Færsluflokkur: Fuglar
Fuglar | 10.5.2010 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna þess hve mögninin er mikil heyrist þyturinn í grasinu og sitthvað sem mannseyrað tekur vart eftir.
Fuglar | 9.5.2010 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fyrra tók ég saman nokkur hljóð sem tengjast vori og sumri.
Við hefjumst handa í fjörunni við Gróttu, höldum þaðan út í eyjuna og skjálfum dálítið í næðingnum. Notaðir voru tveir Sennheiser ME62 og Nagra Ares BB+.
Þaðan er haldið út á göngustíginn meðfram Ægisíðu. Þar verður fyrir okkur pirraður hundur, fuglar syngja, fólk hleypur og hjólar. Þetta var hljóðritað með Nagra Ares-M og Shure VP88 hljóðnema vorið 2006.
Þá greinir frá samskiptum hrafns og sauðkindar. Það hljóðrit fékk ég að láni hjá aðstandendum sýningarinnar Reykjavík 871 +-2, sem allir ættu að sjá.
Næsta hljóðskot er úr öldruðum GMC fjallatrukki sem skrönglaðist upp brattan slóða laugardaginn fyrir páska 2006. Þar notaði ég áfestan hljóðnema við Nagra Ares-M.
Þá er það lítill lækur og að lokum fjaran við Gróttu um miðjan apríl 2009. Þar var notaður Nagra Ares BB+.
Fuglar | 8.4.2010 | 08:36 (breytt 9.4.2010 kl. 08:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heyra má mismunandi umhverfishljóð á heimilinu, líkamshljóð og kaffidrykkju, umhverfishljóð frá svölunum og síðast en ekki síst margbreytileg hljóð í hröfnum.
Hljómurinn í talinu er ekki mjög skemmtilegur. Sjálfsagt valda loðsvampar því auk þess sem hljóðnemarnir vísuðu fram á við og voru fremst á spöngunum.
Fuglar | 2.4.2010 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stefán Bergmann hjálpaði mér að hljóðrita kríugarg á nesinu og Elín, kona mín, var mér innan handar um annað. Ríkisútvarpið léði mér Sennheiser víóms-hljóðnema sem ég notaði nokkuð.
Viðmælendur og sögumenn voru Sigurlaug Jónsdóttir, kennari, Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og fuglafræðingur, Stefán Bergmann, líffræðingur, Jens Pétur Hjaltested, sem lengi var í nefndum á vegum Seltjarnarnesbæjar og var ef ég man rétt formaður umhverfisnefndar, Jón Ásgeir Eyjólfsson, tannlæknir og formaður golfklúbbs Seltjarnarness, Guðjón Jónatansson, verndari fuglanna á Seltjarnarnesi og Anna Birna Jóhannesdóttir, kennari og náttúruvinur.
Látið ekki lélegan lestur undirritaðaðs fæla ykkur frá því að hlýða á athyglisverðar frásagnir sögumanna.
Ein saga verður að fljóta með í þessu samhengi.
Að morgni hvítasunnudags árið 1998 fórum við Elín upp í Heiðmörk að hljóðrita fugla. Mývargur var þar nokkur og komust einhverjar flugur inn fyrir skeljarnar sem hlífa fólki við að sjá hversu skemmd augu mín eru. Olli þetta mér miklum óþægindum og varð ég að taka augnskeljarnar úr mér.
Þegar við höfðum lokið við hljóðritanirnar sóttum við Hring okkar Árnason, sem þá var á fjórða ári og fórum síðan til foreldra Elínar.
Drengurinn horfði eitt sinn á mig og sagði: Afi, augun þín eru rauð!
Ég sagði honum að augun mín væru ónýt og nú skyldi hann segja bæði langömmu og Elínu ömmu að afi væri með ónýt augu.
Blessað barnið hugsaði sig um og sagði svo: Já, en mín augu eru blá og glöð.
Er til yndislegri yfirlýsing?
Fuglar | 26.3.2010 | 23:12 (breytt 15.5.2012 kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar hún var um nírætt fór hún að bjóða nágrönnum sínum í mat. Þeir voru kröfuharðir sérvitringar og heimtuðu að fá mat sinn framreiddan á svölunum. Þar slógust þeir hver sem betur gat um hverja örðu.
Í mars 1998 laumaði ég hljóðnema út á svalirnar og hljóðritaði ósköpin. Gerði ég örstutta hljóðmynd fyrir Ríkisútvarpið. Hún glataðist og endurgerði ég hana því árið 2007.
Fuglar | 26.3.2010 | 22:37 (breytt 15.5.2012 kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar menn fara akandi til Súðavíkur veita fáir því athygli að mikil fýlabyggð er í hamrinum. Hljóðritið, sem hér er birt, var gert 2. júlí 2009. Auk fýlanna taka nokkrir lundar til máls og farþegabátur heyrist sigla út djúpið.
Einn fýllinn flaug svo nærri mér að mér varð hverft við. Það verður hlustendum væntanlega einnig. Mælt er með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum.
Ég breiddi út faðminn við hamrinum og hélt á ME-62 hljóðnema í hvorri hendi.
Fuglar | 21.3.2010 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fuglar | 19.3.2010 | 11:14 (breytt 21.3.2010 kl. 16:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 10. febrúar árið 2009 hitti ég að máli Ólaf Nielsen og fékk hann til að segja mér frá hrafninum. Var samtalinu útvarpað tveimur dögum síðar.
Í upphafi syngur Elín Árnadóttir, eiginkona mín, hjálparhella og vinurinn besti, lagið Krummi krunkar úti sem ég gerði handa Birgi Finnssyni, systursyni mínum árið 1967, en þá var hann á þriðja ári. Lagið er samið eftir 5 tóna skalanum og ar einhver baráttusöngur rauðu varðliðanna fyrirmyndin, en ég var þá orðinn Maoisti sem ég hef verið síðan.
Hrafnana, sem koma fram í þættinum, hljóðrituðum við Pétur Halldórsson. Notaði hann Shure VP88 en ég beitti tveimur Sennheiser ME62 sem mynduðu um 100° horn og vísuðu hvor frá öðrum. Samtalið var hljóðritað með Sennheiser ME-65, en hljóðrýmið var þess eðlis að nota varð stefnuvirkan hljóðnema.
´Serstök athygli er vakin á lokum þáttarins. Þá kemur hrafn aðvífandi, sest á handriðið, gaumgærir hljóðnemana og flýgur svo á brott í skyndi. Setjið því á ykkur góð heyrnartól og njótið hreyfingarinnar í hljóðritinu.
Fuglar | 3.3.2010 | 23:21 (breytt 4.4.2010 kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 65314
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar