Færsluflokkur: Fuglar

Smeykir fuglar - Nervous birds

Að kvöldi 28. júní síðastliðinn tókum við hjónin okkur gistingu á bænum Bjarnargili í fljótum, en sveitin, sem áður nefndist Fljótahreppur, er nú hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Við hjónin höfðum áður gist á Bjarnargili hjá þeim Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni, en ég mundi vel eftir Trausta frá því að ég var barn og hann vann hjá föður mínum í Vestmannaeyjum veturinn 1963.

Ég hljóðritaði um nóttina frá miðnætti og fram til rúmlega 8 um morguninn. Lítið gerðist framan af nóttu, en um miðmorgunsmund, upp úr kl. 6, vaknaði heimilisfólk við mikinn hávaða í garðinum. Taldi húsfreyja að refur hefði komið á vettvang. Einnig mátti greina í fjarska hrafn og eitthvað varð til að rasta ró þrasta, músarrindla, maríuerlu og annarra mófugla að ógleymdun jaðrakanum, sem kvartaði sáran. Atgangur í þröstunum var svo mikill að einn þeirra flaug á hljóðnemana. Það má heyra þegar tæpar 10 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Fuglahljóðin eru yfirleitt lág, eins og algengt er þegar hljóðritað er í íslenskri náttúru. Því eru hlustendur varaðir við að hávaðinn verður skerandi þegar um 6 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Nokkuð dró úr atganginum, en greinilegt var að fuglarnir voru ósáttir við eitthvað sem læddist um í grasinu. Það má heyra, ef grannt er eftir hlustað.

Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT55. Hljóðritinn var sem fyrr Nagra Ares BB+. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

 

In english

 

In the evening of June 28, I and my wife went to the farm Bjarnargil, but Sigurbjörg Bjarnadóttir and Trausti Sveinsson have been engaged in the tourist trade for several years. Bjarnargil is in the community of Fljót, which belongs to the municipality of Skagafjörður in Northwest-Iceland.

I placed the microphones south of the farmhouse and started the recording ar midnight. Around 6 o‘clock in the morning of June 29, something happened and we woke up with some noise. The mistress thought that a fox might have entered the garden, and if one listens carefully something can be heard sneaking around. At least the blackbirds, waggtails, wrens, redshanks and other birds were very upset. One of the blackbirds even flewinto the windscreen as can be heare when almost 10 minutes have passed.

Headphones are recommended. However it should be noted that some of the birds are far away and the sounds are rather low as usually in the Icelandic nature. When the birds were attacking their enemy in the garden they wrer quite close to the microphones and very noisy.

Røde Nt-2A and NT55 were used in an MS-setup as well as Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljómkviða fyrir raflínur, bassa, vind og fugla

Enn eitt meistaraverkið er nú komið úr hljóðsmiðju Magnúsar Bergssonar. Að þessu sinni varð hann vitni að náttúrutónverki,  eða réttar sagt hljómkviðu, sem raflínur, vindur, bassi og fuglar skópu vestur í Krossholti á Barðaströnd. Mælt er með því að fólk hlusti á hljómkviðuna með góðum heyrnartækjum. Hér fyrir neðan er hlekkur á færsluna.

http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/

 

In English

 

Yet another masterpiece has come from the great recordist, Magnús Bergsson. At this time he recorded a composition made by someone playing music loudly in the distance, powerlines, the wind and various kinds of birds. Good headphones are recommended.

http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/

 


Unaðsstund í elliðaárhólmum

 

Á annan í hvítasunnu, skömmu fyrir hádegi, héldum við Elín hjólandi út í elliðaárhólma. Þar námum við staðar, þar sem okkur þótti vænlegt að hljóðrita fugla. Við komum Nagra-tækinu fyrir ásamt Røde NT-2A og NT-55 í Ms-uppsetningu og héldum síðan á brott.

Að eyrum okkar barst ys og þys borgarinnar, en fuglarnir létu minna heyra í sér. Þarna voru þó skógarþrestir ásamt maríuerlu og músarrindli, sem fóru aldrei svo nærri að þeir yfirgnæfðu hljóðið frá ánni. Einnig heyrðist í mávi.

Þótt hljóðmyndin sé fremur kyrr, er hún samt seiðandi og færir hlustandanum ró. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

On Monday May 28, I and my wife, Elín, took our tandem and rode it to the deltas at elliðaárhólmi in the eastern part of Reykjavik, where there is a nice park with lanes and a tiny forrest. We found a clearing space where we put the Nafra Ares BB+ together with Røde NT-2A and an NT-55 in an MS-Setup and left it there for 30 minutes.

 

The sound from the city is heard as well as the water flowing some 40-50 metres away. Redwings, Waggtails and Wrens are also heard, but their sounds are quite low. Even though this recording is rather still and little happens, it is relaxing for one‘s mind. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjölbýlishús leikur undir hjá söngvurum vornæturinnar

 

Þegar ég er einn heima berst ys og þys götunnar inn til mín þar sem ég sit við iðju mína. Húsið þegir, einkum þegar fáir eru heima. Endrum og eins heyrist þó æðasláttur þess.

Á næturnar er eins og húsið vakni til lífsins. Þá verður  hávaðinn að utan ekki til að yfirgnæfa æðaslátt þess. Þetta kom greinilega í ljós í fyrravetur, þegar ég reyndi að hljóðrita nóttina. Hún var að mestu þögul í miðri viku, en húsið hafði ótrúlega hátt.

Aðfaranótt 28. maí, sem var annar í hvítasunnu, setti ég hljóðnema út á svalir og lét þá eiga sig fram undir kl. 8:30 um morguninn. Um var að ræða Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Um kl. 3 um nóttina höfðu skógarþrestir og svartþröstur haldið uppi samræðum á milli bæjarhluta. Þá blandaði mávur sér í hópinn og köttur læddist um. Í hljóðritinu má heyra aðvörunarhljóð þrastarins sem er næst okkur.

Ekki var skorið af neinu tíðnisviði en styrkurinn hækkaður talsvert. Húsið söng undir. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

when I am at home sitting at my desk, the house seems to be silent and the distant sounds are heard from outside.

during the night something happens. The house seems to wake up and all kinds of sounds are heard. This was quite obvious when I tried to record the night last winter. It was mostly silent but the house was noisy.

during the night before Monday, May 28, I placed microphones on the balcony - a Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. Shortly after 3 in the morning, when some redwings and a blackbird had been entertaining themselves, a blackback came laughing and a cat was wondering around, causing some discomfort to the redwings. The vaskular system of the house seems noisy, as I increased the volume of the recording quite a bit, making an accompaniment to the birds singing. Headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunstund á golfvelli, 2. hluti - Morning at the golf course, part 2

 

Þetta hljóðrit er framhald þess sem hljóðritað var á golfvellinum í Suðurnesi árla morguns 4. maí.

Ég var að hugsa um að hætta hljóðritunum um hálfsex-leytið, en þá færðist líf í tuskurnar og hófst ég því handa á nýjan leik. Þetta hljóðrit hófst um kl. 05:45. Ekki var fuglamergðin jafnnærri og í fyrra hljóðritinu, en betur heyrist í margæsinni. Takið einkum eftir upphafinu og þegar um 12 mínútur eru liðnar af hljóðritinu. Sem fyrr er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

 

This is the second part of the recording from the morning of  May 4, made at the golf course of Seltjarnarnes, Iceland. Just after 05:30, I decided to stop the recording. But then things started happening.

 

This recording, which started around 05:45 is characterised by more distant sounds of birds. But in the start and around 12 minutes from the beginning the Brant goose is much bette heard than in the first recording.

 

As before a Nagra Ares BB+ was used and two Røde NT-2A microphones in an A-B stereo setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næturstund á Golfvelli Seltjarnarness

 

Veðurspáin fyrir aðfaranótt 4. maí 2012 var hagstæð. Spáð var logni og því tilvalið að huga að fuglahljóðritunum.

Á Golfvelli Seltjarnarness er talsvert fuglalíf. Ber þar mest á hvers konar mófuglum, öndum, gæsum og margæsinni, sem hefur viðdvöl á Íslandi til þess að safna kröftum fyrir flugið til Grænlands.

Ég hélt út á golfvöll um kl. 3 eftir miðnætti og kom mér fyrst fyrir norðan við golfskálann. Golan var heldur hvassari en ég hafði búist við. Um 5-leytið flutti ég mig um set og færði mig sunnar. En um það leyti snerist vindurinn meira til suðvesturs. Allan tímann var meiri gola en ég hafði átt von á og markast hljóðritið af henni. Lolhlífarnar dugðu ekki nægilega til þess að einangra vindinn frá Røde NT-2A hljóðnemum, sem ég kom fyrir í A-B-uppsetningu með 43 cm millibili. Þá heyrðist nokkuð í leiðslunum þegar golan rjálaði við þær.

Fuglalífið var auðugt. Heyra mátti í lóu, stelk, maríuerlu, grágæs, öndum, hettumáfi, sílamávi og margæs, sem var ekki fjarri með skvaldur sitt. Þrátt fyrir ýmsa annmarka verður þetta hljóðrit birt hér á vefnum. Hljóðritið hófst um kl. 05:11.

Eindregið er mælt með því að hlustað sé með heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

The weather forecast for the night befor May 4 2012 was nice, calm and therefore quite suitable for recording birds.

The golf course at Seltjarnarnes at the western outskirrts

of the Reykjavik Area, is a home to many speces of birds, as Plowers, Sea pies, Redshanks, Wagtails, Wrens and other small birds, Ducks and graylags, Blackedbacked gulls, Peewits  as well as Brant goose which is there in big flocks  with their mumbling sound.

The wind was a little stronger than I expected and that affected the recording as the dead chicken couldn‘t isolate the two Røde NT-2A microphones from the wind which played a little with the cables.

The microphones were set up in A-B stereo with 43 cm spacing. Sounds from flags fluttering in the wind are also heard. The recording started around 05:11 in the morning.

Headphones are recommended for listening.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skemmtilegur tvísöngur

Í dag setti ég upp tvo Røde NT-2A hljóðnema í MS-uppsetningu. Kom ég þeim fyrir á svölunum og beindi þeim í u.þ.b suðvestur. Ég skar af 80 riðunum vegna örlítillar golu.

 

Tilraunin heppnaðist að mestu leyti. Mér vannst ekki tími til þess að fínstilla þá, þar sem afar skemmtilegir tvísöngshljómleikar hófust fljótlega. Fyrst bar að  einn hrafn og kannaði hvaða fyrirbæri þessir loðhausar væru. Síðan bar að annan og hófst þá skemmtunin. Var krunkið bæði fjölbreytilegt og skemmtilegt og jafnvel slettu þeir í góm.

 

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og hljóðritað var með 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

Mælt er með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.

 

Stundum óska ég þess að umferðin væri minni, þegar svona skemmtanir eru haldnar, en hún er víst hluti þess veruleika sem kaupstaðarbúar búa við. Þó stefni ég að því að reyna að hljóðrita í hljóðlátara umhverfi innan borgarmarkanna, helst einhverjum garði, þar sem margt er um fugla.

 

IN ENGLISH

 

Today I decided to make some experiments with 2 Røde NT-2A microphones in an MS-setup. I placed them on my balcony facing towards south-west. I used the filter to cut of 80 kHz due to a gentle breeze and covered them with a „dead chicken“.

 

Before I was able to fine-tune the setup a raven appeared to have a look at these furry phenomenons. Shortly after another one came and the concert started. The sounds were amazingly variable.

 

The recording was made in 24 bits, 44,1 kHz on a Nagra Ares BB+.

Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Starrar og nokkrir skógarþrestir í Fossvoginum

 

Stundum fer ég léttvopnaður í leiðangra. Þá er hljóðritun ekki megintilgangur ferðarinnar heldur útivist og það sem að höndum ber.

Í gær drógum við Elín Orminn bláa út úr híði sínu og héldum sem leið lá eftir reiðhjólastígum í austurátt. Skammt fyrir austan brúna, sem liggur yfir umferðarfljótið Kringlumýrarbraut, var mikið starrager og nokkrir skógarþrestir. Þar sem Olympus LS-11 var í rassvasanum var numið staðar og hljóðið fangað. Talsverður gæðamunur er á þessu hljóðriti og þeim sem gerð eru með Nagra Ares BB+ og voldugum hljóðnemum. Samt er gaman að geta deilt með ykkur haustfuglasöng í Reykjavík.

 

Redwings and starlings

 

I sometimes leave my heavy recording geer at home but bring with me some light equipments when walking or biking. Then the main purpose is the enjoyment of spending time with my wife and enjoying everything which appears.

Yesterday I and Elin took our tandem, The Blue Dragon, out of it‘s lair and took a ride around Reykjavik. East of the bridge for cyclists and pedestrians, which crosses the trafic ocean Kringlumýrarbrautb there was a flock of starlings and some redwings singing and chatting. As I had an Olympus LS-11 in my pocket the sound was captured.

The quality of the sound cannot be compared with recordings made with Nagra Ares BB+ and some heavy mics. But it is still a pleasure of providing you with some birdsongs from an autumn day in Reykjavík.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sandlóur við Seltjörn

 

 

Hljóðrit dagsins er stutt, einungis ein mínúta og 38 sekúndur.

Við Elín fórum með sonarsynina Birgi Þór og Kolbein Tuma í fjöruna við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Þegar okkur bar þar að var hópur af sandlóum í fjöruborðinu. Það tók sinn tíma að setja upp vindhlífina og klæða hana í loðfeld. Stynningsgola var á og umferð talsverð um fjöruna. Þessi rúma mínúta er þó þess virði að á hana sé hlustað.

eins og áður notaði ég Røde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

Today I and Elin took our two grandsons to the beech at  Seltjörn in Seltjarnarnes, west of Reykjavik. When we arrived a flock of ringed glovers were on the seashore. While Elin was playing with the boys I set up the Blimp, covered it with a fur and started recording. Due to the wind which was a little more than a moderate breaze and a lot of people on the beech, the recording is only 1,38 minutes long. It is still worth the listening.

 

A Nagra Ares BB+ was used and Røde NT-1A and NT-45 in a MS setup

 

http://travelingluck.com/Europe/Iceland/(IC15)/_3425321_Seltj%C3%B6rn.html#local_map


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Iðandi mannlíf og fuglamergð í fjörunni við Gróttu

Sólsetur við Gróttu. Ljósmynd: Elín Árnadóttir 

Eyjan Grótta er eins konar griðastaður vestast í útjaðri Reykjavíkursvæðisins, yst á Seltjarnarnesi. Þar er fræðasetur sem opnað var árið 2000.

Fræðasetrið í Gróttu

Grandi tengir eyjuna við land og fer hann á kaf þegar flæðir að. Í Gróttu og við eyjuna er mikið fuglalíf og er eyjan og nánasta umhverfi eftirsótt til ljósmyndunar.

 

Miðvikudaginn 20. júlí 2011 var yndislegt veður. Um kl. 13:30 hljóðum við tækjum og tólum á Orminn bláa og hjóluðum út að Gróttufjöru. Við stilltum hljóðnemum í MS-uppsetningu í fjöruborðið og námu þeir hljóð fugla, manna og flugvéla auk hins þunga niðar sem er orðinn stöðugur á Reykjavíkursvæðinu.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Þá heyrast ýmis aukahljóð sem mannseyrað greinir vart, svo sem smellir í kuðungum og sitthvað fleira.

Glöggir hlustendur geta kannað hvort þeir þekki sjálfa sig, fugla- og flugvélategundir sem við eyru ber. Þá geta þeir látið hugann reika til fyrri tíðar samanber meðfylgjandi efni:

Nánar um Gróttu


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband