánssyni, sem lengst stjórnaði kvikmyndasýningum á Laugum og forvitnast nánar um uppsetningu vélanna. Í heimildinni, sem vitnað var í hér að ofan, kemur fram að breyta hafi þurft vélunum. Gera má ráð fyrir að það hafi stafað af þeim mismun sem var á rafkerfi Bandaríkjanna og þess er algengast var á Íslandi um þessar mundir.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kuldaboli

Þegar ég var barn trúði ég á Kuldabola. Mér fannst hann skelfileg skepna og það lét stundum hátt í honum.

Kuldaboli hélt sig stundum í stiganum niður í kjallara og það heyrðist í honum gegnum skráargatið á hurðinni, þessi margtóna, síbreytilegi hvinur. Nautin í Hábæ og í Dölum öskruðu eða bölvuðu, en Kuldaboli var engu skárri.

Þegar ég kom heim frá því að selja Viðskiptablaðið í gær hvein suðvistanáttin í örmjórri gætt á stofuglugganum. Ég lagði Olympus LS11 í gluggakistuna og hvarf á braut. Hljóðneminn nam einræður Kuldabola. Glöggir hlustendur heyra einnig tifið í stofuklukkunni og einhver hljóð að utan.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Ef einhver á ljósmynd af Kuldabola væri hún vel þegin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband