Færsluflokkur: Fuglar
Elín fór með mér út í fjöruna við Gróttu og hafði ég sett upp búnaðinn þar um kl. 11:30. Þar voru fleiri en ég og þurftu mikið að spjalla saman um leið og þeir nutu undurfagurs útsýnis. Nokkur gola var.
Um miðnættið lygndi og við Elín færðum okkur sunnar í átt að golfvellinum. Þar voru hettumávar, svartbakar og fleiri fuglar í æti. Æðarkollur tóku þátt í samræðunum og a.m.k. ein stokkönd auk annarra fugla hafði uppi ýmsar skoðanir.
Notaðir voru tveir ME62 hljóðnemar sem mynduðu u.þ.b. 100°hornog hljóðritað með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 44,1 khz. Hljóðritið er birt hér sem mp3skjal í 320 kb upplausn.
Fuglar | 15.7.2010 | 11:37 (breytt 30.7.2010 kl. 23:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir hádegi var ég einn heima við og gerði tilraunir með vindhljóðritanir. Setti ég Shure VP88 í Blimp vindhlíf og stillti upp á svölunum fyrir vestan húsið. Fékkst mjög skemmtileg dreifing í vindinn. Hafði ég hvorki hljóðsíur á Nagra-tækinu né hljóðnemanum. Árangurinn varð eftir vonum, en best fór á að skera af neðstu 80 riðunum þegar hljóðið var unnið í tölvu. Þannig er fyrra hljóðritið, vindgnauð og máríuerla.
Í seinna hljóðritinu var rofi á hljóðnemanum stilltur þannig að hann sker 12 db neðan af 88 riðum og kom það mjög vel út. Þá hafði ég einnig bætt loðfelldi á vindhlífina og skaðaði það hátíðnisviðið minna en ég átti von á. Í þessu hljóðriti heyrast ýmis umhverfishljóð gegnum hvininn í vindinum og gróðrinum. Athygli hlustenda er sérstaklega vakin á hreyfingu vindsins. Það heyrist hvrnig vindhviðurnar færast til í gróðrinum framan við bústaðinn.
Notað var Nagra Ares BB+ tæki auk Shure VP88 víðómshljóðnema sem var stilltur á gleiðasta hljóðhorn.
Fuglar | 7.7.2010 | 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Flúðum er eitt slíkt þorp og þar var hljóðritað laugardaginn 3. júlí 2010. Þegar hljóðstyrkurinn er magnaður kemur ýmislegt í ljós og hljóðumhverfið er hið fjölbreytilegasta.
Fyrra hljóðritið er frá því um kvöldmatarleytið. Þá var mikill ys og þys í hverfinu. Hljóðritað var af svölum eins bústaðarins.
Síðar um kvöldið eða um kl. 22 var skollin á rigning, en það hafði gengið á með skúrum um daginn. Þá var enn farið út. Ekki vænti ég mikils af þessari hljóðritun. Enn var hljóðstyrkurinn aukinn að mun og þá kom vitanlega í ljós að umferðarhávaði barst frá þjóðveginum. Einnig virtist mér þyrla sveima um nágrennið. Glöggir hlustendur geta heyrt hin margvíslegustu hljóð, en að ássettu ráði er hljóðritið ekki sett inn á vefinn með fullum hljóðstyrk.
Heyra má vatn seytla í pott með heitu vatni, en sírennsli er í pottinn. Á Flúðum er gnægð heits vatns og dettur engum í hug að spara það.
Hljóðritasnillingurinn Magnús Bergsson hefur einnig verið á Flúðum. Bárum við saman bækur okkar og komumst m.a. að því að stöðugt erfiðara er að komast út í íslenska náttúru þar sem ekki er mengun af völdum vélahljóða og annarra hljóða sem fylgir nútímalífi. Það er því eðlilegt að þessi hljóð fljóti með.
Fuglar | 4.7.2010 | 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef nokkrum sinnum hljóðritað umferð á Íslandi en ekki séð ástæðu til að birta afraksturinn. Einnig hef ég nokkrum sinnum hljóðritað umhverifið við tjarnarból 14 á Seltjarnarnesi. Svalirnar snúa í suðvestur og á bakvið er Nesvegurinn með sinni umferð.
Mér finnst ég búa í tiltölulega hljóðlátu umhverfi en veit þó að það yrði enn hljóðlátara ef ég byggi annars staðar á nesinu. Hljóðneminn getur blekkt álíka mikið og ljósmyndavélin og er afrakstur hljóðrits oftast nær í réttu samhengi við áhugamál þess sem hljóðritar. Þó getur það gerst að ýmislegt óvænt slæðist inn á minniskort tækisins.
Mánudaginn 7. júní á því herrans ári 2010 var stafalogn á Seltjarnarnesi framundir hádegi. Upp úr kl. 11 setti ég Shure VP88 hljóðnema út á svalir og nam hann um stund það sem gerðist í kring. Lítil umferð var um Tjarnarbólið en þó má greina ýmis merki þess að sumar hafi ríkt. Enginn ók um á negldum hjólbörðum. Það heyrist í nokkrum störrum, greina má ördaufan þrastasöng í fjarska, einhver notar slípirokk o.s.frv. Að baki er umferðin sem myndar þennan sífellda en breytilega hljóðgrunn höfuðborgarsvæðisins.
Fuglar | 8.6.2010 | 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöld fórum við Elín út í fjöruna við Gróttu. Ég varð mér úti um Blimp-vindhlíf frá Röde, en Magnús Bergsson smitaði mig af blimp-sýkinni. Það var allsnörp suðvestan gola. Ég ákvað að nota Shure VP88 víðómshljóðnema. Golan var svo hvöss að ég neyddist til að skera af 100 riðunum á Nagra Ares BB+. Þarna bjargaði vindhlífin því sem bjargað varð við þessar aðstæður.
Þegar ég fór yfir hljóðritið síðar í kvöld reyndi ég að losna við eitthvað af goluskvaldrinu með lágtíðniafskurði, en það gerði bara illt verra. Þeir sem hafa gaman af að hljóðrita á voru vindblásna landi verða að leyfa vindinum að njóta sín öðru hverju. Magnús Bergsson er til dæmis snillingur í því. Ég hugsaði einnig að ég hefði e.t.v. átt að nota loðhlíf. Þá hefði ég misst eitthvað af hátíðninni og blikaskvaldrið hefði orðið ónýtt.
Ég birti hér tvö hljóðrit. Í því fyrra er þröngt hljóðhorn, en ég víkkaði það í seinna hljóðritinu. Ég reyndi einnig í þriðju tilraun að snúa hljóðnemanum þannig að hann vissi betur við fuglunum en þá varð vindurinn of yfirgnæfandi í annarri rásinni.
Elín Árnadóttir, sérlegur hljóðbloggsljósmyndari, tók þessa mynd í kvöld.
Fuglar | 7.6.2010 | 23:09 (breytt 15.5.2012 kl. 22:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Látrabjarg heillaði og þangað fórum við einn daginn. Þetta var seinni hluta dags og hafgola nokkur. Ekki þorði ég of nærri brúninni heldur settist niður og beindi hljóðnemanum að bjargbrúninni. Þess vegna er skvaldrið e.t.v. nokkuð fjarlægt en samt áhrifamikið. Talsverð umferð ferðafólks torveldaði hljóðritunina og því varð hljóðritið styttra en gert var ráð fyrir.
Örlítið vindgnauð heyrist í vinstri rás og þytur golunnar í gróðrinum hægra megin. Notaður var Shure VP88 og Nagra Ares-M.
Fuglar | 3.6.2010 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég pantaði mér leigubíl út að Bakkatjörn um kl. 05:40 og var komin þangað upp úr kl. 6. Ég setti upp hljóðnema á lágum standi og voru þeir u.þ.b. 40 cm frá jörðu. Kyrrð var á og, dúnalogn og breyskjuhiti. Sólin skein í heiði og allt lék í lyndi.
Ég hófst handa nokkuð norðan við svanslaupinn en færði mig svo um set því að mig langaði að komast nær spjalli þeirra. Þá þögnuðu þeir.
Í þessum hljóðritum ber mest á kríunni. Einnig koma við sögu nokkrar andartegundir, lóa, þúfutittlingur, mávar , flugur o.s.frv. Ef grannt er hlustað heyrist í seinna hljóðritinu ördauft í hávellu en hún greinist betur í fyrra hljóðritinu. Sennilega hefur vinstri framlengingarleiðslan bilað hjá mér og því er dálítið suð á vinstri rás þegar líður á hljóðritið.
Ekkert er skorið af hátíðninni í þessu hljóðriti en ráðist að 80 riðum til þess að draga úr ofurþungum undirtóni.
Þegar ég ákvað að halda heim á leið vandaðist málið. Símastúlkan á Hreyfli sagði að gatan Bakkatjörn væri ekki á skrá hjá sér og ekki dugði að biðja hana að segja bílstjóranum að halda áleiðis út á golfvöll Seltjarnarness. Málið leystist farsællega þegar konan spurði mig við hvaða götu Bakkatjörn væri. Ætli ég sé orðinn svo mikill Seltirningur að ég haldi að nesið sé nafli alheimsins? Hvar er hann þá ef ekki á Seltjarnarnesi?
Fuglar | 24.5.2010 | 17:08 (breytt 15.5.2012 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að því búnu var ákveðið að ganga kringum golfvöllinn. Hófst ég handa við að hljóðrita margæsaflokk sem kom flögrandi. Ég stóð við jaðar golfvallarins og hleypti það kapp í kinn Breta nokkurs sem skaut að mér golfkúlu. Lenti hún skammt frá mér en engin hola var í þá stefnu.
Við gengum áfram meðfram vellinum og námum næst staðar til þess að hljóðrita meira af kríugargi. Í hljóðritinu má greinilega heyra að krían lætur ekki golfspilarana trufla sig.
Næst var hljóðnamunum beint að fjörunni og kríuskvaldrið hljóðritað. Talsvert virðist af kríu úti í Suðurnesi og jafnvel meira en í fyrra. Þó er þetta vart svipur hjá sjón miðað við það sem gerðist fyrir aldamót.
Að lokum ókum við niður að Reykjavíkurtjörn. Ys og þys borgarinnar blandaðist við álfta- og kríugarg á tjörninni.
Stafalogn var á svo að ég freistaðist til að hljóðrita án þess að skera nokkuð af 100 riðunum. Þó varð ég að láta tilleiðast við tjörnina því að undirtónn umferðarinnar reyndist of djúpur.
Hljóðritin eru hér í 16 bita upplausn og 44,1 khz.
- Fuglaskvaldur og bifreiðahjál við Bakkatjörn (hljóðrit)
- Margæsaskvaldur og ofbeldisfullur Breti (hljóðrit)
- Hljóðmynd af sambúð kríu og manna (hljóðrit)
- Kríuflokkur í fjörunni (hljóðrit)
- Umferðargnýrinn berst austan frá Fríkirkjuvegi og af Hringbrautinni. Hann er ótrúlega áleitinn en fuglaskvaldrið er samt yndislegt. (Hljóðrit
Fuglar | 22.5.2010 | 11:15 (breytt kl. 11:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var svo gott að ég gat notað Shure VP88 hljóðnema án þess að verja hann með vindhlíf. Hljóðritað var með Nagra Ares-M á 44,1 kílóriðum.
Fuglar | 21.5.2010 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá var haldið í Fossvogsdalinn. Þar var logn en engir fuglar komnir á kreik. Umferðarhávaðinn var einnig ærandi svo að ákveðið var að halda upp í Heiðmörk. Við fórum að svokallaðri Vígsluflöt og settum þar upp bækistöð.
Fuglasöngurinn var heldur daufur en mér fannst hljóðritun reynandi. Fyrst reyndi ég Sennheiser ME64. Þeir gáfu mjög skemmtilegan árangur en voru of viðkvæmir fyrir þeim litla andvara sem strau blíðlega um kinnar og hár. Niðurstaðan varð því ME62 í hefðbundinni uppsetningu, vísuðu hvor frá öðrum í u.þ.b. 45°
Vegna þess hve hljóðin voru dauf og fuglasöngurinn fjarlægur varð ég að auka styrk hljóðritsins gífurlega. Því fylgdi óhjákvæmilega dálítið suð - í raun þytur grassins og ýmislegt sem mannsheyrað greinir alls ekki undir venjulegum kringumstæðum. Þegar ég tók af mér heyrnartólin heyrði ég ekki ýmis hljóð sem skiluðu sér inn á minniskortið.
Þeir sem hafa tíma til að njóta þessa hljóðrits heyra í þröstum og hrossagauk sem gefur frá ser ýmis hljóð. Þá heyrist í himbrima sem sennilega var á Elliðavatni og í lokin lætur lóan heyra í sér. Þeim sem greina fleiri fugla er velkomið að skrifa athugasemdir við þennan pistil og skýra frá niðurstöðum sínum.
Upphaflega hljóðritið var gert í 24 bitum 44,1 khz.
Elín hélt til í bílnum nokkur hundruð metra frá. Þegar hljóðrituninni lauk hugðist ég hringja til hennar. En farsíminn var í ólagi og ég gat ekki hringt. Ég andaði því djúpt og hrópaði á hana. Ekkert fékk ég svarið nema bergmál skógarins og hrópaði því aftur af öllum kröftum. Þá svaraði Elín, kom og sótti bónda sinn.
Góð kona er gulli betri.
Fuglar | 15.5.2010 | 21:26 (breytt 21.5.2010 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar